Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 11
Börkur hf: Ný tegund húseininga og frystiklefaeininga Séð yfir salinn, stóra pressan sem olli byltingu hjá Berki, er fyrir miðri mynd. Járnplöt- urnar eru límdar á mót, síðan rennt inn í pressuna þar sem úrcþani er sprautað inn í og þá er húseiningin tilbúin og henni staflað til hliðar með tækinu til hægri. Barkarhúsið sem sett var upp í tilefni Iðnsýningarinnar og notað til að hýsa fjölmarga sýn- ingaraðila, vakti mikla athygli sýningargesta. Húsið var 254 m2 en hægt er að koma upp húsum úr Barkar-húseiningum, af öll- um stærðum. Slíkur byggingar- máti hentar mjög vel ýmsum aðilum í sjávarútvegi og því heimsóttum við bás Barkar hf. Runólfur Halldórsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, varð fyrir svörum. — Fyrirtækið Börkur hf. var stofnað 1964 og hóf framleiðslu á einangrun fyrir hitaveiturör. Við rákumst á upplýsingar um þessa einangrun í erlendu tímariti og sáum strax að hún mynd henta vel hér á landi. Þessi framleiðsa varð eitt aðalverkefni okkar, og tel á að um 80% af hitaveiturörum í ís- lensk hús séu frá okkur. Þessi markaður er því að verða mettur. Fljótlega hófum við líka fram- leiðslu á einangrunarefnum í fiskilestar og var það efni notað af öllum íslenskum skipasmíða- stöðvum. Kveikjan að framleiðslu okkar á húseiningum er sú, að við byggð- um okkur 700 fermetra verk- smiðjuhús úr asbest-plötum á stálgrind. Það efni reyndist ekki þola íslenska veðráttu svo við leit- uðum að öðru efni og byggðum 2000 fermetra hús, 1976, úr sams konar einingum og við nú fram- leiðum. Þessar einingar eru sam- lokuflekar með polyúreþanein- VÍKINGUR angrun og hlífðarplötum úr 0.63 mm heitgalvaniseruðu stáli, grunnmáluðuni, húðuðum með níðsterkri plasthúð sem nefnist plastisol og endist í áratugi. Fyrir einu og hálfu ári keyptum við fullkomnar vélar og hófum framleiðslu á þessum vegg- og þakeiningum sem við framleiðum í þrem mismunandi þykktum og lengdum að vali kaupenda, allt að tólf metrum. Plasthúðunin fer fram í fullkomnustu vélum er- lendis og varnar húðin ryðmynd- un auk þess sem hún er sérlega þægileg í þrifum. Þess vegna henta einingarnar vel þar sem mikils hreinlætis er krafist, eins og í mat- vælaiðnaði. Við framleiðum einnig frysti- og kæliklefa úr stöðluðum einingum sem eru níðsterkar og auðveldar í uppsetningu. Þær eru galvaniser- aðar og húðaðar með sams konar plasthúð og húseiningarnar og fá- Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfja- skrín fyrir vinnustaði, bif- reiðar og heimili. INGÓLFS APÓTEK Hafnarstræti 5. Sími 29300

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.