Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 8
Ritstjóraspjall:
Fiskur á hvers manns
disk, eða bara ost?
Ekki eru liðin ýkja mörg ár síðan menn þekktu
ekki annan ost en þann sem kom, misfeitur, í
stórum gulleitum klumpum og var kallaður
mjólkurostur og skorinn oná brauð með þar til
gerðu verkfœri, upprunnu í Noregi. Ég man sem
stráklingur að ég át þennan ost af því að hann var
þarna, ekki af því að mér þœtti hann sérstaklega
góður. Nú er bragðlauka-öldin önnur: Ostarfást í
öllum stœrðum og gerðum og með fjölbreyttu
bragði: mildu, sterku, fúlu, freku, krydduðu,
kœstu. Sumir hafa jafnvel döngun í sér til að
reyna að lœðast á brott áður en maður krœkir í
þá. Sú gífurlega aukning sem orðið hefur á neyslu
osta á síðari árum er til komin fyrst og fremst
vegna þess að neytendum hefur verið gert Ijóst
hversu fjölbreytt, holl, og bragðgóð fœða ostur er.
Mikið úrval ásamt auglýsingum í fjölmiðlum,
markvissri kynningu á möguleikum vörunnar,
bœðu í rœðu og riti, hafa rutt þessari mjólkuraf-
urð leið inn í hvert búr á landinu. Ólíklegt er, að
það barn sem raular: „ostur er veislukostur“fyrir
munni sér fúlsi við bita af honum i nestið sitt eða
verði fráhverft neyslu hans þegar það eldist.
Þannig eru framleiðendur og dreifingaraðilar
ostsins búnir að koma neytendum framtíðarinnar
á bragðið og hjálpa til að tryggja viðgang at-
vinnugreinar, sem er landsmönnum þýðingar-
mikil.
En hvað gera framleiðendur sjávarafurða og
dreifingaraðilar þeirrar matvöru til þess að auka
neyslu hennar hér á landi og sporna gegn því að
komandi kynslóðir verði alfarið ostborgaraœtur?
Svarið vita allir: Ekkert er gert. Enda eru
neysluvenjur eftir þvi. Að vísu hefur það opinber-
astýmsum að fleira sé fiskur enýsa, en ekki hefur
það verið fyrir tilstuðlan framleiðenda. Þeir eru
þöglir sem gröfin um söluvöru sína, og lœðast
helst með veggjum, sé á það minnst að þeir versli
með afurðir, sem íslendingar gœtu etið ekki síður
en blessuð skólabörnin í Kansas. í landi þar sem
allt er talið, jafnvel skrefin sem menn taka til
vinnu sinnar, veit enginn hversu mikið magn af
helstu framleiðsluvöru landsmanna fer til þeirra
sjálfra.
Öllum viðmœlendum mínum berþó saman um, að
fiskneysla landsmanna fari minnkandi. Framboð
annarrar matvöru hefur stóraukist, en ekkert
hefur verið gert til að halda í horfinu hvað sölu á
innanlandsmarkaði viðvíkur, hvað þá að reynt sé
að auka markaðshlutdeild sjávarafurða hér.
Eiga ekki fiskframleiðendur og dreifendur þá
kröfu á hendur sér að kynna framleiðslu sína
landsmönnum, benda á nœringargildi hennar,
óþrjótandi fjölbreytni og framreiðslumöguleika,
ogsíðast en ekki síst Ijúffengi. Það er óviðunandi,
að helsta fœðutegundin sem landsmenn afla, skuli
veraþöguð í heláþeirri tíðþegarmeð hugkvœmni
og vilja er hœgt að koma henni á hvers manns disk
nú og ávallt framvegis. Við höfum ekki efni á
miðaldaneysluvenjum hér frekar en á öðrum
sviðum.
Eða með öðrum orðum: Hvað er langt síðan þú
fékkst þér saltfisksalad? Lúðuflök að hœtti
Hjaltested? Eða sjávarsymfóníu?
8
VÍKINGUR