Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 58
þegar ég er farinn að finna á mér á Þorláksmessu.“ „Er Bjarki búinn að segja þér að við lentum í steininum í gær?“ „Nei,“ sagði Óskar og fékk sér sopa af glasi. „Þegar ég kom í land í gær, hringdi ég í Bjarka og við fórum að drekka bjór. Um nóttina urð- um við svangir og kellingin neit- aði að gefa okkur að éta og læsti eldhúsinu. Svo við fórum út á Hótel Loftleiðir. í staðinn fyrir að fara á kaffiteríuna vildi Bjarki endilega leita að partíi í herbergj- unum og við fórum upp í lyftunni. Við fundum ekkert partí en á ein- um ganginum var litsjónvarp á hjólum. Við trilluðum því inn í lyftuna, niður og út.“ „Leigubílstjórinn neitaði að taka það upp í. Ha, ha, ha.“ „Svo allt í einu vorum við um- kringdir lögreglum." Þeir hlógu. „Á ég að hringja á bíl,“ sagði Óskar, tók upp símtólið og lagði Camel sígarettu í öskubakkann. „Er ekki meiningin að fara á ball?“ „Jú.“ „Hvaða bílastöð.“ „Alveg sama.“ „Nei, Steindór. Einn fimmtán áttatíu.“ Þeir fengu sér stóra sopa og Tralli blandaði sér í nýtt glas. „Hefur þú aldrei lent í steinin- um?“ Tralli og Bjarki horfðu á Óskar. „Nei.“ „Þá áttu mikið eftir.“ „Mig langar nú eiginlega ekkert til þess.“ „Bíddu bara. Einn góðan veð- urdag vaknarðu á harðri dýnu í litlum klefa með járnhurð og þú veist ekkert hvar þú ert.“ Þeir hlógu tröllahlátri, tóma- hljóð var í hlátri Óskars. Slím var komið á munnvik Bjarka og roði hlaupinn í kinnarnar. Óskar varð hugsi. Fyrir utan heyrðist í bíl- flautu og mal í dísilvél. Ætlar þú ekki að kaupa dúkku sem getur pissað? „Bíllinn er kominn, drífum okkur.“ „Tralli, ætlar þú ekki að fara niður í bæ og kaupa dúkku sem getur pissað handa dóttur þinni.“ „Dúkku sem getur pissað. Ha, ha.“ Tralli og Bjarki hlógu. „Nei, ég gef henni bara pen- inga, sem hún getur sett í spari- baukinn,“ sagði Tralli og þeir hlógu á ný. Þeir stóðu á fætur, stungu síga- rettupökkum í vasana og litu á sig í speglinum. Botnhreinsun skipa með nýrri tækni! Botnhreinsum skip á floti! Reynslan sýnir: Mikill olíusparnaður. Meiri gangur. Veitum alhliða köfunarþjónustu, við skipog báta. Hvar sem er. Hvenær sem er. Leitið upplýsinga. Símar 7283, 7491, 7189 Köfun s.f. Neskaupstað 58 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.