Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 48
var orðin á þessum vörum um borð var látið gott heita. En svo var aldeilis ekki þegar vinurinn birtist með reikninginn. Hann hljóðaði upp á 1600 nærur, hvergi var tilgreint magn né einingaverð. Neitaði skipstjóri að borga slíkt okur því reikningurinn var að minnsta kosti fjórum sinnum of hár, og að auki hafði hann ekki neina peninga handbæra um borð. Sagði skipstjóri höndlaranum að hafa samband við umboðsmann skipsins. Hann mundi sjá um sanngjarna greiðslu fyrir vörurnar. En höndlarinn var ekki aldeilis á því. Peningana vildi hann fá strax og alls ekki í gegnum umboðs- mann því í raun var hann ekki sendur af umba heldur var „snið- ugur“ náungi sem hafði ákveðið að reyna fyrir sér í viðskiptum. Lét prenta nafnspjöld og reiknings- eyðublöð og hélt síðan um borð í skip og bauð þjónustu sína. Hvort Arnarfellið var fyrsta tilraun hans eða að honum hafi verið hafnað alls staðar annars staðar veit ég ekki, en 1600 næru reikningurinn var númer þijú. Er talið líklegt að fyrstu tvær fyrstu nóturnar hafi hann notað til að æfa sig. Skömmu eftir að skipstjóri neitaði að greiða reikninginn birtist „höndlarinn" um borð með lögregluþjón með- ferðis. Skipaði löggan skipstjóran- um að koma með sér á lögreglu- stöðina til að ræða um reikning- inn. Neitaði skipstjóri þessu alfar- ið. I því bar að deildarstjóra hjá umboðsmanninum sem ráðlagði skipstjóra að fara hvergi og bauðst til að fara í hans stað. Nokkru síðar kom höndlarinn enn og þá í fylgd með lögreglu- foringja sem sveiflaði skamm- byssu um fingur sér sjálfum sér til hugarhægðar. Tilkynnti hann að deildarstjórinn væri í haldi og að skipstjóri ætti að fylgja sér á stöð- ina þar sem gert yrði út um málin. Sagðist hann vera maður friðarins og sveiflaði skammbyssunni auka hring til áherslu. Enn neitaði skipstjóri og hafði nú fengið til liðs við sig pilot Alfa og þýskan for- stöðumann umboðsskrifstofunn- ar. Upphófust miklar umræður og reyndi sá þýski að fá lögreglufor- ingjann blakka til að fallast á að hér væri um ránstilraun að ræða. í fyrri för „höndlarans“ með lög- reglu sér við hlið hafði vinurinn fyrst verið beðinn um að þegja meðan sjónarmið skipsins væru skýrð út fyrir lögreglumanninum. Ekki tók vinurinn það í mál og var hann þá beðinn um að koma sér út úr íbúð skipstjóra meðan málin væru rædd. Harðneitaði hann því og sagði að ef hann færi út yrði lögregluþjóninum bara mútað. Ekki sá umræddur lögregluþjónn ástæðu til að mótmæla þessum áburði. Lauk síðari lögreglufundi í íbúð skipstjóra með því að skipstjóri samkvæmt ráði umboðsmanns lofaði að borga reikninginn dag- inn eftir. Sagði umbinn að þar eð skipsmenn hefðu ekki séð við læ- vísi „höndlarans“ í upphafi yrðu þeir að súpa seyðið af því. Ef kvarnir réttlætisins mala í Nígeríu þá mala þær löturhægt. Daginn eftir kemur kaupmað- urinn allur bljúgari á manninn og bauð samninga um afslátt á vör- unum. Skrifaði hann þrjá reikn- inga í viðbót með sílækkandi verði þar til hann sættist á tæpar 900 nærur. Grét hann fögrum tárum og sagðist standa uppi slyppur og snauður eftir þessi viðskipti. Seinna frétti ég að langbest væri að fara sjálfur á markaði eða í kjörbúðina og kaupa dýrt þar í stað þess að kaupa RÁNdýrt hjá „skipshöndlurum.“ Vatnið fengum við eftir að hafa undirritað fjórar beiðnir á jafn- mörgum dögum til umboðs- manns. Mætti snyrtilegur maður með vatnsbílnum, talaði allt að því oxfordensku og kynnti sig sem aðalframkvæmdastjóra John Same og synir Nígería h/f. Vatnið kom á tankbíl frá vatnsveitu Port Harcourt. Það var vont og nokkuð dýrt og reikningurinn var númer sjö. Matsveinninn geðgóði, Skúli Einarsson. f baksýn helsti aðstoðarmaður hans Ólafur Þór Jónsson. (Mynd Þ.H.) 48 Eftir 10 daga, þegar losun var VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.