Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 63
Steinar Sigurjónsson, rithöfundur: Salt „Það gerist eitt og annað á þessu mikla skipi“, sagði einn. „Jafnvel Guðmundur, maður sem hefur ekki aðeins stefnt að því að verða heimspekíngur heldur doktor í heimspeki, jafnvel hann talar undur um hafið.“ „Já, hvort hann deleraði ekki á háþiljunum í gær, drottinn minn dýri!“ „Það er nú í fyrsta sinn sem hann siglir þetta mikla haf, og það er einmitt nú og hér sem hann fer að trúa á guð! En vitið þið hvers vegna?“ „Nei,“ sögðu hinir, og drengur- inn, sjö ára gamall, hlustaði á allt sem talað var. „Vegna þess að hafið er salt!“ „Ekki er öll vitleysan eins! Og það heimspekíngur!“ „Því hvers vegna er hafið salt?“ sagði hann í morgun, því hann hlýtur að hafa hugsað betur um þetta allt í nótt. „Er það ekki furðulegra en orð fái lýst,“ sagði hann, „að það skuli einmitt vera salt?“ „Salt!“ sagði drengurinn. „Og hvað“, sagði einn þeirra. „Og þar fyrir einmitt það sem það er: Haf!“ sagði hann. Hann notaði orðið einmitt á undarlegan hátt, og sagði: „Einmitt ósigran- legt, óumræðilegt?“ „Og það aðeins um þrítugt. Aumíngja Guðmundur!“ „Því ef það væri ekki salt, og salt á þann hátt sem það er, svo fullkomlega, svo yfirskilvitlega," sagði hann, „þá væri nú meiri rotnunin á himni og jörð!“ VÍKINGUR í þessu kom Guðmundur, og gekk um sem í leiðslu, ölvaður, með staup í hendi. „Salt!“ hrópaði drengurinn. „Ég elska þig!“ Þessi orð sagði Guðmundur við drenginn og tók hann í annan arm sér og hélt á staupinu í hinni, og kyssti drenginn á augað, svo að þeim blöskraði, svo að það myndaðist kliður á meðal þeirra. „Salt!“ sagði drengurinn á ný. „Þú sagðir orðið,“ sagði faðir drengsins. „Þú sagðir það í gær. Salt!“ „Hvað meinarðu með því?“ sagði annar. „Ég elska!“ sagði Guðmundur við þá. „Ég elska ykkur!“ Og síðan sagði hann þessi óskiljanlegu orð: „Það er þessi nálægð, þessi yfir- skilvitlega nálægð!“ . .. Og hann talaði nokkur orð á stángli, og enn sem í leiðslu, um leið og hann veik á braut: „Nú jæja þá: Hver setti salt í hafið, til dæmis? Vitið þér enn, eða hvað? Hver sá fyrir því og svo mörgu öðru sem gerist á himni og jörð? Hver sá fyrir því að skapa allt það samræmi sem héma ríkir, straumana og loftstillínguna heiminn um kríng?“ „Salt!“ kallaði drengurinn. „Já, og saltið!“ hélt hann svo áfram í leiðslu, og nú við sjálfan sig, að því er virtist. Og enn heyrðu þeir til hans síðustu orðin: „Hverjum datt í hug að búa til þessa snilld snilldanna: Saltið?" „Salt!“ sagði drengurinn. „Og ég veit meir en þetta,“ sagði faðir drengsins, sem hafði talað við Guðmund snemma þann morgun. „Hvað þá? Látt’ okkur heyra!“ „Hann, sem ekki aðeins hefur ætlað sér að verða heimspekíngur, heldur doktor í heimspeki, ef ekki háspeki: Hann ^ptlar sér ekki framar að verða hásekíngur jafnvel ekki heimspekíngur!" „Það er ekki satt! Það getur ekki verið!“ „Að minnsta kosti ætlar hann sér ekki að verða doktor. Að minnsta kosti ætlar hann sér að hætta við að læra og ekki að taka próf, hvorki í háspeki né heim- speki.“ „Hvað þá?“ „Ég veit ekki meir. Ef til vill ætlar hann bara að vera svona? .. . Sigla? .. . Ef til vill ætlar hann sér bara að vera eins og hann er: klikkaður að sigla og undrast það að hafið skuli vera salt?“ Drengurinn hoppaði nú um þiljumar og hrópaði þetta yfir- skilvitlega orð: „Salt!“ — Ég fannst á dyrapalli með miða nældan í fötin mín. — Hvað stóð á þessum miða? — Veit það ekki. Ég var of lítill til að geta lesið. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.