Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Síða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Síða 54
eins það sem áður var nefnt í sambandi við blöðruþangið, þá vaknar sú spurning hvort ekki væri heppilegra að meta gæði þangsins í hvert sinn og láta það hafa áhrif á verð þess líkt og við fiskveiðar. Þegar búið er að fylla skipið eða taka það sem til er hjá flokknum af þangi, afgreiða tóm net, vara- hluti eða viktarnótur frá fyrri ferðum og skýrslur flokkstjóra um skurðinn (en um þessa hluti alla erum við tengiliðir við fyrirtækið) er létt akkerum og haldið heim. Lestun skipsins getur tekið mjög mislangan tíma eða frá 3—12 stundir, og fer hann eftir því hvað trossurnar eru greiðar og einnig hvort eitthvað þarf að bíða eftir að flokkurinn geti dregið þær allar að skipshlið, en þangtrossur eru mjög seindregnar jafnvel fá net. Af þessu sést að ferðin getur tekið allt að 20 tíma. Mjög gaman er að sigla um Breiðafjörðinn, virða fyrir sér hinar margbreytilegustu eyjar og sker og ekki síst fjölskrúðugt dýralífið, ótölulegan grúa fugla af öllum tegundum, einnig selina, sem eru hér um allt í stórum hóp- um. Við tökum því undir orð Jökuls Jakobssonar. „Breiðafjarðareyjar verða um ókominn aldur eins- konar þjóðgarður Drottins og þangað munu leita pílagrímar úr skarkala heimsins, undan gný túrbínunnar, ofbirtu ljósaskilt- anna, æranda auglýsingaskrums, urgi gírkassans og ysi þjóðfélags- ins. í þessum þjóðgarði gefst mönnum kostur á að horfast í augu við selinn í sjónum í stað þess að láta sjónvarpið horfa á sig í stofunni sinni kvöld eftir kvöld, í þessum garði verður fuglinn vinur mannsins, þegar hann er hættur að trúa á kosningaloforð heims- ins.“ Þegar svo komið er að bryggju er oftast mættur þar löndunar- flokkur verksmiðjunnar, en við skipshöfnin þurfum ekki að vinna við hana og eigum því oftast frí á meðan, nema eitthvað hafi bilað um borð, sem þarf að lagfæra fyrir næstu ferð, en þá verðum við vél- stjórarnir að sjá um að laga það. En sem betur fer er ekki mikið um það. Þannig gengur vinnan í stórum dráttum, að vísu alltaf með smá breytingum allt sumarið fram á haust. Þangskurðinum er oftast hætt í október. Þá byrjar nýr þátt- ur í starfseminni eða þaraöflunin, sem stendur til jóla. Sú planta sem við sækjumst þá eftir er svo nefndur hrossaþari (Laminaria digitata) og vex á 3—10 metra dýpi og verður allt að 8 metra há. Er hennar aflað með sérstakri kló sem dregin er á eftir Karlsey og mætti rita aðra grein um hvemig sú vinna gengur, en það verður ekki gert að sinni. Enginvettfingatök Rauðu MAX VINYLglófamir eru ðll véttlingatök. með grófri kmmpáferð. Um endinguna vitna þeir sem nota þá. Hún auðveldar erfið störf og útilokar MAXf Rauðu MAX VINYLglófamir. Heildsölubirgóir og dreifing Davk) S. Jónsson og Co. hf. S 24333. 54 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.