Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 37
Varðskipið Týr.
sem gott skip í þau verkefni sem
honum eru ætluð.
Árvakur getur líka sinnt ýmsum
verkefnum þegar vá ber að dyrum
og það hefur hann gert. Hann
getur farið inn á einangraða staði
sem varðskipin komast ekki inn á,
vegna þess að hann er svo grunn-
skreiður . . . staði eins og Kópa-
sker og Djúpavog og fleiri hafnir.
Við búum alltaf við þá hættu að
afskekktir staðir geti einangrast,
t.d. vegna snjóflóða. Því er það
visst öryggisatriði fyrir þjóðina að
eiga skip eins og Árvakur.
— Hafa skipherrar hjá Land-
helgisgæslunni verið með í ráðum
og hefur þeim verið tilkynnt
hvernig þessum málum skuli hátt-
að ef Árvakur verður seldur?
— Nei, maður fær ekkert að
heyra. Stjómmálamenn tala ekki
við aðra en forstjórana. Aðrir eru
ekki spurðir ráða. Síðan eru það
skoðanir viðkomandi forstjóra
sem hafðar eru til hliðsjónar og
þær geta nú verið dálítið umdeil-
anlegar, svo ekki sé meira sagt.
Forstjórar eru umdeilanlegir eins
og aðrir menn. En ég veit ekki til
þess að ráðamenn hafi nokkru
sinni leitað til þeirra manna sem
raunverulega þurfa að fram-
kvæma verkið. Og það gerir for-
stjórinn okkar ekki heldur. Mér er
ekki kunnugt um að forstjóri
Landhelgisgæslunnar hafi séð
bauju tekna upp úr sjó. Þegar
honum er sagt að það þýði ekk-
ert. .. að það sé ekki hægt að
annast baujumar á stóru varð-
skipunum, þá segir hann bara: Þá
skiptum við um baujur!
En það er bara ekki á hans valdi
að ákvarða slíkt. Það ákveða
stjómvöld. Stéttarsamtök innan
F.F.S.Í. leyfa það aldrei að for-
stjóri úti í bæ geti sagt að bauju-
kerfið sé ónýtt, að það verði að
endumýja það. Við viljum fá
rannsókn á málinu. Að henni lok-
inni erum við reiðubúnir að taka
það til athugunar. Á meðan ekki
VÍKINGUR
er sannað fyrir okkur að annað
kerfi sé betra en það sem við höf-
um, þá munum við ekki leggja
blessun okkar yfir að skipt verði
um baujur. Að lokinni rannsókn
er það stjórnvalda að ákveða
hvort þau vilji leggja í þann
kostnað að skipta um baujukerfi
og síðan er það Vitamálastofnun-
ar eða annarra aðila að fram-
kvæma verkið.
Allar útfærslur
gerðar af handahófi
— Nú hefur heyrst að það standi
líka til að selja varðskipið Þór.
Eigum við íslendingar kannski of
mikið af varðskipum?
— Enginn stjómmálaflokkur
hefur landhelgismál á sinni
stefnuskrá. Það hefur enginn gert
úttekt á því hvemig landhelgin
eigi að verjast eða hvað við þurf-
um mikið til þess. Það hefur eng-
inn flokkur gert og engin ríkis-
stjóm sem ég veit um. Það eina
sem hefur verið gert í þessum
málum er samþykkt landgrunns-
laganna frá 1948, þar sem sú
stefna var mörkuð að við ættum
að eignast landgrunnið í framtíð-
'inni. En í þessum lögum var engin
áætlun um það hvenær við ættum
að færa út.
Því hafa allar útfærslur á land-
helginni í gegnum árin verið
gerðar af handahófi. Þar voru
engar áætlanir gerðar sem lágu til
hliðsjónar. Enda kom það á dag-
inn að okkur vantaði einmitt tæki
og útbúnað þegar mest reið á.
Menn réttu bara upp höndina og
sögðu: Jæja, nú skulum við færa
út landhelgina, það er vinsælt
mál!
Og síðan er það bara ákveðið.
Engin áætlun, hvorki um það
hvemig standa skyldi að málun-
um, né hvað við þyrftum til þess.
Það var bara látið ráðast hvemig
til tækist. Ef við hefðum ekki átt
nýju pólsku skuttogarana við síð-
ustu útfærslu, er ekki gott að segja
hvemig farið hefði, eins og Pétur
Guðjónsson hefur leitt rök að í
skrifum um þessi mál.
Norðmenn aftur á móti setjast
niður og gera áætlun. Nú ætlum
við að færa út, segja þeir, og til
þess að það megi takast verðum
við að búast við svo og svo mikilli
andstöðu. Og til þess að mæta
henni þurfum við að útbúa okkur
í þetta. Þannig er nú það.
En í sambandi við það þegar
37