Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 28
eingöngu til af því að forðabúrið er stórt, heldur eyðist aldrei af því, þar sem stöðugur niðurburður rotnandi dýra og jurtaleifa (þör- ungaleifa) sér um að endurnýja fosfórs- og köfnunarefnisbirgðir djúphafanna. Mikilvæg næringar- sölt úr djúpunum Af því sem að framan er sagt, er ljóst, að það er höfuðnauðsyn, að nitröt- (köfnunarefnissambönd) og fosfórssambönd berist upp til yfirborðs laganna úr djúpunum, svo gróður hafsins fái að dafna. Burður þessara nauðsynlegu nær- ingarefna upp úr djúpunum gengur misjafnlega vel fyrir sig eftir árstímum, eða yfir höfuð, og er orsök vor- og hausthámarka í plöntusvifinu, svo og þess, að sumstaðar mora höfin af lífi, en annars staðar eru þau nær eyði- mörk. Lítum á hvernig þetta gerist í stórum dráttum hér í Norðurhöf- um. Á veturna kólnar yfirborð sjávar. Kaldur yfirborðssjórinn sekkur (hann er eðlisþyngri) og upp kemur hlýrri djúpsjór í stað- inn. Þannig myndast lóðréttir straumar sem bera með sér hin eftirsóttu efni til yfirborðs lag- anna. Seinnipart vetrar eru því efri lög sjávar orðin vel mettuð af þessum lífselexír. Dvalargró plöntusvifsins berast nú til upp- sjávarlaganna. Þau fá óskakjör, því nú vermir hækkandi sól yfir- borðslögin, og lóðrétt blöndun hættir. Hitaskiptalag myndast við yfirborð eða í efri lögum sjávar, sem er svifinu nauðsynlegt svo það nái að dafna undir ásýnd sólar, en berist ekki fljótlega aftur niður í myrk djúpin. Hitaskipta- lagið er þó tvíeggjaður greiði því nú berast ekki lengur hin eftir- sóttu næringarefni úr djúpunum. Brátt hefur gróðurinn urið þau upp og dýrasvifið sér um að ganga frá plöntusvifinu, svo meginhluta sumars sést lítið af því í sjónum. Þegar kólnar með haustinu hefst lóðrétt blöndun á ný, og plöntu- svifið tekur við sér, en sú blómgun er þó oftast svipur hjá sjón miðað við vorblómgunina, enda nú önn- ur skilyrði orðin óhagstæð svo sem birtan. Þannig er hin dæmigerða árlega atburðarás þar sem töluverður munur er á vetri og sumri hvað hita snertir. Um miðbik jarðar koma þessi blöndunaröfl lítt við sögu í nefndu sambandi sökum lítils hitamismunar milli árstíða. Þar er og oft að finna harla mögur hafsvæði hvað varðar alla fram- leiðslu lífrænna efna (en annað líf dregur oftast dám af slíku), þótt ekki skorti birtuna og ylinn. Aðrir þættir geta komið til sem valda lóðréttri blöndun, og skapa þar með betri skilyrði fyrir gróður hafsins. Við Chile-strendur er að finna ein auðugustu fiskimið í heimi. Þar blása stöðugt frálands- vindar með þeim afleiðingum að yfirborðssjórinn rekur „á haf út“ VÍKINGUR 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.