Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 11
Velferðarráð sjómanna
stofnað á Islandí
í júní sl. var haldinn í Reykjavík
stofnfundur Velferðaráðs sjó-
manna. Aðild að þessu ráði eiga:
F.F.S.Í., L.Í.Ú., Sjómannadags-
ráð, Sjómannasamband íslands,
Skipadeild SÍS, Vinnuveitenda-
samband íslands og Þjóðkirkjan.
Allir aðilar eiga sinn fulltrúa í
ráðinu nema Þjóðkirkjans sem á
tvo.
Fyrir skömmu opnaði Vel-
ferðarráð skrifstofu að Bárugötu
15 í Reykjavík. Starfsmaður ráðs-
ins og jafnframt formaður þess er
Helgi Hróbjartsson.
Víkingur heimsótti Helga á
skrifstofuna einn dimman desem-
berdag og spurði hann hver til-
gangurinn væri með stofnun Vel-
ferðarráðs sjómanna.
Helgi kvað tilganginn einkum
vera tvíþættan. Annarsvegar að
koma á fót aðstöðu fyrir aðkomu-
sjómenn; búa þeim stað þar sem
Helgi Hróbjartsson
VÍKINGUR
þeir gætu fundið sig heima. Hins-
vegar að halda sambandi við þær
erlendu hafnir sem ísl. sjómenn
kæmu helst á.
— Þegar við komum saman á
fyrsta fundi í júní sl., byrjuðum
við strax á því að biðja um fjár-
veitingu og fengum 4 milljónir
fyrir árið 1980. Það var að vísu
ekki há upphæð, en nóg til þess að
við gátum hafist handa. í sumar
var haldin í London ráðstefna til
að stofna Alheimsvelferðarráð
sjómanna. Þessa ráðstefnu sóttum
við þrir, Guðmundur Hallvarðs-
son, Ingólfur Stefánsson og ég.
Við höfðum mikið gagn af þessu,
sér í lagi var lærdómsríkt að
kynnast mönnum sem vinna að
þessum málum erlendis. Þama
fengum við margar hugmyndir
sem við getum hagnýtt okkur í
framtíðinni. Á ráðstefnunni létum
við það álit okkar í ljós að íslenska
velferðarráðinu væri akkur í því
að gerast aðili að Alþjóðavel-
ferðarráði sjómanna og myndum
við tilkynna um endanlega
ákvörðun okkar þegar ljóst væri
hvem stuðning við fengjum hér
heima.
Þá áttum við eftir að fjalla um
það á fundi í okkar ráði, sem við
gerðum í sumar. Við vildum bíða
með að ganga í svona.,alþjóða-
samtök. Nú liggur fyrir reglugerð
um félagið, sem að vísu á eftir að
fjalla um og samþykkja endan-
lega. Við teljum að þetta eigi að
vera með svipuðu sniði og á
Norðurlöndunum; þar falla vel-
ferðarráð sjómanna undir við-
komandi ráðuneyti.
íslensk dagblöð á
erlendum sjómannastofum
— Hefurðu ferðast eitthvað er-
lendis til að kynna þér þessi mál?
— Já. í fyrrasumar var ég til
dæmis í Hull og Grimsby. Þá fór
ég um borð í íslensku skipin og
bauð sjómönnum að koma á
danskar sjómannastofur sem þar
eru. íslenskir sjómenn hafa alltaf
verið velkomnir á þessar sjó-
mannastofur. Þar liggja nú
frammi íslensk dagblöð, eins og á
nokkrum öðrum höfnum erlendis,
en það fengum við í gegn um sjó-
mannastarf kirkjunnar á sínum
tíma. Á meðan ég var þama úti
komu oft heilu skipshafnimar á
sjómannastofumar, en þama hafa
menn afnot af allskonar spilum,
hægt er að horfa á sjónvarpið og
fá sér kaffisopa. Menn hafa líka
notfært sér símaaðstöðu og fengið
að hringja heim. Þama starfaði ég
sem túlkur fyrir sjómennina og
aðstoðaði þá á ýmsa lund, t.d. í
sambandi við læknishjálp og
fleira.
íslensk dagblöð eru nú send til
sjómannaheimila í Hull, Grimsby,
Rotterdam, Hamborg, Gidinia,
Kaupmannahöfn og Norfolk.
Einnig liggja frammi dagblöð hér
hjá okkur á Bárugötunni.
— En ef við snúum okkur aftur
að þeirri aðstöðu sem Velferðar-
ráð býður aðkomusjómönnum
uppá hér í Reykjavík. Hvað geta
sjómenn sótt hingað sem þeir geta
ekki þegar fengið annars staðar
t.d. í Kaffivagninum eða öðrum
veitingastöðum? Hvað er það sem
11