Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 38
Guðlaugur Gíslason framkvæmdastjóri Stýrimannafélags íslands 38 VÍKINGUR FUNDUR SKIPST JORN ARM ANN A ÁNORÐURLÖNDUMí ÁBO Dagana 6. og 7. okt. s.l. komu forsvarsmenn skipstjórnar- manna á Norðurlöndum, Nor- disk Navigatörkongress, saman til fundar i Ábo i Finn- landi. Af hálfu Stýrimannafé- lags íslands fóru til fundarins þeir Ari Leifsson og Guðlaug- urGislason. í upphafi fundarins urðu for- mannaskipti. Markus Sini- salo frá Finnlandi lét af for- mennsku en Crister Lindvall framkvæmdastjóri sænska félagsins tókvið. Að venju lögðu öll félögin fram skýrslur sinar um þróun mála. í skýrslum og umræðum um þær voru mest áberandi þungar áhyggjur Norðmanna og Finna, en þar flykkjast skipin undan fánum þessara þjóða og undir þægindafán- ana svo kölluöu. Sum skip- anna halda áfram að hafa menn frá sínu heimalandi í áhöfninni, önnur ekki. Á fyrri helmingi þessa árs hafði 40 norskum og 44 finnskum skipum verið „flaggað út“ og ekkert lát virðist vera á flóttanum. At- vinnuleysi hjá þessum stétt- um er mikið og viðvarandi, þannig voru 468 skipstjórar og stýrimenn atvinnulausir í Noregi og 300 í Finnlandi. í Noregi hafa félögin unnið mjög ákveðið gegn heimild Siglingamálastofnunarinnar, um að vikja frá ákvæðum STCW samþykktarinnar um að ávallt séu tveir menn á vakt i þrú frá sólarlagi til sól- arupprásar. Nú hafa siglinga- yfirvöld dregið heimildina til baka. Nokkuð var rætt um opna alþjóðlega skráningu skipa í Noregi sem væntanlega þýðir einungis að norskir útgeröar- menn geti skráð skip sín i Noregi en haft á þeim erlenda menn. Sem sagt einn þæg- indafána i viðbót. Fram kom hjá framkvæmda- stjóra Norska skipstjórafé- lagsins að nú fer ört vaxandi að heimilað sé aö hafa aðeins einn stýrimann á skip- um allt aö 2000 BRL og á skipum að 4000 BRL tekur skipstjóri vaktir á móti tveim- ur stýrimönnum. Hann lét i Ijós áhyggjur yfir þvi að fram- vindan yrði sú að skipin mundu enn stækka þar sem skipstjórar tækju vaktir, hugsanlega i 7000 BRL. Svo virðist sem þróunin á hinum löndunum sé svipuð, enda þótt fagfélögin standi fast gegn henni. Norska stýrimannafélagið hefur samið um styttingu vinnuvikunnar um 2 1/2 klst. frá 1. jan. 1987 og er þá vinnuvikan hjá norskum stýri- mönnum 35 1 /2 klst. Á dagskrá fundarins var mál sem hefur lítillega verið rætt á fyrri fundum. Þetta er mál sem á sér upptök i Noregi og gengur útá að nám skip- stjórnarmannanna og vél- stjóra verði samhæft þannig að allir geti gengiö i öll störf ef svo má segja. Þessa menn kalla þeir„Enhedsoffisera“ (hér með er auglýst eftir ís- lensku orði). I Noregi hefur nú þegar verið heimilaö að á skipi sem á að hafa þrjá stýrimenn megi sleppa 3. stýrimanni vegna þess að yfirvélstjóri skipsins hefur einnig réttindi til að gegna stöðu 3. stýrimanns og getur tekið vakt í brú. Fram kom sú fullyrðing að Hollendingar og Þjóðverjar ættu nú þegar nýrri og þetur þúin skip en almennt gerist á Norðurlöndum og hefðu þeir nú þegar tekið upp „Enheds- offisera-kerfi". Flestir voru þeirrar skoðunar aö sá timi kæmi að „Enheds- offiseren" yrði aö veruleika, sérstaklega á minni skipum, en hvenær það yrði væri spurning. Þann 8. okt. 1986 komu sið- an skipstjórnarmenn og vélstjórar saman til fundar (Nordisk Navigatörkongress og Nordiksa Maskinbefels- federationen) en nú er það orðin föst venja að þessi samtök haldi sína fundi sam- tímis og á sama stað og síð- an sameiginlegan fund. Á þessum fundi var endan- lega samþykkt ályktun sem þessi samtök hafa unniö að saman og sitt i hvoru lagi undanfarin ár. I samþykktinni kemur fram hvað þessi sam- tök telja að gera þurfi til að halda skipunum undir fána norðurlanda. Er þar víða komið við og nefndar aðgerð- ir á sviði skattlagningar, pen- ingamála, menntunarmál, launamála, mönnunarmála, öryggismála o.fl.. Að lokum er klykkt út með því að samtök- in biðji ekki um vernd fyrir samkeppni frá öðrum þjóð- um, heldur eigi allir að geta keppt um markaðinn á jafn- réttisgrundvelli. Síðar voru svo boðnir á þenn- an fund fulltrúar útgerðar- manna í Noregi, Sviþjóð og Finnlandi. Þar mættust stálin stinn og var á stundum talað tæpitungulaust. Báðir aðilar virtust þó gera sér grein fyrir þvi að ekki væri hægt að ætlast til skandinav- ískir farmenn byggju við lak- ari kjör en almennt gerist hjá launþegum í þeirra heima- landi. Guðlaugur Gislason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.