Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 57
„Grásleppan er góð” — segir selurinn kampakátur í desemberhefti Víkings birtist viðtal við Guðmund Lýðsson sem veitir forstöðu Samtökum grá- sleppuhrognaframleiðenda. í beinu framhaldi af því þótti okkur við hæfi að kanna hvemig rann- sóknum á þessum bumbumikla fiski væri háttað. Víkingur fór því á fund Vilhjálms Þorsteinssonar fiskifræðings sem vinnur hjá Haf- rannsóknastofnun og sér um þær rannsóknir sem gerðar eru á hrognkelsinu. Vilhjálmur er fyrst inntur eftir því hvenær fiskifræðingur fari að sýna grásleppunni áhuga sem rannsóknarefni. — Það sem Bjarni Sæmundsson skrifaði um hrognkelsið í Fiskana (1926) bendir til þess að hann hafi 3b ......i...-i...].....■ I ..............1.. eitthvað kannað lifnaðarhætti þess, svaraði Vilhjálmur. Síðan er það ekki fyrr en Sigfús Schopka fiskifræðingur byrjar með merk- ingar og aldursgreiningar á árun- um 1970 til 1971. Árið 1974varég beðinn að taka við þessum rann- sóknum og vann að þeim ásamt öðrum störfum í útibúi Hafrann- sóknastofnunar á Húsavík fram til ársins 1977, að ég kom hingað suður til Reykjavíkur. Síðan hef ég einbeitt mér að þessum rann- sóknum og reynt að koma þeim á einhvern rekspöl. — Hvað er grásleppan gömul þegar hún byrjar að hrygna? — Hún er 5 til 6 ára. Fyrsta ári eru seiðin í fjöruborðinu, en eftir þann tíma fara þau út á dýpið og eru þá upp- og miðsjávarfiskar og lifa á svifdýrum. Hrognkelsið er ekki torfufiskur, heldur lifir dreift kringum allt landið á mismiklu dýpi, allt frá yfirborði sjávar og niður á 200 til 300 metra dýpi. Þarna heldur fiskurinn sig fram til 5 til 6 ára aldurs, að hann fer fyrst upp í fjöruna til að hrygna. Meðallengd 5 ára grásleppu er ca. 37 sm, en árið eftir er meðal- lengdin komin í ca. 41 sm. Aldursgreining fisksins fer fram með því að athuga kvarnirnar, en í þeim eru árhringir. Grásleppu- kvarnir eru mjög litlar, margfalt minni en til dæmis í loðnu og ekki nema um 1/10 af stærð venju- legrar þorskkvarnar. Grásleppu- kvörn er á stærð við títuprjóns- haus, þannig að aldursgreiningin verður að fara fram undir smásjá með sérstökum aðferðum. — Nú gengur grásleppan fyrr upp að Norðurlandi en öðrum landshlutum. Er til einhver skýring á þessu? — Það gæti hugsanlega stafað af því að sum veiðisvæði liggja nær uppeldisstöðvunum en önn- ur, en það er ekki fullnægjandi skýring. Þarna kemur eitthvað fleira til greina sem ekki er vitað enn. — Eru merkingar á gráslepp- unni í gangi á hverju ári? — Það hefur gengið dálítið erf- iðlega að halda uppi svo fjárfrek- um verkefnum í þessum rann- sóknum. En sjómenn hafa sýnt rnikinn og góðan samstarfsvilja og aðstoðað mig á margvíslegan hátt. Án þeirra hjálpar hefði ég aldrei getað gert þessar rannsóknir. 57 Svörtu blettimir á kortinu sýna hvar grásleppan var merkt. Tölumar tákna daga- fjöldan frá merkingardegi til veiðidags, en strikin sýna leiðina sem gráslcppan hefur farið. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.