Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 33
bar því við að hann hafi ekhi talið
að hann yrði við þetta starf þegar
hann bjó sig til vinnunnar. Því
hafi hann ekki verið í réttu skón-
um.
I vörnum Eimskipafélagsins
er fundið að þessu og eins er því
haldið fram að bátsmaðurinn hafi
sýnt óvarkárni og að auki hafi
þetta verið óhappatilviljun sem
Eimskip bæri ekki ábyrgð á.
í dómi Héraðsdóms segir að
fyrsta málsástæða bátsmannsins
hafi verið sú að slysið hafi orðið
vegna vanbúnaðar skipsins, síð-
an segir orðrétt: „...en óumdeilt
er að gámurinn var Iaskaður á
Eimskipafélaginu voru dæmdar 100 þúsund
krónur í málsvamarlaun.
Heraðsdómur taldi bátsmanninn ábyrgan fyrir
slysinu.
þann hátt, sem lýst hefur verið. Hins vegar er
á það að líta, að þessi ágalli var ekki orsök slyss-
ins, heldur var hún sú, að fótur stefnanda fór
undir gáminn. Ekki er með fúlu ljóst hvernig
það gerðist en stefnandi hefúr sjálfúr borið, að
honum hafi ekki skrikað fótur og samkvæmt
framburði stýrimannsins var ekki hált um
borð. Er langlíklegast, að stefnandi hafi, þegar
hann stóð fást upp við neðri gáminn og stýrði
þeim effi í rétta stöðu, rekið fódnn undir neðri
gáminn. Það er niðurstaða dómsins, að á þessu
beri stefndi (Eimskip) ekki ábyrgð, heldur sé
hér eingöngu um að ræða aðgæsluleysi stefn-
anda sjálfs. Er hér og til þess að líta, að hann
notaði ekki öryggisskó, eins og honurn var
skylt. Breytir hér engu að honum hafi verið
ædað annað starf, er ekki krafðist þess að slíkir
skór væru notaðir".
í lok dómsins segir að slysið verði einungis
rakið til óhappatilviljunar og aðgæsluleysis
bátsmannsins og því var Eimskip sýknað og
bátsmanninum gert að greiða Eimskip 100
þúsund í málsvarnarlaun. ■
SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
33