Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 30
land. Ástæðan fyrir þessum mis- mun mun vera sú að úti fyrir NA-landi og A-landi verður sjór fyrr lagskiptur og svifið helst í yfirborðslögunum og nær að dafna. Eins og áður var getið, líð- ur vorhámark fljótlega hjá vegna skorts á næringarefnum að neðan og á þetta ekki síst við um síðast- nefndu svæðin. Fyrir sunnan land og vestan verður sjór sjaldan mjög lagskiptur yfir sumartímann. Þar er því vorhámarkið oftlega ekki eins endasleppt, þar sem meiri möguleikar eru á áframhaldandi aðburði næringarefna og áfram- haldandi gróðri. Vorkoma gróðurs er annars allra fyrst á ferðinni á grunnslóð innfjarða. Þannig hefur jafnan fundist tölu- verður gróður í innanverðum Faxaflóa í endaðan mars. Athugunaraðferðir Þau vísindi sem fást við rann- sóknir á plöntusvifinu eru ekki gömul. Fyrir daga smásjárinnar voru þessar mikilvægu lífverur hreinlega óþekktar. Nú hafa bæst við önnur rannsóknatæki og -að- ferðir auk smásjárinnar. Enn þann dag í dag er smásjáin samt mikilvægt tæki við plöntusvifsat- huganir. Greining og talning svifsins undir smásjá er geypileg vinna og aðrar fljótvirkari aðferð- ir hafa verið fundnar upp til þess að mæla magn plöntusvifsins. Síðan hafa menn þróað aðferðir til þess að mæla framleiðslugetu þess. Ónákvæm en einföld aðferð til þess að gera sér grein fyrir magni plöntusvifsins er að mæla sjón- dýpi. Hvítri skífu á stærð við mat- ardisk er rennt í djúpið á bandi og mælt á hvaða dýpi skífan hverfur í móðu hafsins. Þetta dýpi er kallað rýni eða sjóndýpi og gefur til kynna magn svifþörunga í sjónum, a.m.k. úti á rúmsjó, þar sem ekki er öðrum efnum til að dreifa sem gruggað geta sjóinn er þessu nemur. N ú orðið er einnig farið að mæla magn svifþörunga með því að mæla gegnumskin sjávar með sjálfvirkum mælum sem komið er fyrir á kælivatnsinntöku skipa. Önnur aðferð til samsvarandi mælinga er að safna svifi úr ákveðnu magni sjávar (með síun) og mæla síðan magn blaðgræn- unnar í sallanum með efnagrein- ingu. Þriðja og nýjasta aðferðin til athugunar á magni og framleiðslu plöntusvifsins er svonefnd geisla- kols-aðferð. Við tillífun, þ.e. vinnslu ólífrænna efna í lífræn efni, taka allar plöntur kolefni úr umhverfinu og byggja upp í vefi sína (kolsýruvinnsla). Með því að setja geislavirk kolefni (C':) í sjó- inn sem plöntusvifið er í (í til- raunaglösum) og mæla síðan með geislamæli (Geigerteljara) það magn geislavirks kolefnis er þör- ungamir hafa tekið upp í líkama sinn á ákveðnum tíma, má nánast mæla hraða tillífunar, þ.e. afköst í lífrænni framleiðslu plöntusvifs- ins. Slíkar framleiðnimælingar fóru áður fram með því að mæla súrefnisaukningu sjávar (í til- raunaglasi) sem þörungamir hrærðust í, en þörungamir fram- VÍKINGUR MEIRI ENDING MINNA SLIT ^*mul*j*#** BP Mobil SMUROLÍUR OG SMURFEITI HH OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HE HAFNARSTRÆTI 5 ■ REYKJAVIK SÍMI 24220 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.