Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 26
furðuelgustu formum og mynd- um, mörgum svo skrautlegum og listrænum að unun er á að horfa. Þetta er plöntusvifið eða þör- ungasvifið, sem samanstendur úr einfruma þörungum, aðeins brot úr millimetra að stærð. Sumar þessara lífvera hafa einskonar svipu eða hala með hverra tilstyrk þær geta fært sig nokkuð um, þ.e. hreyft sig. Flest okkar ætla þenn- an hæfileika aðeins dýrum. En hvað er dýr og hvað er planta? Greinar þessa tveggja meginlífs- forma á jörðinni koma saman í einn stofn við rót ættartrésins. Þær lífverur sem við höfum fyrir aug- um eru þar í stofninum þar sem hann greinist. Það sem sker úr um að við nefnum þetta plöntur (þör- unga) en ekki dýr er dýrmætt djásn í líkama þeirra sem nefnist blaðgræna. Eins og allir vita geta plöntur breytt ólífrænum efnum í lífræn undir skini sólar, en sá galdur fer einmitt fram í blað- grænunni. Sólarljósið nær ekki að þrengja sér ýkja langt niður í sjó- inn, og svifþörungar dafna aðeins þar sem nægrar birtu nýtur, eða í efstu 30—40 metrum sjávar. Þar geta þessar örsmáu lífverur fjölg- að sér svo mjög að þær verða í krafti fjölda síns undirstaða lífsins í sjónum rétt eisn og grös og jurtir á þurru landi. Helstu hópar plöntusvifsins Hinir smásæju þörungar (margir minni en 1/20 úr mm), sem sökum smæðar sinnar svífa um í sjónum, tilheyra ýmsum flokkum í ríki þörunganna. Þýð- ingarmestu flokkar plöntusvifsins eru kísilþörungar, skoruþörungar og kalkplötuþörungar. Síðan má nefna blágrænþörunga og græn- þörunga. Kísilþörungar hafa um sig skel úr kísil. Þeir mynda títt keðjur þar sem einstaka þörungar (frumur) eru lauslega tengdir saman (sjá mynd). Oft er mikill hluti plöntusvifsins kísilþörungar. Því er nauðsynlegt að mikið sé af uppleystum kísil í sjónum, er binst svo í skjöld þörunganna. Skoru- þörungar voru og nefndir sund- þörungar sökum sundhala eða -svipu sem þeir hafa. Slík hreyfi- tæki hafa reyndar aðrir hópar og því hefur nafnið skoruþörungar orðið ofan á, en það vísar til ein- kennandi skora sem þessi hópur þörunga hefur greypt í ytri skel sína (sjá mynd). Skelin eða frumuhúðin hjá skoruþörungum inniheldur ekki steinefni, heldur er gerð úr lífrænum efnum ein- göngu. Þriðji mikilvægi hópurinn í plöntusvifinu eru kalkplötuþör- ungar. Þeir hafa um sig skjöld eða brynju úr kalkplötum, en sú brynja er oft mjög formfögur og margbreytileg að gerð (sjá mynd), en sama má segja um útlitsfegurð kísilþörunga. Eins og skoruþör- ungar hafa kalkplötuþörungar svipur sem hreyfitæki. Um blá- grænþörunga og grænþörunga skulu höfð fá orð hér. Þessir hópar VÍKINGUR Varahluta og t viðgerðarþjónusta við fiskiflotann í meir en 55 ár. BOSCH ÞJÖNUSTA Látið okkur yfirfara og endurnýja viðkvæma hluti og stilla dieselkerfi reglulega, svo komist verði hjá óþarfa töfum vegna bilana. Varahlutir jafnan fyrirliggjandi. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA S SÍMI 38820 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.