Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 17
Fiskur á hvers manns disk! — en hve mikið, veit enginn ÞAÐ er ekki einungis að ís- lendingar veiði mikið af fiski og flytji út feiknin öll af fiski, heldur eta þeir mikið af fiski, og hefur svo verið lengi. Fiskur og fisk- vörur mega heita ómissandi þátt- ur í matarneyslu hverrar einustu fjölskyldu í landinu. Því má það furðuiegt kallast að ógerlegt er að fá haldgóðar upplýsingar um fiskneyslu íslendinga. Engar töl- ur eru til um það hve mikil hún er, og þaðan af síður vita menn hvernig hún skiptist eftir tegund- um eða verkunaraðferðum. Þegar menn velta fyrir sér hvaða breyt- ingar hafi orðið og séu að verða á fiskneyslu íslendinga, hafa menn nánast ekkert við að styðjast nema brjóstvitið eitt. í skýrslu Fiskifélags íslands um fiskaflann á árinu 1978 (Ægir 4. tbl. 1979, bls. 255) er innan- landsneysla á fiski skráð 5.134 tonn. Hér er miðað við fisk upp úr sjó. Þessi tala er reyndar svo fjarri réttu lagi að hún má kallast út í hött. Hún er sem sé allt of lág. Kemur þar margt til. Fyrst er að nefna að margir þeir sem kaupa fisk og verka til innanlands- neyslu gefa ekki skýrslur til Fiskifélagsins, þó þeim sé það skylt lögum samkvæmt. Mikið af ferskum neyslufiski kemur ekki í þessa tölu, t.d. sumt af þeim fisk sem fisksalar kaupa af frystihús- um. Allur saltfiskur er utan við þessa skýrslu. Eitthvað af fiski sem seldur er til innanlands- neyslu kemur hvergi á skrár, t.d. það sem fisksalar kaupa beint af sjómönnum. Þá er enn ótalinn sá fiskur sem sjómenn taka sér í soðið af óskiptu. í grundvelli framfærsluvísitöl- unnar er fiskur og fiskvörur einn liður heildarútgjalda vísitölu- fjölskyldunnar. í ágúst síðast- liðnum reyndist þessi liður vera 3.2% heildarútgjaldanna. Mat- vörukaup vísitölufjölskyldu voru þá ætluð vera 1.400.000 krónur á ári, þar af fiskur og fiskvörur 147.000 krónur eða ríflega 10%. Athuganir frá árinu 1965 benda til þess að fiskneysla íslendinga sé um 100 kg á mann yfir árið miðað við fisk upp úr sjó. Ef hún væri hin sama í dag, væri heild- arneyslan innanlands rúm 22.000 tonn á ári. Nú stendur yfir neyslukönnun á vegum Hagstof- unnar til að leggja megi nýjan grundvöll framfærsluvísitölu. Könnun þessi hófst í febrúar á þessu ári og á að standa í eitt ár. Að henni lokinni ætti að fást nánari vitneskja um fiskneyslu íslendinga. 100 kg af fiski á mann á ári virðist ekki ólíkleg tala. Kjöt- neysla mun nú vera um 80 kg á mann árlega, og er þá neysla kjöts og fisks svipuð, því að gera má ráð fyrir að meira gangi úr fiskinum en kjötinu, einkum þar sem hér er miðað við fisk upp úr sjó. En hvaða fisk eta menn og hvernig matbúa þeir hann? Um það eru heimildir afar óná- kvæmar, ekki við annað að styðjast en eftirtekt og dóm- Steinbíturinn er sagður blíðlyndur og vinfastur, þó að ekki sé hann smáfríður. Auk þess er hann prýðilegur matfiskur, ef hann er feitur, en því miður eru ekki margir sem kunna að meta hann að verðleikum. VÍKINGUR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.