Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 41
Páll Hermannsson, stýrimaður: í nábýli við Nígeríumenn — reisubók um Afiríkuferð Arnarfells á s.l. ári Það vakti tiltölulega litla gleði um borð í m/s Amarfelli í júlí- byijun s.l. þegar fréttist að næst á verkefnaskrá skipsins væri skreið- arför til Nígeríu. Nígería sem er fjölmennasta og ríkasta land Afríku er illræmt meðal sjómanna. Alþekktar eru langar akkerislegur úti fyrir höfn- um landsins, þar sem beðið er seinnar afgreiðslu. Fréttir af grimmdarverkum sjóræningja á ytri höfnum hafnarborganna vöktu ugg og kvíða. Þar sem land- ið liggur í hitabeltinu rétt norðan miðbaugs þótti ástæða til að óttast Páll Hermannsson (við stýrið f frum- skógaferðinni). (Mynd Þ.H.) VÍKINGUR óþægilegt hitafar og loftslag. Frá- sagnir af fyrri ferðum íslenskra skipa þóttu staðfesta það illa orð- spor er af landinu fór. Þegar lestun Amarfells hófst 26. júlí hafði Hvalvíkin verið tæpa tvo mánuði þar suðurfrá og sá ekki fyrir end- ann á losun hennar. Flestum þeim er ekki vildu fara í svo langa ferð var veitt frí, en hinir bólusettir gegn ýmsum hita- beltissjúkdómum. Það tók 14 daga að lesta 19.300 pakka af skreið og hertum þorsk- hausum á 15 höfnum allt í kring- um landið. Lestun lauk í Reykja- vík. Þar var sett um borð auka frystikista og matvælageymslur voru fylltar. Lyfjakista var yfirfar- in og endurnýjuð og bætt var við krystöllum í aðalsendi. Laust upp úr miðnætti aðfarar- nótt 9. ágúst var öllum undirbún- ingi lokið og landfestar leystar. Frá Reykjanesi var stefna sett á Gran Canaria eyju á Kanarieyj- um. Fyrstu fimm sólarhringana mættum við þremur lægðum vest- an við okkur á norðurleið með til- heyrandi vestan og suðvestanátt. Á áttunda degi sáum við Mad- eiraeyju og sólarhring síðar kom- um við til Las Palmas. Þeir sem ekki höfðu störfum að gegna meðan olía og vistir voru teknar litu í kaupstaðinn. Þar má fá myndavélar, vasatölvur, áfengi og S«ych*IUa Malagasy Rep. Maurltlu* Rtumon (^r) konur fyrir fremur hagstætt verð. Við höfðum siglt kompáslínu frá Reykjanesi til Kanaríeyja og var því ekki fyrr en á sjöunda degi að daghitinn komst í 20°C. Eftir að farið var frá Kanaríeyj- um var sundlaug skipsins tekin í notkun. Útgerðin hafði látið okk- ur hafa 20 feta hálfgám sem við létum renna í úr sjóslöngunni. Þar sem meðvindur var á leiðinni frá Las Palmas til Lagos valt skipið hvorki né stampaði. Hélst því vatnsborðið nokkuð hátt í laug- inni, svo viljugir menn hefðu get- að synt 200 metrana. Þó langsund væri ekki iðkað að ráði var laugin mjög vinsæl til kælingarbusls meðan við vorum að venjast hækkandi hita andrúmslofts, sem 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.