Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 46
Róið á vit ævintýranna. F.v. Pétur Þormóðsson, Reynir Valtýsson, Björn Knútsson, Ingvar Sigurðsson, Róbert Hafsteinsson, Stefán A. Þórisson og Ólafur Þ. Jónsson. (Mynd Þ.H.) Seinna frétti ég að styrjöldin hafi verið blóðugasta af öllum blóðug- um borgarastyrjöldum í Afríku og hafi Iokið með sigri stjórnarhers- ins í Lagos. í lok og eftir styrjöld- ina voru íbúar sem byggðu Biafra miskunnarlaust myrtir í þúsunda- tali. Bonnyfljót rennur um Fljóta- sýslu á leið til sjávar. Port Har- court er í Fljótasýslu. Landið er allt grafið fljótum og ná víkur og firðir frá þessum fljótum að grafa landið svo sundur að illmögulegt er að ferðast um svæðið á öðrum farartækjum en bátum. Voru áætlunarferðir um fljótið með hraðbátum. Miðja vegu miili Bonny þorps og Port Harcourt er akkerislega sem heitir Dawes Eyja. Þar voru losuð sementsskip á losunarpramma sem ýtt var af ýtubátum inn á víkurnar. í Níger- íu er uppbygging mikil á öllum sviðum og sementsnotkun mikil. Þar er fyrirtæki sem heitið gæti Sementseinkasala ríkisins. Hún selur sement á um helmingi lægra verði en sett er upp á svarta markaðnum. En sementseinkasal- 46 an á mun sjaldnar sement en svarti markaðurinn. Það fyrsta sem við sáum af Port Harcourt voru hrörleg hafnar- mannvirki í forgrunni og geysistór smekkleg skrifstofubygging aftar. Tveir sex manna vinnuflokkar voru til taks, hvor undir stjórn borðalags foringja til að taka á móti landfestum. Þótti manni þetta ofrausn, áður en að var komið, þar sem venjulega eru bara tveir menn sem taka á móti skip- um í siðuðum höfnum. En áður en landfestum lauk sá ég að ekki veitti af þessum mannskap. Þegar skipið var komið upp að streymdi tollaralið og aðrir skýrslusérfræðingar um borð, og næstu 2 daga var straumur borða- lagðra um borð með skýrslur fyrir skipstjóra að fylla út. Mér þótti þó fyrst keyra um þverbak þegar birtist náungi frá Náttúruverndar- ráði Nígeríu (Nigerian Wildlife Society) með eyðublað fyrir skip- stjórann. Allir urðu vinirnir að fá Whiskyflösku og vindlingalengju að skilnaði. Þeir sem voru sérlega áríðandi fengu að auki skreiðar- spyrðu. Af þessu liði var einn þeirra mestur. Hann var tollstjóri fyrir það bryggjupláss er við lág- um við. Höfnin í Port Harcourt hefur viðlegupláss fyrir 7—8 skip og virtist mér hvert pláss hafa sér tollkontór, að minnsta kosti urðu kaupendur út með gjöf til tollara í hvert skipti sem skipið var fært en það var þrisvar. Tollstjórinn sem við heyrðum fyrst undir varð að fá tvo balla af skreið til vöruskoðun- ar eins og það hét. Yfirboðurum tollstjóranna var mútað að inn- flytjendum farmsins. Heyrði ég að það þyrfti að greiða 6 nærur (5,5£) í mútur til ýmissa opinberra aðila áður en þeir fengju að greiða gjöld til ríkisins af farminum. Af farmi okkarhefurþví þurftaðborga 106 þúsund pund (1,6 milljónir ný- króna). Losunin hófst morguninn eftir. Unnið var með þremur vinnu- flokkum innfæddra, eitthvað á annað hundrað manns. Voru ball- amir settir í net og hífðir á palla á bryggju. Þar voru þeir settir á litla vörubíla. Tók hver bíll um 100 balla. Bílar þessir voru með heimasmíðaða palla og hús. Voru pallar og hurðir margra skreytiir kristilegum slagorðum eins og „Þakka þér drottinn fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig.“ „Við er- um öll guðs böm.“ eða „In God We Trust“. Átti ég seinna eftir að komast að síðasta slagorðið var ekki tilvísun til áletrunar dollara- seðlanna amerísku, heldur einnig staðreynd um umferðarmenningu innfæddra. Flestir voru bílarnir merktir eigendum sínum. Voru þeir allir saman „vaxandi hlutafélög" sem hétu Jói Jóns og synir Nígería h/f eðaSiggi Sig og synir Nígería h/f. Þegar líða tók á losunina voru fengnir stærri bílar, trailerar, sem tóku yfir 200 balla. Voru þeir einnig kristilegir og í eigu N.N. og sona Nígería h/f. Þetta voru þó VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.