Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 14
jafnan með stóran lager af þessum tækjum. „Við erum hér í 500 fermetra húsnæði, og nú síðustu ár höfum við séð nokkuð um vilhald á raf- mótorum í flutningaskipum, það er að segja eftir að íslenski síldar- flotinn hvarf héðan. Um tíma vann ég mjög mikið í íslenskum skipum og eitt árið kom 70% af veltunni vegna viðgerða í íslenska síldarflotanum, en hér voru oft 30 til 40 íslensk skip í einu. Mér fannst alla tíð gott að skipta við íslendinga og vildi gjarnan fá þá í viðskipti aftur, þótt ég viti að það verður aldrei í sama mæli og áð- ur.“ Gera skemmd skrúfublöð sem ný Stærsta viðgerðarverkstæðið í Hirtshals nefnist A/S Ove Christ- ensen og þar tókum við tali Jörn Engström framkvæmdastjóra. Hann sagði í upphafi að eitt aðal- verkefni þeirra um þessar mundir væri að gera við skemmd skrúfu- blöð. „Það breytir engu hvernig blöðin eru farin. Sum koma til okkar þannig að helmingurinn hefur brotnað af, en við getum gert þau sem ný og er kostnaður- inn við það aðeins 20 til 25% af því sem ný skrúfublöð myndu kosta. Hægt er að gera við skrúfublöðin á einum til íveimur dögum, en oft þarf að bíða í vikur og mánuð eftir nýjum skrúfublöðum. Sama ger- um við við skrúfuöxla ef þeir hafa skemmst af einhverjum orsökum, þá gerum við þá sem nýja. Und- anfarin 2 ár hafa 1000 skrúfublöð verið endurnýjuð hjá okkur.“ Vélaverkstæði Ove Christensen er rótgróið fyrirtæki og vélavið- gerðir hafa verið aðalverkefni fyr- irtækisins frá upphafi. Fyrirtækið er umboðsaðili MAN- B&W-Alpa í Hirtshals, en þó svo sé, gera starfsmenn þess við allar tegundir véla. Þá er fyrirtækið með umboð fyrir Triplex kraftblakkirnar og Rannsóknarskipið Western Europa frá George Town í S-Afríku var í þurrkví í Hirtshals þegar Víkingur var þar á ferð. Denis Kastrup skipaverkfræðingur. nótaleggjarana, en þeir eru nú komnir í svo til öll dönsku nóta- veiðiskipin. Nú starfa um 100 manns hjá fyrirtækinu og hefur svipaður mannafjöldi verið hjá því um árabil. Trébátarnir hverfa smátt og smátt Til skamms tíma var Hans Svendsen skibsbyggeri stærsta skipasmíðastöðin í Hirtshals og að sögn forstjórans Hans Svendsen þá vinna nú um 50 manns hjá fyr- irtækinu. Um árabil byggði stöðin mikið af trebátum, auk þess sem hún annaðist viðgerðir á þeim. Trébátarnir eru nú smámsaman að detta út og í þeirra stað koma smábátar. „Við erum nú með einn stálbát í byggingu, sem við mun- um ljuka við á næsta ári. Sá bátur er aðeins um 20 tonn, reyndar samkvæmt nýju alþjóðamæling- unum,“ segir Svensen. Hann segir ennfremur, að stöðin annist við- hald á fjölda sænskra báta einkum yfir sumartímann, en þeir í landi í Hirtshals. „Við erum með tvo slippa, annar tekur báta að 60 tonnum og þar eru stæði fyrir 5 báta. Hinn tekur báta upp að 200 tonnum og þar eru 4 stæði.“ Hans Svendsen sagði, að þegar þeir væru með viðgerðir á stærri skipum eða bátum, þá hefðu þeir aðgang að þurrkvínni hjá Hirts- hals Værft. Þá mætti benda á að þeir væru með svo til alla þá þjónustu sem menn þyrftu á að halda, eins og til dæmis sand- 14 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.