Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 47
og hlustvörslu skipa á kall- og neyðartíðnum. Þingið beinir þeim tilmælum til Siglingamálastofnunar ríkisins að undinn verði bráður bugur að því að gera nýja og fullkomna kennslumynd í meðferð gúmmí- björgunarbáta og leiti aðstoðar þeirra aðila sem best þekkja til um gerð slíkrar myndar. Þingið beinir þeim eindregnu tilmælum til samgönguráðherra og vitamálastjóra að lesnar verði á ísl. og ensku tilkynningar um bil- anir á ljós- og radíóvitum um strandstöðvarnar. Ennfremur um reköld og annað það sem sjófar- endum getur stafað hætta af. Tilkynningar þessar séu lesnar í framhaldi af lestri veðurfregna um strandarstöðvarnar. Rétt er að geta þess að slíkrar þjónustu njóta íslenskir sjófar- endur erlendis. Þingið ítrekar fyrri samþykktir sínar og formannaráðstefnu um að stjórn sambandsins vinni að því að starfsmönnum Landhelgis- gæzlunnar verði tryggður verk- fallsréttur eigi lakari en aðrar stéttir hafa. Þingið skorar á sambandsfélög- in að móta kröfur sínar vegna væntanlegra kjarasamninga hið allra fyrsta þannig að hægt sé að samræma kröfur tímanlega. Þingið beinir þeim tilmælum til hafnarstjórnar Akureyrar að hafnarmannvirki við Torunef verði ekki tekin úr notkun fyrr en viðhlítandi viðlegupláss verði komið í staðinn. 29. þing F.F.S.Í. ítrekar fyrri samþykktir um að sett verði upp vitar og sjómerki á eftirfarandi stöðum: 1. Ljósviti á Mánáreyjum. 2. Radarsvari á Ásmundar- staðaeyjum og Flatey á Skjálfanda. 3. Aukið verði ljósmagn vitans á VÍKINGUR Fontinum á Langanesi um leið og settur verði upp radíóviti á staðnum. 4. Athugað verði um styrkingu Kolbeinseyjar og uppsetn- ingu radarmerkis þar. 5. Sett verði upp radarmerki á Rifsker við norðanverðan Reyðarfjörð. 6. Til að merkja grunnleið frá Kambanesi að Ketilfles verði settur upp radarsvari og radioviti í Kambanesvita. Sett verði radarmerki á Rifsker á Breiðdalsvík og endurreist verði radarmerki á Bjarna- skeri, Svartaskeri, Lífólfsskeri og Skorbein. 7. Endurbætt verði leiðarmerk- ing um Hornafjarðarós. 8. Sett verði upp radarmerki á Tvísker. 9. Komið verði fyrir fleiri radarsvörum á söndunum milli lngólfshöfða og Hjörleifshöfða. 10. Endurreistur verði ljósvitinn í Surtsey. 11. Athugað verði um uppsetn- ingu radarmerkis á Eldeyjar- boða. 12. Sett verði radarmerki á ljós- duflin í Faxaflóa og Breiða- firði. 13. Séð verði um að radarsvarinn í Engey verði þar áfram. 14. Aukið verði ljósmagn Kross- nesvita við Grundarfjörð. 15. Leiðarmerking við innan- verðan Breiðafjörð verði aukin og endurbætt. 16. Svalvoga ljós- og radioviti verði settur aftur í það horf sem hann var með búsetu vitavarðar á staðnum. 17. Athugað verði um vitastæði á Kögri vestra. 18. Radiosvari við Skarðsfjöru verði styrktur. Þingið beinir þeim tilmælum til stjórnar sambandsins að hún ítreki við Sjómælingar íslands að gefin verði út ný leiðsögubók vegr>a siglinga skipa við strendur íslands og séð verði um að ávallt verði á boðstólum hafnarkort með aðsiglingaleiðum af öllum höfn- um landsins með eins nýjum dýptarmælingum og kostur er hverju sinni. Þingið beinir þeim tilmælum til stjórnar sambandsins að hún leggi lið tillögum Erlendar Jónssonar skipstjóra hjá Eimskip um bætta vörn bryggju og viðlegukanta í höfnum landsins og styðjist þar

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.