Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 60
reynst drjúg við svona aðstæður. Veðrið lagast ekki, það er svipað. Og þó. Mér finnst eins og það hafi á einhvern hátt versnað, er ekki viss, en í undirvitundinni er eitt- hvað sem numið hefur smávægi- lega breytingu til hins verra. Menn verða næmir á þetta þegar alltaf er verið að hugsa um veður. Án þess ég viti af er ákvörðun komin í huga minn. Út fyrir Poll- inn, þar getur hitzt í fisk á þessum árstíma þar er oftast nær gott að draga og heldur undanhald á heimleið ef NA-áttin færist í ham. Aftur á móti er það viðsjált þetta vik í álkantinn sem kallað er Pollur. Við kantana þar sem grynnir upp úr Pollinum, bæði haf og landmegin, myndast alltaf óþverra sjólag í brælu. Stundum hefur enginn orðið til frásagnar um þá sjói er þar hafa risið. Já og togaramir. Þeir hafa oft gert manni óleik á þessari slóð. Ég læt slag standa, við erum komnir út á Kögur og veðrið er svipað. Þó er eins og þyngri alda og dimmari él séu hér á ferð. Ekkert ljós sést og enginn bátur hefur heyrst í útvarpinu. Við erum einir á ferð. Þegar byrjar að grynna út úr Pollinum er endabaujan látin fara. Það eru hálfgerð ólæti og slampandi á þeirri stefnu sem ég SÖLUSAMBAND ÍSLENZKRA FISKFRAMLEIÐENDA stofnafl í lúlímánuði 1932, mefl samtökum fiskframleiðenda, tll þess að ná eðlllegu verði á útfluttan fisk landsmanna. Skrlfstofa Sölusambandslns er í Aðalstræti 6. Símnefnl: FISKSÖLUNEFNDIN Siml: 11480 (7 línur). 60 ætlaði að leggja, — veðrið hefur greinilega versnað. Ég hagræði bátnum á stefnu svo betur fari á við lagninguna og minnka við vélina, rétt hálfa ferð. Nú gengur þetta ágætlega. Það er alltaf verst að leggja, það má lengi draga þó veður versni ef, já þetta stóra orð, ef ekki fer í sundur. Nú er orðin nokkuð stöðug snjókoma ekki dimm, en þó slítur alltaf úr honum og skyggnið er lélegt. Allt í einu grillir í ljós framundan á stjór. Hver skollinn! Innan stundar sést annað og svo enn eitt. Það er ekki um að villast hér eru togarar. Nú situr maður laglega í því, hörkubræla og allt fullt af tog- urum. Ég ætlaði að leggja í ein- hölu, það er aldrei vænlegt til árangurs að buga í brælu. Láta karlagreyin gapa móti strekk- ingnum, snjókomunni og frostinu. Ekki alls fyrir löngu stóð maður í þeirra sporum og það er geymt en ekki gleymt. En bannsettir togaramir setja stórt strik í reikninginn. Ég sný undan meira en áður og læt horfa fyrir vestan vestasta ljósið. Það er í lagi með nokkra bala og brátt erum við þvert af grynnsta togar- anum. Þeir eru hér nokkuð þétt og fljótlega sjást ljós forút einnig. Við eigum 7 bala eftir, ég verð að buga og síðustu balamir eru lagðir í átt til lands. Síðasta ljósbaujan blikk- ar og blikkar, báturinn veltur mikið á meðan látið er flatreka, en það er stutt stund þar til ljósið er við að hverfa út í sortann. Þá snýr maður upp í og lónar að baujunni. Baujuvakt, það er komið undir morgun. Veðrið versnar ekki, segir gömul reynsla, en hvað gera togararnir? Látum duga tvo tíma segi ég við baujumanninn, láttu vita strax ef þú missir af baujunni. Ég fer inn í bestikkið. Þar er hlýtt og notalegt, maður skríður upp í kojuna, en um svefn verður víst ekki að ræða. Það leitar margt á hugann, er þetta ekki bjána- skapur, eru það ekki hálfvitlausir menn sem fara á sjó í hörkubrælu? Og ekki nóg með það, heldur leggja þeir innan um togarastóðið í þokkabót. Við þessu fást engin svör, en hugurinn starfar í sífellu með og móti, rétt eða rangt, af- sökun, réttlæting. Úr þessum hugleiðingum fæst engin niður- staða, en þær vama svefnsins og maður slappar ekki af. Tveir tímar eru fljótir að líða. Togaramir hafa hagað sér skikk- anlega, þó er ég hræddur um að einn hafi farið yfir, segir bauju- maðurinn. Veðrið er óbreytt og við byijum að draga. Allt gengur vel, að það sem er enn betra, aflinn er ágætur. Innan stundar er orðið bjart og allt gengur sinn vana gang, þó NA-áttin blási all óþyrmilega. Og nokkrum sinnum má maður öskra á karlana, þegar eitthvert brotið sýnist ætla að verða fullnærgöngult. Níu tonn á helminginn hrópar stýrimaðurinn og það liggur vel á honum, í það minnsta ólíkt betur en í morgun þegar verið var að leggja. Þó ekki hafi farið mörg orð milli mín og karlanna það sem af er þessum róðri, hafði ég hugmynd um að þeir væru ekkert yfir sig hrifnir af að róa í svona veðri. En viðhorfið breytist með góðum afla, — það er alltaf þannig. Nú er orðið áliðið dags, afli eitthvað minni á grunnlóðina, þó ágætur. Veðrið versnar með dimmunni og það er eftir að draga eitt tengsli. Við erum að dragast upp í Pollinn. Straumur liggur undir vind og sjólag er orðið mjög vont, maður er alltaf að öskra á karlana vegna brotsjóa sem skjótast að úr öllum áttum utan úr myrkrinu. Það brýzt margt fram í hugann meðan verið er að ná inn í síðustu balana. Nú geisar NA stórviðri með snjókomu og tilsvarandi sjó. Átti VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.