Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 15
að verki nokkrir kunnir land- könnuðir, en frægastur allra er Roald Amundsen, en hann ásamt félögugum sínum komst fyrstur manna á Suðurpólinn á hunda- sleðum 14. des. 1911, örfáum dögum á undan breskum leið- angri undir forustu Scott. Þeir urðu úti á heimleið á Suðurpóls- svæðinu í janúar 1912. Tjald þeirra fannst síðar í nóvember sama ár. Strandlengja ein á þess- um slóðum heitir Charcot-strönd í höfuðið á hinum fræga franska landkönnuði og lækni, dr. Charcot, en hann fórst með vís- indaskipinu „Pourquoi pas“ á Mýr- um hér við land 15. sept. 1936. Dr. Charcot hafði kannað slóðir á Suðurheimsskaut-svæðinu á ár- unum 1904 og 1909 á skipinu „Pourquoi pas“. Á árunum 1920—1936 kannaði hann Jan Mayen og var að koma úr einum slíkum leiðangri, þegar skip hans fórst með áhöfn hér við land í suðvestan ofsa veðri. Frægust útþenslu — pólitík Norðmanna, að endemum er þó deila þeirra við Dani út af Aust- ur-Grænlandi, sem átti án efa sinn þátt í því, að danska utanríkis- ráðuneytið lagði ekki í að ráð- leggja okkur eitt eða annað 1927, þegar Norðmenn hófu að undir- búa það að leggja undir sig Jan Mayen og norska stjómin ritaði danska utanríkisráðuneytinu um ráðgerðir sínar um að leggja eyj- una undir sig. Þessu fræga deilu- máli, sem kom fyrir dómstólinn í Flaag, skulu því hér gerð nokkur skil, — en þar er framkoma Norðmanna í all sérstæðu ljósi. Austur-Grænlandsdeilan Upp úr síðustu aldamótum hófu Norðmenn mjög að stunda veiðiskap við Austur-Grænland og komu sér upp veiðistöðvum og einnig á Vestur-Grænlandi. Svo mikil brögð voru að þessu hjá Norðmönnum, að dönskum þótti VÍKINGUR alveg nóg um. Því var það upp úr fyrri heimsstyrjöldinni að Danir hófu undirbúning að því að fá viðurkenningu stórveldanna og annarra þjóða fyrir yfirráðum sínum yfir gjörvöllu Grænlandi, þó á þann hátt, að það skyldi telj- ast og viðurkennast sem nýlenda undir dönsku krúnunni. En til þessa höfðu yfirráð Dana ekki tek- ið til gjörvalls landsins. í hönd var farandi 200 ára afmæli nýlendu- stjómar þeirra á Grænlandi, og var það haft að yfirvarpi, en ástæðan var umsvif Norðmanna. Allar þjóðir, er Danir leituðu til tóku þessu vel, nema Norðmenn. Sendiherra Dana í Osló tók fram í orðsendingu til norsku stjómar- innar, að Bandaríki Norður- Ameríku hefðu engar athuga- semdir að gera við ráðagerðum Dana að þessu leyti, en spurðist fyrir um afstöðu norsku stjómar- innar. Norski utanríkisráðherrann sagði, að málið yrði tekið til at- hugunar og nokkrum dögum síðar, 22. júlí 1919 sagði hann, að norska ríkisstjórnin myndi vissu- lega ekki valda neinum vandræð- um vegna ráðstafana Dana til lausnar á málinu. í framhaldi af þessu gáfu Danir út yfirlýsingu 10. maí 1921 í tilefni 200 ára nýlendustjómar þeirra á Grænlandi um að gjörvallt landið heyrði undir Dana-konung. Norðmenn voru einasta þjóðin, sem mótmælti Norðmenn héldu sínu fram og hirtu lítið um þessa yfirlýsingu og komu sér upp fleiri og fleiri bæki- stöðvum og varð úr þessu alvarleg deila milli Dana og Norðmanna. Deilu þessari virtist ætla að ljúka með samningi, sem Danir og Norðmenn gerðu með sér 9. júlí 1924, en raunin varð þó önnur. — Samkvæmt 1. grein samningsins var afmarkað visst svæði á strönd Austur-Grænlands frá 60° til 81° breiddargráðu, sem tók til samn- ingsins, að Angmaksalik-svæðinu undanskildu. Samkvæmt 2. grein samningsins var Norðmönnum veittur réttur til að koma sér upp bækistöðvum og nytja landið til fiskveiða og dýraveiða og vera þar yfir vetur og hafa bækistöðvar allt til jafns við Dani. Samkvæmt 3. grein samnings- ins voru settar skorður við veið- um, m.a., að sjaldgæfar dýrateg- undir eins og t.d. sauðnaut væru ekki veidd um of. Með samningi þessum var Norðmönnum tryggður jafn réttur á við Dani. Bretar og Frakkar gerðust síðar aðilar að þessum samningi og ís- lendingar gátu samkvæmt eðli málsins gert það einnig. Frá því var skýrt í dönskum blöðum, að með þessum samningi væri deila frændþjóðanna Dana og Norðmanna úr sögunni. En raunin varð sú, að Danir voru áfram uggandi út af framkomu Norðmanna og aðförum þeirra á þessum slóðum. Vafalaust hefur einmitt það atriði haft áhrif á af- stöðu þeirra til fyrirspurnar Norðmanna út af Jan Mayen 1927, sem beint var til íslenskra stjómvalda. Eftir að Norðmenn höfðu með yfirgangi lagt Jan Mayen undir sig héldu þeir áfram að koma sér upp bækistöðvum í vaxandi mæli á A.-Grænlandi. Árið 1931 lýsa norskir selveiðimenn yfir því, að A.-Grænland skuli heyra undir Noreg, það væri einskis manns land — res nullis —. Með þessum athöfnum Norðmanna skyldi þessi landshluti heyra undir Noreg og heita Land Eiríks— Rauða. Ríkisstjóm Noregs stað- festi þessa ákvörðun með sérstakri yfirlýsingu um að Austur-Græn- land — Land Eiríks rauða, teljast hluti af norska ríkinu. Samkvæmt ákvæðum samningsins frá 1924 lögðu Danir málið fyrir Alþjóða- dóminn í Haag og sá dómstóll dæmdi 1933, Danir ættu óskor- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.