Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 56
Þar sem brottför hafði dregist úr
hömlu var lóðsinn búinn að naga
neglur upp í kviku. Hann átti að
fara með lóðsbát frá Dawes eyju
eftir að hafa skilað okkur við akk-
eri til Bonny og taka þaðan skip til
Port Harcourt. Var greinilegt að
einherjum toppnum hjá hafnar-
stjóm hafði verið greitt vel fyrir,
því svo lá þessum annars rólegu
mönnum á að koma skipinu upp-
eftir.
Þegar ljóst var að okkur seink-
aði ákvað einhver yfirlóðs í landi
að vegna hættulegs ástands væri
okkur ekki leyft að leggjast við
Dawes eyju heldur ættum við að
fara niður til Bonny þorps og
leggjast þar. Þó að Bonny sé aðal-
olíuútskipunarhöfn Nígeríu og að
himinninn í kringum bæinn sé
uppljómaður af eidum olíu-
vinnslustöðvanna var ekki nokkur
leið að fá keypt og afgreidd 30
tonn af olíu.
Það tók rúma tvo sólarhringa að
fá réttu farmpappírana en án þeirra
máttum við ekki sigla. Klukkan
07:00 að morgni laugardags fll.
október varakkeri híft upp og siglt
niður Bonny fljót að Fairway
bauju og áleiðis til las Palmas.
Menn höfðu gætt þess í Nígeríu
að láta hveijum degi nægja sínar
þjáningar. Sífelldar tafir og frest-
anir röskuðu ekki svo ró manna.
En að Nígeríuvist lokinni kom til-
hlökkunin að komast heim. Þá
fyrst var hægt að byrja að telja
daganna.
Ferðin upp til Kanaríeyja sóttist
seint. Alla leiðina var mótstraum-
ur ca '/2—2 sjómílur og hluta leið-
arinnar var kaldi á móti. Ekki var
hægt að fá fulla orku út úr aðal-
vélinni vegna mikils sjávarhita.
Var lofthiti í vélarrúmi oft yfir
40°C. Meðan við lágum á fljótinu
er líklegt að safnast hafi mikill
gróður á botninn. Allt þetta gerði
það að verkum að meðalhraði frá
Bonny til Las Palmas var um 9
sjómílur.
Þegar við vorum vestur af
Senegal mættum við Háafossi,
sem var á leið til Lagos. Var skip-
unum snúið svo að þau sigldu
samsíða meðan höfð voru vöru-
skipti . . . við létum þá hafa kryst-
alla fyrir Lyngby radío í Dan-
mörku og fengum í staðinn bjór
með sunnudagssteikinni og dag-
blöð að heiman sem við höfðum
ekki séð í 70 daga. Þegar Háifoss
sneri á suður var ekki laust við að
maður kenndi í brjósti um þá.
Siglingin til Las Palmas tók 12
sólarhringa. Þar var stoppað í 6
tíma meðan tekin var olía og vatn
sem var að minnsta kosti jafnvont
Nígeríuvatni.
Fóðrið var losað í 5000 manna
suður írskum smábæ, New Ross.
Þar höfðum við næturvörð sem
talaði um „okkur í 1RA“ milli þess
sem hann las í amerískum tíma-
ritum um sóðalegustu morð sög-
unnar. Þegar svefn sótti á hann
fletti hann upp í vopnakatalógum
sér til hressingar.
Sem íslendingur var maður
auðfúsugestur, því höfuðóvinur-
inn Bretar höfðu borið lægri hlut í
þorskastríðinu. írar lifa mikið í
fortíðinni og ég varð var við al-
menna andúð á englendingum.
Nýleg brú tengdi bæjarhluta sam-
an yfir fljót. Skilti var á henni með
áletrun sem sagði að brú þessi héti
eftir manni sem var tekinn af lífi
eftir páskauppreisnina 1916.
Þannig tengdi þessi brú meira en
bæ heldur einnig nútíð og for-
tíð...
Eftir losun og brottför frá New
Ross bar fátt til tíðinda annað en
að við lentum í illviðri í Erma-
sundi og töfðumst um 4 daga á
tveggja daga leið frá New Ross til
Antwerpen.
Heim komum við 17. nóvember
lestaðir áburði og stykkjavöru frá
Antwerpen og Rotterdam. voru þá
liðnir 100 dagar og 10 tímarfrá því
lagt var í hann til Nígeríu.
VÍKINGUR
0 fil ÍF £ 1 T p R ■ fi IK &
K fí D fí ? L Ú & U N N 11 i
I P U K fi S T ■ M fi K / N
S K I L T N m K ■ p
E 1 ■ fl Pt ■ i V I N fí L £ a
N ■ 0 K K fl N a fi N I j
D 'fí K Nj \ G T R. * fí M 0
M I L X Pr N s ■ u l T fí R s
N £ t T A ■ T\ r L T fl K fi
& 1 N ■ 6 1 t ■ í S N ft M
F ■R -> fl ú 3 F R. £ V J U
Æ s 1 KÁ il 6» s> ■ S £ L U R
Lausn á
síðustu
krossgátu
56