Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 65
Nýgift hjón voru að sýna kunn- ingjum sínum íbúðina. Hún var mjög þægileg og höfðu hjónin hvort sitt svefnherbergið. — En hvað gerið þið? spurði einhver, ef ykkur langar til að vera saman? — Þá flautar hann, sagði unga konan, — og ég inn til hans. — En leiðist þér þá ekki, ef hann flautar ekki? var þá spurt. — Þá fer ég bara í dymar og spyr? — Varstu að flauta, elskan? * Einn af þeim sem komst lífs af, þegar togarinn Jón Forseti fórst, var spurður, hvort hann hefði ver- ið kunnugur tilteknum manni, sem var skipverji á togamaum. — Já, já, sagði hann. — Það var ágætur maður. Ég þekkti hann vel. Hann fórst með mér á Jóni For- seta. ¥■ Maður hringdi dyrabjöllunni, og þegar geðveikralæknirinn lauk upp, sá hann mann í purpuralitri skyrtu, sautjándu aldar kyrtli og með Napóleonshatt. Á fótunum hafði hann spora, sem glamraði í við minnstu hreyfingu, og um mittið hafði hann bundið marglitri silkisnúru, sem var fest við leik- fangabrunabíl, sem hann dró á eftir sér þegar hann var á gangi. í annari hendi hélt hann á nokkrum spýtubrjóstsykrum og í hinni á fagurrauðu epli. — Læknir, sagði hann afsak- andi, — ég kom nú bara til að tala við þig um hann bróður minn. VÍKINGUR Þórði brúarsmið þótti gott að fá sér í staupinu með vinum sínum og var þá jafnan minnislítill á eftir. Eitt sinn er hann var við vinnu, ódrukkinn með öllu, vildi svo til að spýta lenti í hausinn á honum svo hann rotaðist og lá þannig í sex dægur. Þegar hann raknaði við sér aft- ur, varð honum fyrst að orði: — Með hverjum var ég að drekka núna? Daníval bóndi á Litla- Vatns- skarði var drykkfelldur og oft skrítinn í tilsvörum. Einu sinni kom hann drukkinn að Stóra- Vatnsskarði. Hann þáði þar góðgerðir, og er hann hafði dvalið alllengi fylgdi Guðrún húsfreyja honum til dyra. Daníval fer nú á bak hesti sín- um, situr nokkra stund þegjandi á hestbaki, snýr sér síðan að hús- freyju og segir: — Segðu mér nú eins og er, Guðrún mín. Er ég að koma eða fara?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.