Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Page 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Page 43
; í dag maður heyrir um þessi rétt- indamál og það sem að mannskap snýr, einkum á fiskiskipaflotanum, virðist mér að stéttarfélögin verði að vera vel vakandi i þessum málum. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér um þessi mál, fer saman á minnstu bátunum að hætt verður að skrá vél- stjóra, en skráður vélavörður í staðinn og einn maður aðeins skráður i vél í stað tveggja nú. Á stærstum hluta bátaflotans verða að visu tveir menn skráðir við vélina, þ.e. vélstjóri og vélavörður, og á skuttog- urunum verða tveir vélstjórar, þar sem samkvæmt gildandi lögum eiga að vera þrir, en menn hafa verið að kroppa augun hver úr öðrum með þvi aö Ijá máls á að brjóta lög fyrir nokkrar krónur til að byrja með sem síðan hafa jafnvel verið teknar af þeim eftir tiltölulega stuttan tima og ekkert fengist i staðinn. Verðum að vera á verði gagnvart undanþágum En skoðum nú stöðuheitiö vélavöröur aðeins nánar. Samkvæmt gildandi lögum getur maður fengið sig skráð- an vélavörð, ef hann fær uppá- skrifað frá þremur vélstjóra- lærðum mönnum, að hann sé fær um að gæta vélar, án þess hann þurfi að svara neinu frekar um það. Þarna er mikil hætta á ferðum og verða vélstjóralærðir menn að gæta vel að þvi að þarna verði ekki lætt inn á þeirra starfssvið réttindalausum mönnum, heldur verði þaö tækifæri sem gefst með þessari breytingu á lögum um atvinnuréttindi vélstjóra, notað til þess að herða á undanþáguveitingum og að óheimilt verði að veita undanþágu frá lögunum til handa ófaglærðum mönnum, Konstruktion av svetsomformarc KB á þvi sviði sem vélstjórar hafa menntað sig til, þvi engin stétt í landinu hefur látið fara eins illa með sig i sambandi viö sin starfsréttindi. Ég veit dæmi þess aö vélstjóri með full rétt- indi sótti um undanþágu til að fá að aka vörubil yfir fimm tonnum, og tilgreindi i umsókn sinni að hann hefði 4. stigs vélskólapróf og sveinsréttindi i vélvirkjun, en hann fékk synj- un á þeirri forsendu að ekki væri fordæmi fyrir hendi og þessi synjun kom frá sama ráðuneyti sem i gegnum tiðina hefur verið svo gjöfult á und- anþágur til handa rétt- indalausum mönnum til að gegna vélstjórastörfum og raun ber vitni. Ef maður meö engin réttindi fær heimild til að starfa á okkar lögverndaða verksviði, eiga þeir sem rétt- indi hafa að ganga i land af öll- um skipaflota landsins til að mótmæla þessu gerræði ráðuneytisins. Sá maður sem vitnaö er hér til í sambandi við ökuréttindin, er starfandi kennari og sú staða kynni eða hefur komið upp, að hann yrði fenginn til að kenna um vagn og vél i meiraprófi ökumanna, í Stumpsomme svejst mt þvi byggðarlagi sem hann býr. Þetta er glöggt dæmi um það hvernig stjórnvöld troða á rétt- indum þeirra sem vinna við að afla fiskjar sem svo aflar 70—80% tekna þjóðarbúsins. Ættu aö fá réttindi eft- ir hverjartvær annir En svo við snúum okkur aft- ur að þeim lagabreytingum sem fyrirhugaðar eru, vil ég meina að nú eigi að nota tæki- færið sem gefst og breyta skólanum á þann veg, að menn sem fara i skólann, afli sér ákveðinna réttinda eftir hverjar tvær annir sem þeir Ijúka, eða með öðrum orðum eftir hvert skólaár. Það ber að viðurkenna að skólinn er í raun orðinn sex veturog gefur ekki fyrstu réttindi fyrr en eftir einn og hálfan vetur, ef þeir ætla ekki aö lokast af gagn- vart frekari námi, en æskileg- ast væri að menn öölist rétt- indi eftir hvern vetur fyrir sig. Nú gefur maður sér þá for- sendu að það sé rétt sem áður ersagt um minnstu bátana, að einn maður verði í vél og starfsheiti hans eigi að vera Framhaldábls. 62 ... Þarna er mikil hætta á feröum og veröa véistjóra- læröir menn aö gæta vel aö þvi'aö þarna veröi ekki lætt inn á þeirra starfssviö réttindalausum mönnum... Víkingur 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.