Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Síða 110

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Síða 110
MEXÍKÓ. Vaxandi svartsýni meðal kaupsýslu- manna gætir nú i Mexikó um að túnfiskvinna skili arði. þeir kvarta yfir lágu verði, miklum til- kostnaði og yfirfullum markaði. Samkvæmt óstaðfestum tölum sem þessir kaupsýslu- menn létu hafa eftir sér í samræðum viö National Marine Fisheries Service (stofnun í Bandarikjunum sem sér þar um fiskveiðimál) voru 37.000 tonn af túnfiskafla Mexíkana flutt út fyrir um 28.700 kr. tonniö, 35.000 tonn voru seld innan lands en óseld eru 20.000 tonn. Nótaþátur til túnfiskveiða 1200 tonn að stærð kostar 400.000.000 krónur og þarf að veiða 5.000 tonn til að útgerðin standi í járnum. Fáir nótabátar ná þeirri veiði. Fyrstu sex mánuði ársins 1986 þárust á land alls 54.800 tonn sem er 30% aukning frá fyrra ári en þá bárust á land á sama tima 41.400 tonn. EL NINO. Veðurfræðingar hafa nú aftur sent út viðvörun um aö hafstraumurinn El Nino láti á sér kræla árið 1986—87. Óvenjulega hlýr sjór undan strönd Suður-Ameríku i byrjun þessa árs olli þvi að bandariska veðurstofan taldi horfur á að El Nino væri að myndast. Sjávarhiti í júni undan strönd Ecuador, Chile og Perú var hins vegar hálfri gráðu fyrir neðan meðalhita og þá var viðvörunin afturkölluð. NICARAGUA. Fiskimenn i Sri Lanka hafa not- að formalín (formaldehyde lausn) sem er ólög- legt til að verja fisk skemmdum. Þetta hefur verið gert að þvi er fregnir herma vegna þess að is er afar dýr i þessu hitabeltislandi. Formalínið gerir fiskinn stífari með því aö breyta vöðvabyggingu og verður þannig til þess aö fiskur sem er á mörkum þess að telj- ast skemmdur lítur út fyrir að vera ferskur. Efni þetta drepur allar þakteriur í fiskinum. PERÚ. PESCAPERU, fiskvinnslufyrirtæki i eigu ríkisins, er á höttunum eftir framleiðslu eins og fiskréttum og fiskmjólk og i tilraunum sínum til aö auka neyslu á fiskafurðum. Eins og er fer mest af þeim fiski er veiddur er í Perú í fiskimjöl. Framkvæmdastjóri PESCAPERU hefur tilkynnt að samningur hafi verið gerður um sölu á einni milljón fiskrétta árlega til skóla í Perú. Framkvæmdastjórinn hefur einnig á prjónunum að hefja framleiðslu á afurð úr fiski sem kallast marine beef og er eggjahvíturik afurð úr fiski. I þessu skyni ætlar fyrirtækið að byggja nýja verksmiðju þótt fyrir sé á vegum félagsins i samvinnu við Japani tilraunaverk- smiðja sem kostaði 400.000.000 kr. og sem framleiðir sömu afurð og sem hefur ekki enn hafið framleiðslu af fullum krafti þar sem fram- leiðslukostnaður á marine beef er meiri en venjuleg nautasteik kostar. Talið er að fram- leiðsla á fiskmjólk, sem einnig er mjög eggja- hvíturík afurð úr fiski, sé heppilegri kostur vegna þess að hún er framleidd úr aukaafurö fiskimjöls. FILIPPSEYJAR. Forseti Filippseyja Cory Aquino hefur boðað til fundar með yfirvöldum á Taiwan til að leysa fiskveiðideilu sem lengi hefur staðið milli þjóðanna um grátt svæði 100 sjómilur að þreidd. Báðar gera þjóðirnar tilkall til auðugra fiskimiða i Bashii sundi sem nú er gætt af landhelgisgæslu Filippseyja. Á þesu ári voru fimm bátar frá Taiwan teknir við Baran eyjar sem eru nær Taiwan en tilheyra Filipps- eyjum. JAPAN. Vegna 35% niðurskurðar á laxveiöi- heimildum Japana i samningum viö Rússa draga japanskir útgerðarmenn úr sókn sinni með því aö fækka veiðiskipum. Einu móður- skipi verður lagt og þar með fækkar fiskibátum um 43. Til viðbótar verður 284 meðalstórum fiskiskipum lagt. Með þessum aðgerðum er úthafsveiðiflotinn skorinn niður um 25%. Veiðar Japana i fiskveiðilandhelgi Sovétrikj- anna hófust 1. ágúst en landanir hófust ekki fyrr en um miðjan september. Vegna minnk- aðrar veiðiheimildar i fiskveiðilandhelgi Bandarikjanna og lélegs markaðar erlendis á eftirlíkingum úr sjávarafurðum eru útgerðar- menn verksmiðjutogara tilneyddir að hækka verð á surími um 3 kr/kg. Vegna þess að verð á surimi hækkar minnka þeir sem vinna úr þeirri afurð framleiðslu sina að þvi er fréttir herma um 20%, sem eru viðbrögð þeirra við minnkandi neyslu. Ástralía. i Ástraliu hafa verið settar upp kviar til að ala upp fisk af laxaætt sem nefndur hefur veriö Southern Ocean Trout. Þessi nýja fisk- tegund er talin vera afbrigði af ferskvatnsregn- bogasilungi, sem lifir í söltu vatni. Verkefnið hófst á Tasmaníu (eyju suður af meginlandi Astraliu) síðast liðið vor.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.