Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Page 21
Þorskkóngar... Þorskur meö vansköpun á skolti; neöri kjálki allt of stuttur og bæklaöur aö auki. Að ofan er eölilega skapaöur þorskur. (Ljós- mynd: Guöm. Svavar Jónsson, Hafrannsóknastofnun). aöeins vart í þessu eina togi hjá áðurnefndum bát. Að sögn var hér um að ræða frekar smáan þorsk (50 sm) sem gæti hafa verið á 4. ald- ursári. Þá hafa sjómenn tjáð mér að ekki langt frá þessum slóðum, þ.e. i Garösjónum, sé töluvert algengt að fá öfug- ugga sem þessa. Orsakir vanskapnaöar Komum þá að hinni brenn- andi spurningu hvað orsaki hin sjúklegu einkenni sem hér hefur verið um rætt. Ýmis vanskapnaður, missmiði eða lýti eru eðlilega vel þekkt hjá fiskum sem öðrum lífverum. Hér verður þó aðeins fjallað um alvarlega vansköpun, þ.e. þegar beinagrindin sjálf er úr lagi gengin. Undir orðinu vanskapnaður skiljum við beinlínis það að lifveran hafi ekki komiö rétt sköpuð í heiminn. Þessu er einnig þannig varið hjá fiskum að oftast má rekja missmíöi á beinagrind beint aftur til egg- eða fósturskeiðs. Slíkir gallar geta þó komið fram síðar á ævinni en slikt er miklu sjald- gæfara heldur en hitt. Vitað er að bæði óeðlilegir umhverfis- þættir, svo og sjúkdómar geta orsakað missmið á beina- grind og þar með fylgjandi út- litsgalla. Það síðarnefnda á miklu oftar við um ferskvatns- og eldisfiska, en sjúkdómar þeirra og önnur mein eru skiljanlega miklu betur rann- sakaðir heldur en krankleikar sjávarfiska. Vansköpun á stirtlu mjög áþekk þvi sem sést hjá ýmsum þorskfiskum og fleiri sjávarfiskum, er al- geng hjá eldisfiskum svo sem regnbogasilungi og mun framkölluö af einfrumungum sem nefnast gródýr. Þá eru svonefndir fiskberklar sem orsakast af bakterium al- gengir hjá fiskum í vatnabúr- um, en þeir geta m.a. leitt til skemmda og missmíða á hryggsúlu og höfuðbeinum. Öfuguggar ísjó Minna virðist hins vegar vit- aö i smáatriöum um orsakir sliks vanskapnaðar hjá sjáv- arfiskum, en talið aö i flestum tilfellum sé við óeölilega um- hverfisþætti að sakast enda eru eitur- og skortsjúkdómar með sömu afleiðingum vel þekktir hjá vatna- og eldis- fiskum. Úti í sjálfri náttúrunni svo sem i sjónum geta umhverfis- þættir oröið óeðlilegir á marg- an hátt. Talið er að næringar- skortur og þá um leið vöntun á D-vitamini geti leitt til mis- smiða sem þeirra er hér um ræðir. Hitastig og selta geta verið of lág eða súrefnis- magnið i sjónum of litið svo að dæmi séu nefnd. Þannig er staðfest að innarlega í Eystrasalti er margskonar vanskapnaöur á fiski miklu algengari en utar i sama hafi og er lágu seltustigi um kennt. Nýjasti orsakavaldurinn er svo mengun. Ýmis kemisk efni, þungmálmar eöa annaö sem lendir i sjónum, geta átt hér hlut að máli. Þýskir vís- indamenn hafa tekið eftir og athugað sifellt aukin tilfelli af sjúklegum vanskapnaði hjá ... Vitað er að bæði óeðlilegir umhverfis- þættir, svo og sjúk- dómar geta orsakað missmíð á beina- grindog þarmeð fylgjandi útlitsgalla... ... Hitastig og selta geta verið oflág eða súrefnismagnið í sjónum oflítið svo dæmi séu nefnd... Víkingur 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.