Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 21
svo sem reynt að reikna það út. Ætli ég hafi ekki afgreitt svona 300 skip á ári frá því ég byrjaði. — Þurftir þú ekki að koma þér upp einhverjum miðum í gamla daga þegar þú varst að byrja að stilla kompásana? — Jú, mikið rétt, ég þurfti að fá mér mið. En það sem verra var hérna skal ég segja þér, að það voru svo miklar truflanir . . . mis- vísunin á kortinu í þá daga var tóm þvæla. Páll gamli Halldórs- son sagði mér að hann hefði notað Akrafjallið sem mið og ég hélt því áfram. Annars notaði ég líka sól- ina til viðmiðunar. — Og Akrafjallið hefur ekkert hreyfst frá því 1928 eða hvað? — Jú, jú, þetta er allt á hreyf- ingu. Misvísunin breytist um átta mínútur á hverju ári ... já, mig minnir að það séu átta mínútur. — Hér á árum áður sáust oft kompásar sem á var letrað Konráð Gíslason Reykjavík, eða bara K. Gíslason Reykjavík ... — ... málað á rósina já, ha, ha! Já þær gerðu þetta í gamla daga ... stelpurnar hjá North Shields máluðu nafnið mitt á rósirnar, þetta var allt handmálað í þá daga. En nú er farið að gera rós- irnar í vélum, nú getur enginn lagt saman tvo og tvo nema í vél. Þegar ég þurfti að skipta um rósir í gömlum kompásum þá setti ég iðulega þessar rósir í staðinn. Og þá héldu kallarnir að kompásinn væri allur kominn frá mér . . . að ég hefði smíðað hann frá grunni. En það var nú misskilningur. Ég hef ekki smíðað kompása, heldur sett þá saman. Sérstaklega í stríð- inu. Þá setti maður saman heil- mikið af kompásum og fékk bara hlutina senda í lausu að utan. Af kóngum og stjömufræðingum — Nú er kompás orðinn jafn sjálfsagður um borð í hverju skipi eins og stýri er í hverjum bíl. Get- VÍKINGUR urðu ekki frætt mig eitthvað um sögu áttavitans? Konráð Císlason hefur stundað kompás- viðgerðir og stillingar í rúma hálfa öld. — Það er talið að Kínverjar hafi fyrstir orðið til þess að upp- götva konipásinn. Svo þegar Kólumbus var á flakki 1492 upp- götvaði hann misvísunina, ég held að ég fari rétt með það. Hann var með tvo kompása um borð, annan ítalskan en hinn flæmskan. Segulnálin á þeim flæmska var fest þannig að norður á rósinni vísaði á pólstjörnuna þegar kompásinn var í Belgiu. Sá sem fyrstur skrifaði um þetta var Alexander Nikkan, albanskur munkur. Hann var uppi á 12. öld. Nikkan segir að Niðurlandamenn noti þessa kompása þegar þoka er. En annars fari þeir eftir stjörn- unum. Næstur skrifar Pétur Peregreenus árið 1262. Hann er þá staddur á Ítalíu og talar um ítalskan kompás sem var í ýmsu frábrugðinn þeim sem Niður- landamenn notuðu. En allt voru þetta segulkompásar. Þá trúðu menn því að best væri að hafa rósina sem stærsta og stundum höfðu menn allt upp í tíu kompása um borð. Pétur Peregreenus taldi segulmagnið koma úr himin- geimnum, en Englendingurinn Willum Gilbert segir það koma úr jörðinni. Nú, síðan finna menn Leiðarsteininn eða Magnetstein- inn og verða varir við að viss endi á honum snýr alltaf á Pólstjörn- una. Upp frá því fer nú margt að skýrast. Menn gátu nú reiknað út breiddina, en lengdina var erfið- ara að finna. Edmund Harley, sem var ágætur stjörnufræðingur í Englandi hélt því fram að hægt væri að nota misvísunina til að reikna út lengdina. En það gekk nú ekki. En seinna fann hann samt upp aðferð til að reikna út lengd. Harley var „Astronomeo royal“ númer tvö við Greenwich. Þá var Karl II. konungur í Eng- landi og hann lætur reisa Green- wichturninn til þess að reikna út lengdina. Það sem vakti fyrir Kalla . . . Kalli var alltaf blankur, hann var svoddan kvennabósi og það var dýrt; hann hafði heilmik- ið af kvenfólki sem hann dansaði við á kvöldin og svoleiðis; hann varð alltaf að fá aura frá Lúðvík XIV.; Lúlli lét hann hafa skotsilf- ur svo að hann gæti slegið um sig, og dansað meira við stelpurnar, það var nú ekki allt upp á guð- dóminn sem hann Kalli var að gera; en hann hafði gaman af vís- indum eins og kvenfólki og lét því reisa þennan stjörnutum, réði þangað stjörnufræðinga sem áttu að finna aðferð til að reikna út lengdina. Það sem vakti sem sagt fyrir honum var að létta undir með sæförunum sem voru að sækja gullið yfir til Ameríku. Edmund Harley var 14 árunt yngri en Isak Newton og ákaflega góður stjörnufræðingur, var meðal annars gerður út af örkinni til að kanna stjörnurnar á suður- hveli jarðar. Harley bjó til fyrsta misvísunarkortið og hann fann upp aðferð til að reikna út lengd- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.