Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 65
Páll Guðlaugsson, sjómaður:
Með skottu á bakinu
Ég ætla að segja frá lífsreynslu
sem ég varð fyrir á ævibraut minni
og tel ég að þar hafi ég komist
næst því að kveðja þennan heim.
Það var árið 1931 að ég var á
vetrarvertíð í Keflavík. í þetta
sinn var ég ráðinn á Sæfara, sem
var 14 tonna bátur í eigu Alberts
Guðmundssonar. Ólafur bróðir
hans var skipstjóri.
Algengast var á þessum árum
að aðkomumenn sem voru á sjó
eða í landi héldu til heima hjá út-
gerðarmönnunum. Þannig var
þetta með mig. Ég deildi herbergi
Páll Guðlaugsson sjómaður.
Hann lauk við Stýrimanna-
skólann á Akureyri árið 1939
og var síðan farsæll skipstjóri í
mörg ár. Lengst af var hann
með Hannes Hafstein EA og
Björgvin EA.
með öðrum manni heima hjá
Alberti og þar hafði ég fæði og
þjónustu, og kaup frá áramótum
fram til 11. maí. Það var 750
krónur, hæsta kaup sem þá var
greitt fyrir vertíðina. Við höfðum
frítt fæði, húsnæði og sjógalla, en
ferðirnar þurftum við að greiða
sjálfir. Heimamenn munu flestir
hafa verið upp á hlut, en kaup-
trygging þekktist ekki.
Metnaður okkar félaga, mín og
strákanna sem með mér voru frá
Dalvík, var sá að koma með sem
mest af kaupinu heim í lokin, því
við fórum þetta til að hjálpa for-
eldrum okkar en ekki til að eyða
kaupinu í okkar þágu.
Ég man eftir einum óþarfa sem
ég keypti einn veturinn sem ég var
fyrir sunnan. Það var flaska af
þriggja stjömu koníaki sem ég
keypti um borð í þýskum togara.
Hún kostaði tíu krónur. En tapp-
inn var ekki tekinn úr henni fyrr
en heim var komið. Þá var inni-
haldið veitt í smáskömmtum
körlum sem þótti þetta sælgæti og
nýnæmi mikið miðað við Spánar-
vínin sem þá voru aðallega á boð-
stólum.
Nú, ég ætla að segja frá því sem
fyrir mig bar veturinn 1931. Það
var á annan í páskum að við
strákarnir vorum að ganga úti.
Það var besta veður og búist við
róðri, enda fór það svo að við
vorum kallaðir um klukkan hálf
sjö. Ég hafði fataskipti og átti svo
að borða áður en haldið var í
hann.
En aldrei þessu vant hafði ég
enga matarlyst. Var ég þó ekki
vanur að fúlsa við steiktu kjöti og
ávaxtagraut. En hvernig sem á því
stóð þá var lystin engin í þetta
sinn. Ég fann hvergi til, en einhver
slappleiki var í mér. En á sjóinn
ætlaði ég að fara þrátt fyrir lurð-
una.
Húsmóðirin spurði hvort ég
væri eitthvað lasinn, því það var
óvanalegt að maður hefði ekki
matarlyst á þessum árum. Ég
sagði sem var að ég fyndi hvergi til
en væri eitthvað slappur, það yrði
sjálfsagt horfið á morgun. En ekki
kom til mála að ég færi á sjóinn í
þetta sinn og var annar maður
fenginn í minn stað. Lét ég það
gott heita, því ég bjóst ekki við að
þetta væri neitt alvarlegt. Mér var
nú sagt að fara í rúmið og mæla
mig.
1 ljós kom að ég var með 39 stiga
hita.
Svaf ég af nóttina. Um morg-
uninn var læknir sóttur og bank-
aði hann mig allan og hlustaði en
ekki komst hann að því hvað að
mér væri.
Seinna komst hann þó að því að
ég hefði tekið berklabakteríuna.
En hvar eða hvernig hef ég aldrei
getað komist að.
Legan varð lengri en ég hélt
hún yrði í fyrstu. í fimm vikur lá
ég þarna í rúminu og var ekki
orðinn annað en beinin og skinn-
ið. Ég hafði enga lyst á mat og
fann ekki bragð af neinu. Ekki
vantaði þó að allt væri reynt til
þess að koma einhverju niður í
mig. Mér var boðið allt það besta
sem völ var á, ávextir, egg og
rjómi, en ekkert dugði.
Ástand mitt var nú orðið þannig
að mér var alveg sama hvort ég
lifði eða færi yfir. Ég var orðinn
þreklaus bæði til líkama og sálar.
VÍKINGUR
65