Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 57
„Grásleppan er góð” — segir selurinn kampakátur í desemberhefti Víkings birtist viðtal við Guðmund Lýðsson sem veitir forstöðu Samtökum grá- sleppuhrognaframleiðenda. í beinu framhaldi af því þótti okkur við hæfi að kanna hvemig rann- sóknum á þessum bumbumikla fiski væri háttað. Víkingur fór því á fund Vilhjálms Þorsteinssonar fiskifræðings sem vinnur hjá Haf- rannsóknastofnun og sér um þær rannsóknir sem gerðar eru á hrognkelsinu. Vilhjálmur er fyrst inntur eftir því hvenær fiskifræðingur fari að sýna grásleppunni áhuga sem rannsóknarefni. — Það sem Bjarni Sæmundsson skrifaði um hrognkelsið í Fiskana (1926) bendir til þess að hann hafi 3b ......i...-i...].....■ I ..............1.. eitthvað kannað lifnaðarhætti þess, svaraði Vilhjálmur. Síðan er það ekki fyrr en Sigfús Schopka fiskifræðingur byrjar með merk- ingar og aldursgreiningar á árun- um 1970 til 1971. Árið 1974varég beðinn að taka við þessum rann- sóknum og vann að þeim ásamt öðrum störfum í útibúi Hafrann- sóknastofnunar á Húsavík fram til ársins 1977, að ég kom hingað suður til Reykjavíkur. Síðan hef ég einbeitt mér að þessum rann- sóknum og reynt að koma þeim á einhvern rekspöl. — Hvað er grásleppan gömul þegar hún byrjar að hrygna? — Hún er 5 til 6 ára. Fyrsta ári eru seiðin í fjöruborðinu, en eftir þann tíma fara þau út á dýpið og eru þá upp- og miðsjávarfiskar og lifa á svifdýrum. Hrognkelsið er ekki torfufiskur, heldur lifir dreift kringum allt landið á mismiklu dýpi, allt frá yfirborði sjávar og niður á 200 til 300 metra dýpi. Þarna heldur fiskurinn sig fram til 5 til 6 ára aldurs, að hann fer fyrst upp í fjöruna til að hrygna. Meðallengd 5 ára grásleppu er ca. 37 sm, en árið eftir er meðal- lengdin komin í ca. 41 sm. Aldursgreining fisksins fer fram með því að athuga kvarnirnar, en í þeim eru árhringir. Grásleppu- kvarnir eru mjög litlar, margfalt minni en til dæmis í loðnu og ekki nema um 1/10 af stærð venju- legrar þorskkvarnar. Grásleppu- kvörn er á stærð við títuprjóns- haus, þannig að aldursgreiningin verður að fara fram undir smásjá með sérstökum aðferðum. — Nú gengur grásleppan fyrr upp að Norðurlandi en öðrum landshlutum. Er til einhver skýring á þessu? — Það gæti hugsanlega stafað af því að sum veiðisvæði liggja nær uppeldisstöðvunum en önn- ur, en það er ekki fullnægjandi skýring. Þarna kemur eitthvað fleira til greina sem ekki er vitað enn. — Eru merkingar á gráslepp- unni í gangi á hverju ári? — Það hefur gengið dálítið erf- iðlega að halda uppi svo fjárfrek- um verkefnum í þessum rann- sóknum. En sjómenn hafa sýnt rnikinn og góðan samstarfsvilja og aðstoðað mig á margvíslegan hátt. Án þeirra hjálpar hefði ég aldrei getað gert þessar rannsóknir. 57 Svörtu blettimir á kortinu sýna hvar grásleppan var merkt. Tölumar tákna daga- fjöldan frá merkingardegi til veiðidags, en strikin sýna leiðina sem gráslcppan hefur farið. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.