Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 40
að Árvakur ætti að fara í að styrkja eyjuna, en hvernig á því máli hefur verið haldið skal ég ekkert um segja. Svo mikið er víst að ennþá hefur ekkert verið gert. í sjóinn með svartolíuna Nú berst tal okkar Höskuldar að mengun í sjó. — Skinhelgin í sambandi við lagatilbúning hér á landi er makalaus, segir Höskuldur. Það vantar ekki að það á að vera HAPPDRÆTTI DAS 60% af ágóð a varið til bygg- ingar Dvalarheimilisins. SKRIFSTOFA AÐALSTRÆTI 6 ASaluznboð Vesturveri. Símar: 17117 og 17757 oW SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA BORGARTÚNI 18 - 105 RKYKJAVlK PÓSTHÓLF 757 - SlMl 28577 Sjómenn beinið viðskiptunum yðar í yðar eigin peningastofnun. Afgreiðslutími ki. 09.15—16.00 alla daga nema fimmtudaga frá kl. 09.15—18.00 mengunarlögsaga hér við land. Það er nefnilega svo fínt. En það er ekkert gert í þeim efnum. Sigl- ingamálastofnunin hefur fengið að vísu það hlutverk að bregðast við á réttan hátt ef stórslys verður innan hafna. Annað er ekki gert. Hér eru rúmlega 50 skuttogarar sem brenna svartolíu. Þegar brennsluolían er skilin um borð í þessum skipum, þá er soranum bara hent í sjóinn .. . mestu djöf- ulsins drullunni sem er ekki hægt að brenna er dengt í sjóinn! Þetta er mál sem aldrei hefur verið tekið inn í dæmið þegar tal- að er um ágæti svartolíunnar. Ég held að það séu komnir þrír eða fjórir ofnar á öllu landinu sem brenna svona svartolíusora. í Vestmannaeyjum, Grindavík og hér í Reykjavík eða Hafnarfirði. Togarar frá Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum hafa ekki önnur ráð en að henda þessu í sjóinn. Þetta vita allir sem vilja vita. Olíufélögin mega til dæmis gera ráð fyrir 2% afföllum á þeirri olíu sem flutt er frá Evrópu til íslands. Þetta er náttúrulega bara á papp- írunum, en engu að síður viður- kenna stjómvöld að 2% af þessari olíu geti hugsanlega lent í sjónum og þar er beinlínis gert ráð fyrir því. Hér eru flutt inn um 500 þús. tonn árlega svo að hver maður getur séð hve afföllin mega vera mikil. (Um 10 þús. tonn). Og þá á eftir að dreifa olíunni! — En ekki fer þetta allt í sjóinn? — Nei, en það er reiknað með þeim möguleika eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og á sama tíma setja stjórnvöld lög um mengun. í öðru orðinu er samþykkt að setja olíu í sjóinn, en í hinu orðinu er það bannað! — Hvemig finnst þér öryggis- málum sjómanna almennt háttað ef við lítum á þætti eins og lífbáta og slökkvitæki? — Það hefur verið bent á, að það væri ekki nóg að skoða bát- ana einu sinni á ári, það þyrfti að taka úrtaksprufur alveg eins og í umferðinni. Ef í ljós kemur að menn kunna ekki á þessi tæki, þá á að kenna þeim á þau. Að vísu er meðferð á öryggisútbúnaði báta kennd í sérskólunum, en það er ekki nóg. Enginn spyr að því hvort það er vélstjóri sem fær aðstöðu til að bjarga sér á gúmmíbát, eða hvort það er háseti. Þessvegna verður hver áhafnarmeðlimur að kunna á þetta. Hugsunin að baki þessu er sú, að hafa aðila sem fylgist með því hvort mannskap- urinn kunni að fara með þessi tæki. Þetta er hlutur sem aðrar þjóðir hafa þegar tekið upp og Landhelgisgæslan er eini aðilinn sem hugsanlega gæti gert þetta. Það er til dæmis stór hluti sjó- rnanna sem ekki kann að fara með slökkvitæki og menn gætu jafnvel drepið sig á þeim, bara vegna vanþekkingar. Einn hlut þyrfti hreinlega að gera að skyldu um borð í hverju einasta skipi, en það eru sérstakar sjúkrabörur sem hægt er að hífa upp í þyrlur. Þessar börur eru komnar í báta í Danmörku og hafa reynst mjög vel. Þá er ekkert annað en að búa um sjúklinginn og húkka börum á krókinn frá þyrlunni. Við Islendingar höfum verið afar seinir að tileinka okkur ýmsar nýjungar í öryggismálum. Það virðist alltaf þurfa stórslys til þess að menn átti sig á þessu. Það var til dæmis ekki fyrr en eftir að ótal slys höfðu orðið á skuttogurunum að menn fóru að vinna með hjálma um borð. 1 flugvélum er byrjað á því að sýna farþegum notkun öryggis- tækja bara þótt þeir fljúgi einu- sinni frá Reykjavíkur til Akureyr- ar. En sjómaðurinn sem gerir sjó- mennskuna að ævistarfi sínu, hann fær ekkert að vita. G.A. 40 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.