Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Síða 98

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Síða 98
Enn um lífeyrism í síðasta blaði Víkingsins, 9-.10. tölublaöi, er grein eftir Heiðar Kristinsson, skip- , - stjóra. Sama grein birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. nóv. s.L Efni þessarar greinar mmm ?• mun vera svar við grein sem birtist í 8. tbl. Víkingsins og er undirrituð af Helga Laxdal f.h. samninganefndar þartilgreindra stéttarfélaga innan Farmanna og fiski- mannasambands íslands. * Það skal sérstaklega tekið fram hér til að fyrirbyggja allan misskilning að greinin var ekki sérstakt hugarfóstur Helga Laxdal heldur standa öll þau félög sem þar eru ■ W, j tilgreind að greininni og bera á henni fulla ábyrgð. Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands. ... nema hann telji efni greinar sinnar, endurminningar AðalheiðarBjarn- freðsdóttur og kveðjuræðu Her- manns Þorsteins- sonar slík gullkorn að þau eigi erindi án sérstaks tilefnis til landsmanna. 98 VÍKINGUR Þessi svarleið Heiðars Kristinssonar, að birta grein sina fyrst i Morgunblaðinu, er mér ráðgáta, nema að hann telji efni greinar sinnar og þá um leið endurminn- ingar Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur og kafla úr kveðjuræöu Hermanns Þor- steinssonar sem hann hélt er hann lét af starfi for- stöðumanns lífeyrissjóðs sambandsins slik gullkorn, að þau eigi án sérstaks til- efnis erindi til landsmanna i gegnum víðlesnasta dag- blaö þjóðarinnar. Þessi orð eru ekki sett á blað til þess að kasta rýrð á Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur eða Her- mann Þorsteinsson, heldur til þess að benda á það smekkleysi aö birta fyrst nefnda svargrein í allt öðru blaði en þvi sem þau orð voru skráð sem svarað var. Efni fyrri greinar minnar var f jórþætt. 1. Leiguskip mönnuð út- lendingum sem annast flutninga fyrir islendinga. Ég taldi það óvitrænt að fjalla um þessi mál ein- göngu út frá skipafjöld- anum, eins og forusta S.K.FÍ hefur gert. Min skoðun var og er, að samanburðurinn verði að grundvallast á hlutdeild þessara skipa í flutning- um landsmanna. Hvað það varðar hefur min skoðun ekkert breyst, annar samanburður er ekki marktækur. Um samninga við Sovét- menn sem kveða á um kaup og flutning á oliu til islands. Þessi viðskipti og þessi samningur hafa ekki verið rædd innan F.F.S.I. þau ár sem ég hefi verið tengdur þeim samtökum. Hvað skammsýni stjórnvalda varðar á sinum tima að afhenda Rússum þessa flutninga get ég verið Heiöari Kristinssyni sam- mála. Heiðar Kristinsson telur að uppsögn Herms Sheppers megi rekja til hafisreks á Húnaflóa s.l. sumar en ekki til sam- starfs Farmanna og fiski- mannasambands íslands og Sambands islenskra kaupskipaútgerða. Að þessum rökum Heiðars Kristinssonar hefi ég ekki leitt huga og kem ekki auga á þau. Ef skipið hentaði ekki til verkefnis- ins og var skilaö þess vegna, af hverju skyldi þá annað skip i sama verk- efni mannað íslending- um? Allt um það. í minum huga er aðalatriðið að árangur náist, og hafi hafisinn hjálpað hértil má segja að enn sé i fullu gildi hið fornkveðna aö fátt sé svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott. Heiðar minnist á tvö önn- ur skip, Per Trender hjá Sambandinu og ónafn- greint skip hjá Eimskip- um, sem siglir á móti Bakkafossi vestur um haf. Heiðar mælist til þess að haft sé samband við viðkomandi útgeröir varðandi skipin. Hjá Sambandinu fengust þær upplýsingar að Per Trender hafi þegar verið skilaö þar sem skamm- timaverkefni hans er lok- ið. Frá Eimskipum feng- ust þær upplýsingar að skipið sem siglir á móti Bakkafossi sé tímaleigu- skip, vegna þess aö verkefnið sé mjög ótryggt og þvi ekki verjandi að taka skip á leigu til langs tima til að sinna þvi. í Ijósi þessa fæ ég ekki betur séð en það sem fram kom í fyrri grein minni um þessi mál hafi allt verið sannleikanum samkvæmt. Hvað varðar stefnu F.F.S.Í. þá er hún óbreytt varöandi leiguskipamál. Um lifeyrismál var i áður- nefndri grein vikið að þremur þáttum tengdum þeim. 1. Þvi ófremdarástandi sem þar ríkir vegna mismun- andi skilmála lifeyrissjóð- anna, þótt um sé að ræða hliðstæða tekjustofna. 2. Hvaða áhrif 60 ára reglan hefur á aðra sjóösfélaga eins og hún er sett fram i lögum um Lífeyrissjóð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.