Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Side 17
— Svo sem vænta mátti er þessi greinargerð líkt og áður trúnaðar- mál — enda fer best á því að hún verði talin það eftirleiðis, sérstak- lega höfundarins vegna því svo flatbotnað er þetta embættis- mannsplagg að það væri bjarnar- greiði við málstaðinn ef skjal þetta kæmi fyrir augu almennings á ís- landi eða Noregi. Greinargerð þessi er gegnsýrð af þeim undirlægjuhætti, sem mótað hefur utanríkismál okkar á undanförnum árum. Engan þarf að undra, þótt samningar okkar við Norðmenn um Jan Mayen hafi verið jafn misheppnaðir og raun ber vitni, þegar haft er í huga að fyrrgreint íeyniplagg var sá grundvöllur eða bakhjarl, sem íslensku samninga- nefndarmennirnir studdust við. — Greinilegt er að höfundur leyni- plaggsins hefur ekki fengið nein fyrirmæli um að byggja upp eða marka vissa stefnu, sem fyrir- svarsmenn okkar höfðu þegar tekið í málinu og var t.d. um landhelgismálið, þegar aðeins var fært út í 4rar sjómílur og því hafi það orðið lausara í böndunum en ella og svo virðist sem fyrir höf- undi hafi vakað að styggja ekki Norðmenn. Vafalaust hefur það gert höf- undi leyniplaggsins, formanni ís- lensku sendinefndarinnar, erfitt fyrir að hafa um árabil verið sendimaður íslands í Noregi — og er lítt mögulegt að segja um hvaða áhrif það kann að hafa haft á baráttugleði hans gagnvart göml- um kunningjum og embættis- mönnum, sem hann hlýtur að hafa átt áralöng samskipti við í Oslo. í fáum orðum sagt er staða okkar gagnvart Jan Mayen og því er lýtur að tilkalli okkar til yfir- ráða eyjarinnar sterk, því eyjan var a.m.k. jafnmikið íslensk sem norsk fram til þess, að Norðmenn lögðu hana undir sig með slægð VÍKINGUR fyrir aðeins 50 árum, er Islending- ar fóru ekki sjálfir gjörsamlega með öll sín mál og máttu lúta for- sjá Dana á sviði utanríkismála. Og því eigum við a.m.k. jafnan rétt og Norðmenn til eyjarinnar Jan Mayen, en við eigum að hafa lokaorð um nýtingu fiskstofnanna í efnahagslögsögu hennar vegna þess hve mikilvægir þeir eru okk- ur og það á ekki að þurfa neitt samkomulag við Norðmenn, þeim ber að veita okkur algjöra forsjón í því máli. Þess ber og að minnast, að þess munu engin dæmi, að óbyggt eyland svo landfræðilega nátengt öðru landi sem Jan Mayen er íslandi teljist til annars og miklu fjarlægara lands. Að sjálfsögðu er æskilegast að ná samkomulagi við Norðmenn um þetta efni og þurfa ekki að leggja málið fyrir alþjóðadóm- stólinn, því ef við leggjum það fyrir alþjóðadómstólinn, þá er hugsanlegt, að aðrar þjóðir myndu skerast í leikinn, því sam- kvæmt 62. grein samþykkt um al- þjóðadómstólinn, þá geta aðrar þjóðir gerst meðalgönguaðilar og gengið inn í málið og gert kröfur til sama réttar og aðrar þjóðir. En með því að semja um málið þá horfir það öðru vísi við, og hér eru bræðraþjóðir og hagsmunir sem öryggi Norður-Atlantshafsins er að verulegu leyti undir komið og þar með framtíð íslensku þjóðar- innar að nokkru leyti. Því er eðli- legt og blátt áfram skylt, að Norðmenn virði rétt okkar til eyjarinnar Jan Mayen til jafns við sig — og eðlilegast er að eyjan heiti Svalbarði og Spitsbergen Spitsbergen. — Aðeins þannig verður mál þetta leyst á farsælan hátt. Við gætum hafið málsókn gegn Norðmönnum fyrir Alþjóðadóm- stólnum hvenær sem er, þrátt fyrir nýgerðan samning við þá og breytir hann engu um rétt okkar. — Segja má að Norðmenn hafi á sama tíma rofið samkomulagið við Dani, sem þeir gerðu árið 1924, er þeir hófu aðgerðir á Austur-Grænlandi, sem áttu enga stoð í alþjóðarétti, til þess að leggja það landsvæði endanlega undir sig. Við þurfum ekki að rjúfa neitt samkomulag, við getum sem sagt hvenær sem er leitað til Alþjóða- dómstólsins út af máli þessu og krafist jafns réttar á við Norð- menn til Jan Mayen. I hugsanlegum málflutningi okkar gegn Norðmönnum ætti aðalkrafa okkar í málinu að vera sú, að Norðmenn viðurkenni yfir- ráðarétt okkar yfir eyjunni til jafns við þá sjálfa og viðurkenning þeirra á algjörum yfirráðarétti okkar yfir efnahagslögsögu eyjar- innar þar með nýtingu hennar — varakrafa okkar ætti að vera sú, að samningur sá sem fyrrgreinir og Danir og Norðmenn gerðu með sér 1924 um Austur-Grænland, skuli vera fyrirmynd að nýju samkomulagi um jafnan rétt beggja þjóðanna til þess að nytja eyjuna, þó þannig að nýting á fiskstofnum í efnahagslögsögu eyjarinnar skuli vera að 7/8 hlut- um í þágu íslendinga og 1/8 hluta í þágu Norðmanna, en í þessu efni er stuðst við kvótafyrirkomulag það, sem samningur var gerður um í samkomulagi okkar við Norðmenn nú í vor, sem var á vissan hátt viðurkenning á þeim rétti okkar. Segja má að þannig gæti umrædd samningsgerð og málrekstur Dana gegn Norð- mönnum fyrir alþjóðadómstóln- um 1933 orðið fyrirmyndað nýju dómsmáli og niðurstaða þess yrði án efa sú að réttur okkar yrði tryggður til frambúðar, með dómsorði Alþjóðadómstólsins. Það skal að lokum sagt Norð- mönnum til verðugs lofs og sem sönnun um hollustu þeirra við og virðingu þeirra fyrir alþjóðarétti og alþjóðadómstólnum, að þeir 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.