Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 41
Páll Hermannsson, stýrimaður: í nábýli við Nígeríumenn — reisubók um Afiríkuferð Arnarfells á s.l. ári Það vakti tiltölulega litla gleði um borð í m/s Amarfelli í júlí- byijun s.l. þegar fréttist að næst á verkefnaskrá skipsins væri skreið- arför til Nígeríu. Nígería sem er fjölmennasta og ríkasta land Afríku er illræmt meðal sjómanna. Alþekktar eru langar akkerislegur úti fyrir höfn- um landsins, þar sem beðið er seinnar afgreiðslu. Fréttir af grimmdarverkum sjóræningja á ytri höfnum hafnarborganna vöktu ugg og kvíða. Þar sem land- ið liggur í hitabeltinu rétt norðan miðbaugs þótti ástæða til að óttast Páll Hermannsson (við stýrið f frum- skógaferðinni). (Mynd Þ.H.) VÍKINGUR óþægilegt hitafar og loftslag. Frá- sagnir af fyrri ferðum íslenskra skipa þóttu staðfesta það illa orð- spor er af landinu fór. Þegar lestun Amarfells hófst 26. júlí hafði Hvalvíkin verið tæpa tvo mánuði þar suðurfrá og sá ekki fyrir end- ann á losun hennar. Flestum þeim er ekki vildu fara í svo langa ferð var veitt frí, en hinir bólusettir gegn ýmsum hita- beltissjúkdómum. Það tók 14 daga að lesta 19.300 pakka af skreið og hertum þorsk- hausum á 15 höfnum allt í kring- um landið. Lestun lauk í Reykja- vík. Þar var sett um borð auka frystikista og matvælageymslur voru fylltar. Lyfjakista var yfirfar- in og endurnýjuð og bætt var við krystöllum í aðalsendi. Laust upp úr miðnætti aðfarar- nótt 9. ágúst var öllum undirbún- ingi lokið og landfestar leystar. Frá Reykjanesi var stefna sett á Gran Canaria eyju á Kanarieyj- um. Fyrstu fimm sólarhringana mættum við þremur lægðum vest- an við okkur á norðurleið með til- heyrandi vestan og suðvestanátt. Á áttunda degi sáum við Mad- eiraeyju og sólarhring síðar kom- um við til Las Palmas. Þeir sem ekki höfðu störfum að gegna meðan olía og vistir voru teknar litu í kaupstaðinn. Þar má fá myndavélar, vasatölvur, áfengi og S«ych*IUa Malagasy Rep. Maurltlu* Rtumon (^r) konur fyrir fremur hagstætt verð. Við höfðum siglt kompáslínu frá Reykjanesi til Kanaríeyja og var því ekki fyrr en á sjöunda degi að daghitinn komst í 20°C. Eftir að farið var frá Kanaríeyj- um var sundlaug skipsins tekin í notkun. Útgerðin hafði látið okk- ur hafa 20 feta hálfgám sem við létum renna í úr sjóslöngunni. Þar sem meðvindur var á leiðinni frá Las Palmas til Lagos valt skipið hvorki né stampaði. Hélst því vatnsborðið nokkuð hátt í laug- inni, svo viljugir menn hefðu get- að synt 200 metrana. Þó langsund væri ekki iðkað að ráði var laugin mjög vinsæl til kælingarbusls meðan við vorum að venjast hækkandi hita andrúmslofts, sem 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.