Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Síða 87

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Síða 87
Hcr oé nú Skoðun mín munahópa skuli hafa starfaö saman í 50 ár, án afdrifarikari árekstraen raun bervitni. Þó skal því all ekki gleymt, að þrætur og málefnalegt þóf, hefur oft boriö á góma. Ber það eitt vissulega vott um aö menn hafi ekki alltaf verö meö munnherkjur þegar til kastanna kom. Um þetta leyti árs fyrir um 50 árum, nánar tilgreint 8. des. 1936 ákváöu þáverandi for- vígismenn að þörf væri á öfl- ugu samstarfi allra yfir- mannafélaga á farskipum og fiskiskipum. Þrátt fyrir mis- jafnar undirtektir sumra fagfélaganna varö F.F.S.Í. til og er staðreynd enn þann dag i dag, 50 árum siðar. Ekki verður hér fariö mörgum orðum um hvaö hefur áunnist þessi undangengin 50 ár, þvi verður væntanlega gerö betri skil siðar. En hvert veröur framhaldiö? Og hvernig hent- ar uppbygging F.F.S.Í. nútið og framtíð? Fagfélögin skiptast i eftir- talda 6 hópa: 1) Skipstjórar á farskipum: 1 félag 2) Stýrimenn áfarskipum: 1 félag 3) Skipstjórar og stýrimenn á fiskiskipum: 9félög 4) Vélstjórará öllum skipum: 2 félög 5) Loftskeytamenn: 1 félag 6) Brytar: 1 félag Virkir félagsmenn innan F.F.S.Í. eru taldir vera um þessar mundir um 3.100. En á skrá eru a.m.k. 4.000 félag- ar. Eins og viö er aö búast eru félögin úti um land fámenn og er algengt að félagatala þeirra sé um 100-130 félags- menn. Það er ekki neinum vafa und- irorpið, aö hagur minni félag- anna úti á landsbyggöinni af þvi aö vera i sameiginlegu hagsmunasambandi er mikill. Ber samstaða þeirra í mótun stefnunnar i yfirstandandi kjarabaráttu fyllilega vott um aö svo sé. Þó ber nokkuð á aö fámenn- ari félögunum finnist sem þau mannfleiri taki athygli og völd frá sér, sem ætti þó ekki aö vera ef höfð er hliðsjón af markmiðum F.F.S.I. Afdráttarlaust má þó telja aö vænlegar horfi til árangurs í hinum mjög mörgu faglegu málefnum, ef þeir sem eiga i deilum geröu vopnahlé um sinn, en þó betra aö þeir settu þær endanlega niöur. Þegar horft er fram um veg frá því kennileiti sem F.F.S.I. nú stendur viö, er erfitt aö sjá fyrir hver þróunin verður. Viö skulum aöeins lita til afdrifa einstakra félaga. Loftskeytamenn: Með tilkomu fullkomnari og jafnframt langdrægari radío- tækja, hefur þörfin fyrir sér- menntaða loftskeytamenn minnkaö til muna og var þeim boðin landvist af hálfu L.Í.Ú. og F.Í.B. frá og meö siðustu áramótum. Óbeint má draga þá ályktun aö þessir hags- munaaðilar og engir aörir, hafi haft þau áhrif á stjórn- völd, meö ihlutun sinni á sin- um tíma, aö tekið var fyrir alla menntun til handa loftskeyta- mönnum hjá Pósti og sima frá og meö 1979. Um þessar mundir berjast svo útgerðir farmskipa stærri en 1600BRL haröri baráttu, viö aö losna undan þeirri „kvöö“ aö hafa loftskeyta- menn um borö í skipum sín- um. Þegar málefni loftskeyta- manna eru athuguð og borin saman við markmiö þau sem F.F.S.I. ber aö vinna aö sér- staklega, sbr. þriöja tölulið hér aö framan, aö hafa for- svar um menntun, atvinnu- réttindi og atvinnuöryggi fé- lagsmanna innan vébanda sinna, þá hefur sá þáttur ekki unnist sem skyldi. Á þvi leikur enginn vafi aö þaö eru viðsemjendur okkar, útgeröarmenn, meö stjórn- völd á hverjum tima aö baki sér, sem hafa sigrað okkur i þessu máli. Betri lausn heföi veriö aö endurskipuleggja menntun og starfstilhögun þessara manna um borö, án of mikillar ihlutunar opinberra aöila. Menn héldu aö reglum og stjórnskipunum yrði hlýtt en viö sjáum einnig aö þessi stétt manna er lika sú eina innan F.F.S.Í. sem ekki hefur lögverndaö starfsheiti. Brytar: Önnur stétt stendur i svipuö- um sporum um þessar mund- ir, en þaö eru brytar, Þaö er furöuleg staðreynd aö ekki skuli ríkja meiri samstaöa á þeim bæ. Er þar meö átt viö misræmi, aö margir þeir sem telja sig vera bryta, skv. lög- um þar um, eru félagar i félagi matsveina innan Sjómanna- sambands islands. Ekki vil ég á þessu stigi blanda mér i þeirra málefni, heldur vekja á þvi athygli aö eölilegast væri aö allir þeir sem til yfirmanna teljast á skipum, séu i einu og sama hagsmunasambandi. Myndi þaö auövelda mjög samstööu um bætta menntun og annað það sem nauösyn- lega þarf aö vera samræmt hjá einni og sömu starfsstétt- inni. Er þvi rétt aö minna enn á til- gang og markmið F.F.S.Í. meö þaö aö leiðarljósi aö efla menntun, forðast sundurlyndi og sýna samstööu um þau málefni sem okkur eru þörf- ust. VÍKINGUR 87 Gleöileg Jól.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.