Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 43
Aðalsteinn Valdimarsson réttir úr sér og það er sýnilegt að hann er að hugsa eitthvað skemmtilegt. Magnús Guðmundsson og Ebeneser
Guðmundsson fylgjast með umræðunum. Sæmundur Halldórsson virðist ekki viss um það sem hann heyrir.
Fjársektir
Formannaráðstefna FFSí haldin á Höfn í
Hornafirði 26. og 27. nóvember 1998 beinir
því til stjórnvalda og tilkynningaskyldunnar,
að öll tilkynningaskylda fari fram á vinnurás-
um talstöðva og að neyðarrásir verði ekki notað-
ar undir skylduna. Ef skipstjórnarmenn verða
uppvísir að því að stunda sjósókn án þess að
sinna tilkynningarskyldu varði það fjársekt-
um.
NAVTEX
Formannaráðstefna FFSÍ haldin á Höfn í
Hornafirði 26. og 27. nóvember 1998 beinir
þeirri áskorun til samgönguráðherra að
NAVTEX sendingar til skipa náist örugglega
um borð í skipum á öllu íslenska hafsvæðinu.
Formannaráðstefnan skorar jafnframt á
samgönguráðherra að sjá til þess að við Island
verði skilgreind, samkvæmt alþjóðasamþykkt-
um, svonefnd fjarskiptahafsvæði Al, A2 og
A3.
Strandastöðvar verði einnig útbúnar fúll-
komnum tækjabúnaði til að þjóna tilgreind-
um fjarskiptahafsvæðum, þannig að skipin
sem útbúin eru og verða með GMDSS tækja-
búnað geti nýtt hann til fulls, til þess að öryggi
íslenskra og erlendra sjómanna verði sem best
tryggt-
Einnig beinir formannaráðstefnan þeim til-
mælum til samgönguráðherra að áfram verði
höfð hlustvarsla á strandarstöðvum og á 2182
kHz og á 500 kHz, þar sem allur tækjabúnað-
ur er nú þegar fyrir hendi. Vitað er að enn um
sinn verða skip á íslenska hafsvæðinu sem ekki
verða útbúin samkvæmt GMDSS. Sérstak-
lega er hér átt við fiskiskip ymissa þjóða. ■
Sendum
sjómönnum
og fjölskyld-
um þeirra
óskir um
gleðileg jól
og farsælt
komandi ár -
þökkum liðið
Farmanna- og fiski
mannasamband
íslands
Sjómannablaðið Víkingur
43