Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 55
Gríkkinn Georg í hópi innfæddra. Sá í náttserknum með húfuna er eigandi vörubílsins sein Georg stendur á. (Mynd Þ.H.) Bonny þorpi og biðum átekta. Að kvöldi þess dags er við lögðumst við Bonny fékkst staðfest að heiman að samningurinn um kornflutninginn væri endurnýjað- ur. Samið var um annan umboðs- mann og höfðum við strax sam- band við hann og gáfum Notice of Readiness opinbera tilkynningu um að skipið væri tilbúið til lest- unar. Umbinn sem er með vig- gjarnlegri og bjartsýnni mönnum þar syðra, kallar menn gjarnan bestu vini sína. Hann áætlaði fjögurra daga bið. Þar sem skipið var ekki lengur skreiðarskip og því hátt á þótt ekki ástæða til annarrar vaktstöðu en venjulegar sjóvakt- ar. Að morgni ellefta dagsins þar birtist lóðs öllum að övörum og lóðsaði okkur upp að Dawes. Þar tók annar lóðs okkur upp til Port Harcourt. í Nígeríu eru lög um 100 næru lágmarkskaup á mánuði. Og þar sem þeir í Nígeríu eru ekki hrifn- ari af jafnlaunastefnu en við hér heima töldu verkstjórar að tekju- bili hafi verið raskað og þyrftu laun þeirra að hækka. Til að leggja áherslu á það fóru þeir í verkfall. Því var skipið sem lá við fóður- bryggjuna, en var að losa hrís- gijón, sent niður að Dawes en við teknir inn í staðinn. Vinnudagur verkamanna við höfnina er 12 tímar alla daga vikunnar og fyrir það uppskera þeir milli 200 og 300 nærur á mánuði Fóðurhveitið sem við áttum að lesta var laust og tóku eingöngu starfsmenn kornhlöðunar þátt í lestuninni. Tækjabúnaður varfom- fálegur og voru færibönd mosa- vaxin. Engu að síður tókst lestun áfallalaust og var lokið á rúmum þrem sólarhringum. Menn urðu ekki á eitt sáttir um hve mikið væri í skipinu. Við fylgdumst með djúpristu þegar lestun hófst og þegar lestun lauk. Það er auðvelt að fara með djúpristu inn í töflur og fá útlestað magn. En til þess VÍKINGUR þarf eðlisþyngd vatnsins í höfn- inni að vera ljós. Þrátt fyrir ítrek- aðar fyrirspurnir til ýmissa aðila fékkst ekki staðfest eðlisþyngd. Gola var allan tímann meðan við lestuðum og rauk mikið af fóðrinu burt við lestunina. Áður en komið var til Lagos skrifuðu menn á blað hvað þeir byggjust við að stoppa lengi í Nígeríu. Sá bjartsýnasti ætlaði að losa og lesta á 17 dögum en sá svartsýnasti sagði að það tæki56 daga. Þegar hér var komið sögu voru rúmir 40 dagar liðnir frá komu okkar til Lagos. Heilsufar manna hafði verið nokkuð gott framan af, en þegar við höfðum verið ca 3 vikur tók að bera á veikindum. Fengu menn slæmsku í maga, sumir fengu háan hita og kjálftaköst. í einu tilfelli var hugs- anlegt að um malaríu hafi verið að ræða. Frá því við fórum að heim- an höfðum við tekið vikulega malaríulyf en mögulegt er að það hafi ekki dugað. Ekki er að efa að sóldýrkun í óhófi átti sinn þátt í slæmsku einhverra. Eins og áður sagði dugði vatnið að heiman með eimaða vatninu fram í miðjan september. Níger- íska vatnið sem við tókum var allt soðið áður en þess var neytt. Stöðugt var verið að sjóða og kæla vatn því þorsti sækir á í um 30°C hita. Vatnið var kælt í frystiskáp í eldhúsinu. Fljótlega eftir komu til Port Harcourt höfðu menn uppgötvað stórmarkað á evrópska vísu. Þangað var innfæddum yfir- stéttakerlingum og hvítum eigin- konum ekið af einkabílstjórum svo þær þurftu ekki að vaða for- ina í ökla á mörkuðum. Þar var á boðstólum djús sem menn bragðbættu vatnið með. Gos- drykkir og bjór gengu fljótlega til þurrðar. Slík vara var nær ófáan- leg vegna innflutningsbanns stjórnarinnar á gosdrykkjaflösk- um. Áttunda október rann upp sú stóra stund að Port Harcourt var yfirgefin. Frá því við komum inn til lestunar hafði verið unnið að því að fá olíu. Voru allir samningar þar um frágengnir og peningar til reiðu. Þegar búið var að lesta var pantaður lóðs og brottför ákveðin 14:00. Allan þann morgun var búist við olíunni á hverri stundu. En klukkan var 14:00 og síðar 14:30. Þá var sleppt eftir að fengið var loforð frá umbanum um að olíubátur kæmi til okkar við Dawes eyju um kvöldið. Báturinn átti ennfremur að hafa meðferðis farmskjöl sem ekki hafði unnist tími til að klára að sögn „our very best friend“, untbans. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.