Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Qupperneq 43
legt, áhöfnin var fjölmenn, t.d.
vorum við þrettán á dekki, báts-
maður, timburmaður, sex hásetar
og fimm viðvaningar. Það var
alltaf nóg að gera enda var skipið
gamaldags og þurfti mikið við-
hald. Það var teiknað 1938, var því
orðið tólf ára þegar það kom
hingað 1950. Einhver sérstakur
andi var ríkjandi um borð, ég held
öllum hafi liðið vel á Gullfossi,
bæði farþegum og áhöfn. Ég var á
skipum félagsins, Goðafossi,
Lagarfossi og Reykjarfossi og við
og við í landi t.d. vann ég við
virkjanir um tíma, þar til ég fór til
Gæslunnar 1966.“
— Hvernig leið þér að vinna í
landi? Langaði þig á sjóinn aftur?
Ólafur brosir en heldur rólegur
áfram: „Mér hefuralls staðarliðið
vel en jú, mig langaði alltaf á sjó-
inn aftur.“
Ólík sjómennska á
fiskiskipum miðað við
varðskip og farskip
— Haustið 1966 byrjaði ég á
honum Óðni og var á honum þar
til við náðum í hann Ægi í júní
1968, var þar háseti og síðar báts-
maður. Guðmundur Kærnested
var skipstjóri mest allan tímann á
Ægi.
— Er ekki rólegt á varðskip-
unum, þolinrríæðisverk að vera á
þeim?
— Jú það er oft rólegt. Fiski-
mennskan er auðvitað gjörólík
sjómennska en hún hefur alltaf
heillað mig. Hins vegar er margt
líkt með farmennskunni og því að
vera á varðskipunum. Starfið felst
í eftirlitsstörfum með fiskiskipum,
þjónustu við afskekkt byggðarlög
og vitaþjónustu. Viðhald skipsins
er líka töluverður hluti starfsins
eins og á farskipunum og þvottar.
Varðskipin eru alltaf hvítskúruð
og gljáandi
— Hvað gerið þið þegar skip er
tekið?
Það er siglt að skipinu, tekinn
'staður og því tilkynnt um ólög-
legar veiðar. Síðan fara þrír menn
um borð, oftast stýrimaður, báts-
maður og háseti, skipstjórinn
færður yfir í varðskipið og siglt til
hafnar.
— Var aldrei sýndur mótþrói?
— Nei, það kom mjög sjaldan
fyrir. Ég man tvisvar eftir að við
færum vopnaðir um borð í togara.
1967 strauk togarinn Brandurmeð
tvo lögregluþjóna innanborðs.
Við eltum þá uppi og náðum þeim
við Snæfellsnes en þeir sýndu
engan mótþróa. Hitt skiptið var
nokkurs konar prófmál eftir út-
færsluna í 50 mílur. Það var fyrsti
togarinn sem við tókum eftir 1.
september 1972, Acturius frá
Þýskalandi. Við fórum sex um
borð og vorum vopnaðir en það
gekk allt árekstralaust."
n
VÉLAVERKSTÆÐI
SKIPASMIÐJA
A/S Ove Christensen Maskinfabrik & Skibssmedie var stofnað
árið 1938. Erum í 3200 fermetra húsnæði og starfsfólk er rösk-
lega 100 manns.
Skipasmiðjan
Þar fer fram mikið af viðgerðum á fiski-
og flutningaskipum, á margskonar vél-
um, á skipsskrokkum og EKKI Sl'ST Á
SKRÚFUBLÖÐUM OG SKRÚFUBÚN-
AÐI allskonar. Viðskiptamenn okkar á
því sviði koma allsstaðar að. Þar fyrir
utan hreinsum við öxla með málm-
sprautun eöa að þeir eru renndir á ný í
sérstökum rennibekk.
Útbúnaður fyrir fiskiskip
— Trollspil, vökva, eða beindrifin.
— Netatromlur
— Línuspil
— Rúllur, blakkir o. fl.
Umboð
— Alpha dísilvélar af stærðinni 400 til
4770 hestöfl.
— Triplex kraftblakkir
— DESMI dælur og dælubúnaður
©
A/S Ove Christensen A/S
Maskinfabrik & Skibssmedie
Havnen, 9850 Hirtshals.
Sími 08-94 21 33
Vélaframleiðslan
Fyrirtækið er með eigin framleiðslu á
ýmsum vélbúnaöi og einnig eru vélar
smíöaðar eftir sérstökum pöntunum.
Útbúnaður fyrir fiskimjölsiðnaðinn
— Síusniglar með öllum hússtæröum
— Flutningasniglar
— Skotspjöld
— Þvottaturnar og soðvatnssjóðarar.
Fyrir rækjuiðnaðinn
— Skilvindu tromlur
— Skilvindur fyrir niöurfallsvatn
— Flokkunarfæribönd
— (shúðunarbúnaður
Ennfremur
Kraftblokkir fyrir netaverkstæði
— Sandblástur og málmhúðun á
skipum og bátum.
— Plasmaskurður.
VIKINGUR
43