Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 42
Vélstjórar leiðangursins f.v. Guðmundur M. Karlsson, Þorgeir Hjaltason og Róbert V. Hafsteinsson. (Mynd R.V.) náði hámarki vestur af Dakar í Senegal en þá komst hann í 30°C. Kom þá að góðum notum loft- kæling skipsins sem vélstjórar undir stjóm Róberts V. Hafsteins- sonar yfirvélstjóra héldu gangandi alla ferðina þrátt fyrir ýmsar óvæntar bilanir. Sáu þeir einnig um að fóstra dyntóttan sjóeimara svo hann framleiddi vatn sem dugði ásamt því vatni er við höfð- um tekið í Reykjavík þar til við höfðum verið viku í Port Har- court. Dagarnir voru hver öðrum líkir. Hásetar unnu viðhaldsstörf á þil- fari. Sextantur var aðal staðar- ákvörðunartækið. Sá Ingvar Sig- urðsson 3. stýrimaður einkum um sól og stjörnuathuganir, enda er hann með þriggja ára reynslu af slíkri navigasjón eftir siglingar með dönskum. Við hinir sem aðallega höfðum stundað þoku- siglingar í Norðursjó og súldar- siglingar að og frá Garðarshólma fikruðum okkur áfram í verklegri stjörnufræði svo maður gæti skammlaust sett stað í kort. Flest kvöld heyrðum við fréttir af stuttbylgju kl. 1900. Yfirleitt náðum við sambandi við Reykja- vík Radíó daglega, svo við vorum vel upplýstir um hvað gerðist heima bæði á landsmælikvarða og hjá hverjum einstökum. Best voru skilyrðin milli 22 og 23. Frívaktirnar liðu við lestur bóka úr 2 bókakössum frá Borgarbóka- safninu. Spil og taflmennska var vinsæl dægrastytting og voru vikulega spilakvöld í messunum. Sólböð freistuðu einnig margra, einkum framan af. Síðdegis þann 26. ágúst sáum við loks fyrirheitna landið, Lagos í Nígeríu. Frá Dakar í Senegal höfðum við aðeins séð land í rat- sjá. Á ytri höfn Lagos lágu á milli 30 og 40 skip og höfðum við strax samband við eitt þeirra. Það heitir Star Ocean og er færeyskt. Það hafði farið rúmum hálfum mán- uði á undan okkur að heiman með skreiðarfarm. Létu þeir heldur illa yfir veru sinni þar. Sögðust þeir hafa legið fyrstu 10 sólarhringana á legunni innan um önnur skip og haft stöðugt tvo menn á vakt. En 11. nóttina komust ræningjar um borð og náðu að stela landfesta- trossum og fleiru áður en þeirra varð vart. Þegar þeir urðu varir áhafnar hentu þeir sér í sjóinn þar sem bátur beið þeirra. Eftir þetta hífðu færeyingarnir upp um sól- setur hvert kvöld og lónuðu til hafs og lögðust ekki aftur fyrr en um sólarupprás. Áður en við lögðum í hann hafði Sigurjón Sigurjónsson skip- stjóri verið upplýstur um hætti og hættur við Nígeríusiglingar. Fékk hann ljósrit af alþjóðlegum skýrslum um árásir og glæpi á hafnarlegum Nígeríu. Hermdi ný- leg skýrsla frá fólskulegri árás á varðmann á 8.000 tonna ensku skipi. Við höfðum boðað komu okkar með löglegum fyrirvara og sent ETA skeyti um áætlaðan komu- tíma reglulega frá því við fórum að heiman. Þegar við nálguðumst Lagos reyndum við að hafa sam- band við Lagos Radíó, en frá því er skemmst að segja að það svar- aði ekki og við vitum ekki um neinn, þrátt fyrir eftirgrennslan, sem hefur náð sambandi við það. Eru uppi getgátur um að það sé annað hvort í árslöngu sumarleyfi eða hafi ekki tekið til starfa enn. Umboðsmaður skipsins hafði örbylgjustöð (VHF) og var hægt að ná sambandi við þá eftir langa kalltörn. í Nígeríu ræður sá sem kallar hæst og hefur sterkasta stöð. Kurteisi í talstöðvaviðskiptum þekkist ekki. Eftir samtal við færeyinginn ákvað skipstjórinn að lóna til hafs með kvöldinu. Fimm skip sigldu út fyrsta kvöldið okkar þar. Héld- um við hlustvörð á rás 16. Eftir að skyggja tók skemmtu einhverjir öfuguggar sér við að væla og klæmast á bylgjunni svo önnur viðskipti komust varla að. Voru þetta hálf óhugnanleg hljóð í myrkri svartrar Afríku. Þrátt fyrir vælið heyrðum við köll frá tveim- ur löndum sem voru á sitt hvoru skipinu frá dönsku útgerðinni Therskip. Þeir höfðu stundað Nígeríusiglingar lengi og mundu 42 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.