Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 12
þú hyggst bjóða uppá sem ekki er þegar fyrir hendi? — Já, þetta ergóð spuming. Við lítum frekar á þetta sem þeirra eigin stað, heldur en til dæmis Kaffivagninn, sem er fyrst og fremst veitingastaður. Hér geta sjómenn líka beðið um aðstoð í ýmsum þrengingum sem oft henda menn þegar þeir eru ókunnir í einhverri borg. Ef vel á að vera ættum við að geta farið með sjómenn í skoðunarferðir um borgina og haft ofanaf fyrir þeim á annan hátt. íþróttakeppnir á milli skipa eru líka vinsælar. Við gerum okkur vonir um að geta fljótlega komið okkur upp sjónvarpi .. . og helst stærra hús- næði. En fyrst er að byrja og koma þessu af stað. Það er nauðsynlegt að hér á landi sé einhver aðili sem fylgist með þessum málum. Ef við erum bara með hlutina á götunni og í dagblöðunum, þá gerist ekkert. Að vísu getum við lítið boðið upp á miðað við gott kaffihús, satt er það. Það er frekar þetta að menn geti komið hér og leitað ráða. Við einbeitum okkur frekar að hinni félagslegu hlið sjómanna, en látum kaffihúsunum eftir það hlutverk sem þau vilja gegna. Mér finnst ósköp eðlilegt að Þjóðkirkjan komi inn í þetta mál, því alltaf eru til menn sem þykir gott að leita til slíkra aðila. Við erum langt á eftir nágrannaþjóð- um okkar hvað þetta varðar. í Noregi hefur til dæmis verið unn- ið að þessum málum í rúm 100 ár og er rekin geysiöflug félagsstarf- semi fyrir sjómenn út um allan heim. — Hvert er svo næsta stórmál á dagskrá hjá íslenska Velferðar- ráðinu nú þegar starfsemin hefur opnað skrifstofu? — Það er að ganga frá reglu- gerðinni. Hún þarf fyrst að fara til samgöngumálaráðuneytisins og síðan til Alþingis. Þegar því er lokið liggur fyrir að styrkja þessi samtök. Ég reikna með að ég fari meira í skipin og kynni starfsem- ina. Vegna fjárskorts hef ég ekki getað haft skrifstofuna opna nema frá tvö til sex, en í framtíðinni vonast ég til að geta haft opið frá hádegi og fram á kvöldið. .. jafnvel þar til sjónvarpsdagskrá lýkur. — Er hugmyndin sú að Vel- ferðarráð hafi eitthvert samneyti við þær sjómannastofur sem fyrir eru í landinu? — Það er ekki hægt að pressa menn til að gera eitt eða neitt í þeim efnum. En auðvitað væri æskilegt að Velferðarráð hefði sem mest og best samband við þær, sagði Helgi Hróbjartsson að lokum. Utan úr Það smygla fleiri en landinn: Tollverðir í Napolí á Ítalíu gerðu nýlega upptæk 250 tonn af sígarettum, verðmæti ca. 8,4 millj. dollara. Einstirnungur: Tonnatala skipa undir fána Líberíu er rúmlega þrefalt meiri en næstu þjóðar á eftir, en það eru Japanir með 53 millj. tonna dw. Að yngja upp flotann: Þjóðverjar telja sig þurfa að byggja 120 skip til að yngja upp flota sinn, sem er að meðaltaii 9—12 ára gamall. Danski flot- inn er 6,0 ár að meðalaldri, heimsflotinn 9,9 ár og íslenski kaupskipaflotinn 11,4 ár (væri vanþörf á að yngja upp þar?) & Fimmta sætið: Panama hefur sl. 5 mánuði skráð undir fána sinn skip að smálestatölu 1,3 millj. brúttó tonn, og þannig ruðst fram úr „Ola Norðmann". Floti Pan- ama er nú 22 millj. brúttó tonn. Dýrir farþegar: Laumufarþegar eru útgerðun- um dýrir farþegar. Venjulega finnast árlega að meðaltali 2500 laumufarþegar um borð í kaupskipaflota heimsins. Kostnaður við að losa sig við þá s.l. ár reyndist 1300 milljónir, eða ca. 520 þús. pr. höfuð að meðaltali. Enn einn þægindafáni í viðbót: Filippseyjar bjóðast til að opna fyrir skráningu kaupskipa und- ir fána sinn. Krafa er um a.m.k. 60% af áhöfninni sé frá Fil- ippseyjum. 12 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.