Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Page 56
Jesú, María og Jósef voru á leiö til Egyptalands, á flótta undan Heródesi konungi.
og þreytt og er kvöldaöi þá fengu þau sér næturskjól íhelli, sem varö á vegi þeirra. Þaö var kalt og héla á jöröu.
Lítilkónguló sá Jesúbarniö og langaöi ákaft tilþess aö gera eitthvaö fyrirþaö. Gefa þvieitthvaö svo aö þvíyröi ekki kalt
um nóttina. En hvaö gat hún gjört? Svo datt henni íhug aö spinna vef fyrir hellismunnann, sem yröi þá eins og
gluggatjald. Herdeild Heródesar leitaöi ákaft aö Jesú til þess aö myröa hann.
Þaö var sagt aö Heródes væri svo grimmur og miskunarlaus, aö þegar hann vissi aö dauöastundin nálgaðist, hafi hann
látiö handtaka alla helstu borgarbúa. Hann sagöi: Enginn mun sakna min, en ég skal samt sjá til þess
aö tár flói og hann fyrirskipaöi aftöku hinna handteknu á dauöastund sinni. Og nú leituöu
grimmir hermenn Heródesar Jesú. Þegar þeirkomu aö hellinum og bjuggust til inngöngu, þá sá foringi
þeirra kóngulóarvefinn, sem var þakinn héluhrími og lokaöi hellismunnanum. „Sjáiö þiö, þaö er kóngulóarvefur hér og
þvíútilokaö aö nokkurhafi fariö inn íhellinn nýlega". Og hermennirnir héldu áfram og skildu þannig hina heilögu
fjölskyldu eftiri friöi. Þvíersagt aö idag, þegar viö skreytum jólatréö meö glitrandi þráöum, þá eigi þaö aö minna á
hrímaöa kóngulóarvefinn, sem lokaöi hellismunnanum, þarsem Jósef, María og Jesús hvíldust, á leiöinni til Egyptalands.