Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 9
Ný reglugerð um loft- skeytastöðvar í undirbúningi — loftskeytamaðurinn er stór öryggishlekkur fyrir sjófarendur „Engir vita betur en loftskeyta- mennimir, sem nærri daglega heyra nauðuglega stödd skip kalla á hjálp, hversu mikil þörf er á því að öll skip verði útbúin með þess- um nauðsynlegu tækjum og að við þau verði haldinn stöðugur hlust- vörður, svo alltaf sé hægt að ná í annað skip þegar á þarf að halda. Þessvegna beitir fél. ísl. loft- skeytamanna sér fyrir þessu máli og styður flutningsmennina með ráðum og dáð, og slysin geta borið að höndum án þess að nokkur eigi sér ills von.“ Þetta er tekið úr frumvarpi til laga um loftskeytastöðvar í ís- lenskum skipum frá árinu 1935, orð sem áttu við í þá daga, en virðast ekki síður eiga erindi í dag þegar tekið er tillit til þess sem Ólafur K. Bjömsson VÍKINGUR Ólafur Björnsson formaður Fé- lags íslenskra loftskeytamanna hefur að segja. En áður en við gefum honum orðið er ekki úr vegi að líta á nokkur ártöl sem marka tímamót í sögu fjarskipta hjá íslenskum skipum og þá um leið tímamót í öryggismálum íslenskra sjó- manna. 1905 hefst saga fjarskipta á Is- landi. Þá tekur til starfa í Reykja- vík fyrsta viðtökustöð fyrir Morse fréttaskeyti. 1906. Ritsímasamband kemst á við útlönd í gegnum Seyðisfjörð. 1913 var fyrsta Morse-stöðin smíðuð hér á landi. Það gerðu þeir Friðbjörn Aðalsteinsson stöðvar- og skrifstofustjóri Landsímans og Þorsteinn Gíslason stöðvarstjóri á Seyðisfirði. Sú stöð er ennþá til. 1915 fá fyrstu íslensku skipin Morse-stöðvar. Það eru Gullfoss og Goðafoss. 1918 er Reykjavíkurradio sett á laggirnar. 1920 er fyrsta Morse-stöðin sett í íslenskan togara. Það var Egill Skallagrímsson. Síðan eru slík tæki fljótlega sett í alla togara því þau þóttu hentug til að fylgjast með ferðum varðskipanna og uku um leið öryggi skipanna. 1933. Fjarskiptamál í íslenskum skipum og bátum koma fyrst verulega til tals á Alþingi. 1935. Lagt fyrir Alþingi frum- varp til laga um loftskeytastöðvar í íslenskum skipum. Hreinar línur Undanfarna mánuði hefur fé- lag íslenskra loftskeytamanna átt í samningaviðræðum við útgerðar- menn um reglur sem gilda eiga um loftskeytamenn í áhöfnum. Það er ekki lengra síðan en í október 1979 að , undirrituð var reglugerð um þessi mál. En varla hafði blekið þornað á blöðunum en útgerðarmenn fóru fram á endurskoðun. Víkingur kom að máli við Ólaf Björnsson formann F.Í.L. og spurði hann hvernig málum væri komið. — Ja, það eru nokkuð hreinar línur frá beggja hálfu, sagði Ólafur. Útgerðarmenn vilja enga loftskeytamenn á togurum, hvorki stórum né smáum, en á fraktskip- unum verði mörkin sett á 1600 brl. Öll fraktskip fyrir neðan 1600 brl. eiga ekki að hafa neinn loft- skeytamann. Þeir vilja að þarna gildi alþjóðareglan, sem setur mörkin um loftskeytamann í áhöfn, á 1600 brl. í dag eru reglurnar þannig að fiskiskip með meira en 55 m. skrásetningarlengd, sem er um 500 brl., að þau skuli hafa loft- skeytamann í áhöfn. Fraktskip yfir 1500 brl. eiga sömuleiðis að hafa loftskeytamann. Mikið öryggisatriði að hafa loftskeytamann um borð Okkar kröfur í dag eru þær að fraktskip yfir 1200 brl. skuli hafa loftskeytamann í áhöfn, að 55 m. skrásetningarlengd á fiskiskipum verði látin halda sér og auk þess að öll skip sem sigli á Ameríku skuli hafa loftskeytamann. Fyrir 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.