Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 11
Velferðarráð sjómanna stofnað á Islandí í júní sl. var haldinn í Reykjavík stofnfundur Velferðaráðs sjó- manna. Aðild að þessu ráði eiga: F.F.S.Í., L.Í.Ú., Sjómannadags- ráð, Sjómannasamband íslands, Skipadeild SÍS, Vinnuveitenda- samband íslands og Þjóðkirkjan. Allir aðilar eiga sinn fulltrúa í ráðinu nema Þjóðkirkjans sem á tvo. Fyrir skömmu opnaði Vel- ferðarráð skrifstofu að Bárugötu 15 í Reykjavík. Starfsmaður ráðs- ins og jafnframt formaður þess er Helgi Hróbjartsson. Víkingur heimsótti Helga á skrifstofuna einn dimman desem- berdag og spurði hann hver til- gangurinn væri með stofnun Vel- ferðarráðs sjómanna. Helgi kvað tilganginn einkum vera tvíþættan. Annarsvegar að koma á fót aðstöðu fyrir aðkomu- sjómenn; búa þeim stað þar sem Helgi Hróbjartsson VÍKINGUR þeir gætu fundið sig heima. Hins- vegar að halda sambandi við þær erlendu hafnir sem ísl. sjómenn kæmu helst á. — Þegar við komum saman á fyrsta fundi í júní sl., byrjuðum við strax á því að biðja um fjár- veitingu og fengum 4 milljónir fyrir árið 1980. Það var að vísu ekki há upphæð, en nóg til þess að við gátum hafist handa. í sumar var haldin í London ráðstefna til að stofna Alheimsvelferðarráð sjómanna. Þessa ráðstefnu sóttum við þrir, Guðmundur Hallvarðs- son, Ingólfur Stefánsson og ég. Við höfðum mikið gagn af þessu, sér í lagi var lærdómsríkt að kynnast mönnum sem vinna að þessum málum erlendis. Þama fengum við margar hugmyndir sem við getum hagnýtt okkur í framtíðinni. Á ráðstefnunni létum við það álit okkar í ljós að íslenska velferðarráðinu væri akkur í því að gerast aðili að Alþjóðavel- ferðarráði sjómanna og myndum við tilkynna um endanlega ákvörðun okkar þegar ljóst væri hvem stuðning við fengjum hér heima. Þá áttum við eftir að fjalla um það á fundi í okkar ráði, sem við gerðum í sumar. Við vildum bíða með að ganga í svona.,alþjóða- samtök. Nú liggur fyrir reglugerð um félagið, sem að vísu á eftir að fjalla um og samþykkja endan- lega. Við teljum að þetta eigi að vera með svipuðu sniði og á Norðurlöndunum; þar falla vel- ferðarráð sjómanna undir við- komandi ráðuneyti. íslensk dagblöð á erlendum sjómannastofum — Hefurðu ferðast eitthvað er- lendis til að kynna þér þessi mál? — Já. í fyrrasumar var ég til dæmis í Hull og Grimsby. Þá fór ég um borð í íslensku skipin og bauð sjómönnum að koma á danskar sjómannastofur sem þar eru. íslenskir sjómenn hafa alltaf verið velkomnir á þessar sjó- mannastofur. Þar liggja nú frammi íslensk dagblöð, eins og á nokkrum öðrum höfnum erlendis, en það fengum við í gegn um sjó- mannastarf kirkjunnar á sínum tíma. Á meðan ég var þama úti komu oft heilu skipshafnimar á sjómannastofumar, en þama hafa menn afnot af allskonar spilum, hægt er að horfa á sjónvarpið og fá sér kaffisopa. Menn hafa líka notfært sér símaaðstöðu og fengið að hringja heim. Þama starfaði ég sem túlkur fyrir sjómennina og aðstoðaði þá á ýmsa lund, t.d. í sambandi við læknishjálp og fleira. íslensk dagblöð eru nú send til sjómannaheimila í Hull, Grimsby, Rotterdam, Hamborg, Gidinia, Kaupmannahöfn og Norfolk. Einnig liggja frammi dagblöð hér hjá okkur á Bárugötunni. — En ef við snúum okkur aftur að þeirri aðstöðu sem Velferðar- ráð býður aðkomusjómönnum uppá hér í Reykjavík. Hvað geta sjómenn sótt hingað sem þeir geta ekki þegar fengið annars staðar t.d. í Kaffivagninum eða öðrum veitingastöðum? Hvað er það sem 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.