Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Síða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Síða 56
GALDRI ... Galdri keyröist niöurígólf, hófst síöan á loftþegar báturinn stakk sér ofan íöldudalinn, sveifum tíma ílausu lofti og small síöan á magann ígólfiö... ... kom þá íljós aö hann fylgdi engum skýringum, heldur skellti oröum, sem honum duttu íhug hingaö og þangaö í bókina, aöeins aö þau pössuöu íreitina 56 Víkingur „Hvar er hann? Blessaöir bendið okkur á hann.“ „Hann er þarna upp á biln- um. Okkur vantaði nokkur stiuborð og báðum hann að töfra þau upp úr málinu. Þið sjáiðárangurinn." Strákarnir störðu dolfallnir á Galdra, sem var rétt i þvi aö kippa einu borði upp úr málinu. Siðan kom annaö og þriðja — fimm í allt. „Þetta er meiri galdramað- urinn,“ tuldraði einn strák- anna. „Það er ekki ónýtt að hafa svona kall á skipi. Ég segi núbaraekkiannaö.'1 Svo flýttu þeir sér um borð i sinn bát af þvi að þeir áttu eftir að landa og höföu ekki tima til að fylgjast með meiri göldrum þá stundina. Það kom að þvi að töfra- þrögðin urðu Galdra ekki næg andleg næring. Þá sneri hann sér aö annarri listgrein og hóf að skrifa bók. Hann hafði keypt sér stilakompu undir rit- verkiö og meðan siglt var í nokkrar minútur milli trossa hljóp hann niður í lúkar, henti sér á magann upp i koju og bætti nokkrum setningum við skáldsöguna. Til grundvallar sagnageröinni voru höfð ásta- mál vélstjórans. Siðan las Galdri úr verkum sinum á landstimum. Mönnum bar saman um að aldrei hefði ann- að eins bull á blað komist, en Galdri taldi sig á hraðri leið til frægðar. Vélstjóri lét sér vel lika söguna og glotti stundum út i annað munnvikið, þegar lýsingar urðu krassandi. Skyndilega missti Galdri áhuga á skáldsagnagerð i miðri sögu. Þá labbaöi hann sig i land og keypti krossgátu- bókina. Krossgátu hafði hann ekki ráðiö fyrr á ævinni og vissi ekkert um lögmál þeirrar kúnstar. En þaö varð eins meö það og hin fyrri atriði, að nú heillaðist Galdri svo af kross- gátubókinni, að annað eins visindarit hafði hann ekki komist i áður. Nú hljóp hann niður milli trossa og bætti einu og einu orði i krossgátubók- ina. Einhver var sendur á njósnir, að finna út hve slung- inn hann væri í þessari þraut og kom þá í Ijós, að hann fylgdi engum skýringum, heldur skellti orðum, sem honum duttu í hug hingað og þangað i bókina, aðeins að þau pöss- uðu i reitina. Ekki vildi hann þiggja lærdóm i kúnstinni. Hann kvaðst hafa þetta allt á valdi sinu, aðeins fara nýjar leiðir. Galdri mætti alltaf siðastur til skips, kom seinasturá dekk og var yfirleitt alls staðar of seinn. Einn morgun, er leggja átti af stað i róður voru allir komnir til skips nema Galdri. Skipstjóri fylgdist með úr stýr- ishúsglugganum hvort nokkuð sæist til feröa hans og eftir drykklanga stund kom hann röltandi í rólegheitum niður bryggjuna. Hann átti skammt eftir ófarið þegar hann snar- stansaði, snerist siðan á hæli og rölti til baka. Hann virtist hafa gleymt einhverju, sem hann taldi sig ekki geta án verið i róðrinum. „Hverju skyldi Galdri hafa gleymt," tuldraði skipstjóri. „Helviti að biða svona." Það kom i Ijós eftir dágóða stund þegar Galdri birtist á ný — meö krossgátubókina. Næst fékk hann þá flugu i höfuðið, að i matargeröarlist væri hann meiri kúnstner en flestir aðrir og væri þar sama, eins og hann orðaði það á fínu máli, hvort um væri að ræða löns eða dinner. Hann falaði leyfi hjá kokknum að fá að sjá um kvöldmatinn á landstiminu. Skipverjar skriöu í kojur sin- ar og fylgdust með Galdra i laumi þar sem hann opnaði koppa og kirnur og leit ofan i spádómsaugum. Að lokum tók hann nokkrar rjómahyrnur, hellti i stórar plastdollur og hóf að þeyta. Um það leyti að rjóminn var að verða fullþeytt- ur reið alda undir bátinn með SKJALAÞÝÐINGAR ÞÓRARINN JÓNSSON löggilturdómtúlkurog skjalaþýðandi i ensku Sími 12966 — heima 36688 KIRKJUHVOLI -101REYKJAVÍK Skoöun og viögeröir gúmmíbáta allt árió. Teppi og dreglar til skipa ávallt fyrirlyggjandi. GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjargötu 9 Örfirisey Simi: 14010

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.