Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 19
völd eða fiskifræðingar hafa
ráðlagt sé ég ekki að menn
hafi nein rök til að mismuna
mönnum með aðgang að fiski-
stofnunum."
HEIMILDIR TIL EINS ÁRS Í SENN
Guðjón A. Kristjánsson benti
á að Hæstiréttur segði að með
lagaákvæði væri lögð tálmun
við því að drjúgur hluti lands-
manna geti að öðrum skilyrð-
um uppfylltum notið sama at-
vinnuréttar til sjávar eða sam-
bærilegrar hlutdeildar í þeirri
sameign sem nytjastofnar við
ísland eru. Til þess að megi
mismuna mönnum með þeim
hætti sem gert hefur verið í
lögunum um stjórn fiskveiða,
bæði varðandi aðgang að
veiðileyfum og aflaheimildum,
þurfi að vera afar ríkar ástæður
og þetta sé gert vegna mjög
þverrandi fiskistofna við land-
ið.
„Þetta þýðir að aðeins megi
mismuna þegnunum þegar í
hlut eiga fiskistofnar sem þurfa
sérstaka vernd til að viðhalda
þeim en þó aðeins í skamman
tíma. Því væri eðlilegast að
aldrei væri hægt að veita
mönnum þessar heimildir
nema til eins árs í senn. Ef það
er skilningur Hæstaréttar út frá
rökfærslunni mundi þá dómur
um að ekki væri hægt að selja
varanlega frá einum útgerðar-
manni til annars falla? Menn
gætu leigt þessar heimildir inn-
an ársins en hins vegar ekki
sjálfgefið að það megi úthluta
þessu það lengi að menn geti
verið að selja heimildir og hvað
þá varanlegar aflaheimildir inn í
framtíðina. Ég get ekki séð að
standist nokkra hugsun með
tilliti til raka Hæstaréttar.“
-En á einhvern hátt verður
að úthluta þeim afla sem ó-
hætt er að draga úr sjó?
„Já, það verður að gera. Við
verðum að velta fyrir okkur
hvaða sókn við höfum verið
með í gangi sem gæti valdið
skaða. Við höfum verið með
framseljanlegan kvóta. Það
þýðir að ef einn fiskistofn hefur
ekki veiðst upp að þeim nýt-
ingarmörkum sem lögð hafa
verið til hefur sá kvóti verið til
sölu og á lækkandi verði eftir
því sem líður á árið. Sóknin
hefði þá átt að færast sjálf-
krafa í þá stofna sem nóg er til
af leigukvóta í. Það þýðir í
reynd að innan skipafjöldans
sem er að veiðum á hverjum
tíma erum við með frjálsa
sókn. En hvaða kvóta hefur
verið til nóg af á undanförnum
árum? Það má til dæmis nefna
að steinbítur og og ufsi hafa
ekki verið veiddir í mörg ár að
þeim nýtingarmörkum sem
fiskifræðingar hafa lagt til né
heldur sem stjórnvöld hafa
leyft. Með framsalinu er í raun
leyfð frjáls sókn innan kerfisins
en samt ná menn ekki nýting-
armörkunum. Getur það þá
staðist stjórnarskrána að það
sé bara einhver ákveðinn hóp-
ur manna sem megi sækja í
fiskitegundir sem ekki eru í
neinni hættu vegna ofveiði? Ég
get ekki séð að það standist
samkvæmt Hæstarétti. Það
standist ekki jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar að velja úr
ákveðinn hóp manna sem eiga
skip og segja að bara þeir
megi veiða og stenst ekki
heldur ákvæði um atvinnu-
frelsi."
-Hvað finnst þér um við-
brögð við þessum dómi, eins
og þau að nóg sé að breyta
einni lagagrein og halda svo á-
fram með óbreytt kerfi?
„Það getur vel verið að
menn fari í að breyta einni
lagagrein eða synja umsókn-
um um veiðileyfi á annarri for-
sendu. En þá kemur bara
næsta málshöfðun fram. Næst
má búast við að menn sækist
eftir dómi um hvaða fiskiteg-
undir hér við land sé heimilt að
takmarka sókn í með þessari
mismunun. Við erum með
stofna eins og keilu, löngu,
lúðu, gulllax og fleiri sem ekki
„Þetta þýðir að aðeins megi mismuna
þegnunum þegar í hlut eiga f iskistofn-
ar sem þurfa sérstaka vernd til að
viðhalda þeim en þó aðeins í skamman
tima. Þvi væri eðlilegast að aldrei
væri hægt að veita monnum þessar
heimildir nema til eins árs í senn. Ef
það er skilningur Hæstaréttar út frá
rökfærslunni mundi þá dómur um að
ekki væri hægt að selja varanlega frá
einum útgerðarmanni til annars
falla? Menn gætu leigt þessar heimild-
ir innan ársins en hins vegar ekki
sjálfgefið að það megi úthluta þessu
það lengi að menn geti verið að selja
heimildir og hvað þa varanlegar afla-
heimildir inn í framtíðina. Eg get ekki
séð að standist nokkra hugsun með til-
liti til raka Hæstarettar.“
Sjómannablaðið Víkingur
19