Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Side 6
Kjartan Karlsson Súðvíkingur, er fæddur þar og uppalinn. Hann er sjómaður, á og gerir út Hafrúnu ÍS, sem er tólf tonna bátur. Það er oft erfitt að skýra þá taug sem myndast milli manns og báts, hún er einkennileg. Þannig taug er milli Kjartans og Hafrúnar Lítið að gera fyrir koppa UdDDCl „Það er orðið lítið að gera fyrir þessa koppa, ég er með 20 tonna þorskkvóta, það er alltof sumt,“ sagði Kjartan Karlsson á Súðavík. Hann var niður á bryggju, var að fara mála Hafrúnu. Þeirtímar voru að Hafrún var að veiðum mestan hluta ársins. Þá var Ijómi yfir út- gerðinni og þeim sjómönnum sem réru þessum bát. Það er ekki bara Hafrún sem baðast í fyrri Ijóma. „Það er hörmung að sjá öll þessi sjávarpláss, það sést varla maður á bryggjunum. Þetta er hrikalegt." Tal okkar berst að Súðavík. Kjartan segir að hann hafi ekki misst neina nákomna ættingja í snjóflóðinu hrikalega í janúar 1995. Að sjálfsögðu þekkti hann það fólk sem fórst. Það féll snjóflóð á húsið hans og hann varð að flytja. Byggði nýtt hús. Það kom ekki til greina að flytja. Það er enginn sjávarafli nema rækja unninn á Súða- vík. Kjartan hefur áhyggjur. „Hvað gerist bregðist rækjan enn frekar? Þá verður Súðavík svefnbær. f vetur fékk ég 50 tonn af rækju, en þau voru hundrað árið á undan. Þetta er ekki nógu gott.“ Það er byssa í stefni Hafrúnar, sem minnir á hrefnu- veiðar og þegar ég tek að tala um þær, segir Kjartan: „Síðasta hrefnan var veidd 1986. Það var nú meiri vitleysan sem gekk á í vor út af hrefnuveiðum. Ég segi og fullyrði að það hafi verið lygi í Davið Oddssyni þegar hann sagði að ekki væri hægt að byrja hrefnuveiðar þar sem verið væri að leita að nýjum skutli. Það er ekki rétt, Normenn eru að leita ódýrari leiða til að drepa hana.“ Kysi andskotann Það er sem oftar, kvótinn er það sem stendur mönn- um næst, hann kemur í veg fyrir að menn séu á sjó í blíðskaparveðri. „Ég segi bara eins og Reynir Torfason, ég kysi and- skotann sjálfan til að losna undan kvótanum, það er 6 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.