Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Síða 52
Aukið öryggi
Hér sést þaö svart á
hvítu að 40 milljóna
kostnaður til að auka
öryggi norskra sjó-
manna skila 230 millj-
ónum I minnkandi til-
kostnaöi vegna afieið-
inga slysa.
Og horfi menn á
staöreyndir máisins,
þá liggur Ijóst fyrir
aö þessa menntun
veröur aö færa heim
í landshlutana,
menn sækja ekki
sjómannafræöslu til
Reykjavíkur...
52 VÍKINGUR
Aðgerðir til aukins öryggis á norskum fiskiskipum
staöið vel að skipulagi þess-
ara námskeiða. Undanþágum
hefur fækkað um rúmlega
50% á þessum tveimur árum.
Þegar byrjað var á þessum
aðgerðum fyrir 2 árum siðan
var talið að um 1.000 menn
hefðu verið á undanþágu. Ég
held raunar að þeir hafi verið
mun fleiri, ef allir sem þurftu
undanþágu hefðu sótt um
hana. Við þetta má svo bæta
að lögskráning áhafna hefur
batnað frá því sem var, þann-
ig að þarna stefnir i rétta átt.
En það er með þetta eins og
öryggismálin, að hætta er á
að aftur sæki i sama farið ef
ekki er vakað yfir þvi. í því
samþandi vil ég benda á að
ég held að aðal ástæðan fyrir
því hve vel námskeiðin hafa
verið sótt sé sú að þau voru
haldin úti á landsbyggðinni,
án þess að ég sé að kasta
rýrð á skólahald i Reykjavik
fyrir sjómenn. Á hinn bóginn
tel ég, ef ekki á allt að fara í
sama farið aftur, að koma
verði upp kennslu í sjó-
mannafræðum, i það minnsta
byrjunarkennslu, í öllum
landshlutum. Ég hef áður
bent á það að fáir menn í
þjóðfélaginu fara með eins
mikla ábyrgö og fjármuni og
skipstjórar fiskiskipa og ef
þessir menn þurfa ekki aö fá
menntun til starfa, hverjir þá?
Og, horfi menn á staðreyndir
málsins, þá liggur Ijóst fyrir
að þessa menntun verður að
færa heim i landshlutana,
menn sækja ekki sjómanna-
fræöslu til Reykjavíkur, það
sanna meira en eitt þúsund
undanþágur, og svo hitt að
500 menn hafa sótt nám-
skeið i fræðunum heima í
héraði eftir að þeim var komið
áfyrir2árum.“
„Og svona i lokin langar
mig að skýra frá því að í
fyrsta sinn sátu fulltrúar is-
lenskra stjórnvalda fund Al-
þjóða siglingamálastofnunar-
innar sem við ræddum um í
upphafi. Þetta voru fulltrúar
frá Farmanna- og fiski-
mannasambandi íslands,
Sambandi islenskra kaup-
skipaútgerða, og Landssam-
bandi islenskra útgerðar-
manna. Þarna gafst þeim
kostur á að fylgjast með þvi
sem fram fór og það sparar
okkur hjá Siglingamálastofn-
un að flytja það til þeirra og
útskýra hvað um var að vera.
Eg tel það mjög til bóta að
fulltrúar hagsmunaaðila sæki
þessa fundi sem áheyrnar-
fulltrúar, það eykur skilning
manna á þessum málum og
það verður auðveldara aö fá
hagsmunaaðila til að fram-
kvæma það sem þarna er
samþykkt, en á því byggist
árangur okkar starfs", sagði
Magnús Jóhannesson sigl-
ingamálastjóri að lokum.
— S. dór.