Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 31
ggygpiy
Markmiöin eru einungis þau að auka öryggi og fækka sjóslysum.
íslendingar höfum ekki verið reiðubúnir
til þess að ganga jafn langt í þessum efn-
um og nágrannar okkar. Það má segja að
sé ein aðalástæðan fyrir því að íslenskum
kaupskipum heflir verið flaggað út.
Einnig voru mönnunarreglur fyrir ís-
lensk kaupskip ekki í takt við tímann
fyrir nokkrum árum. Forsendan fyrir
því að skip séu skráð hér aftur er einhvers
konar alþjóðleg skipaskrá líkt og Danir
eða Norðmenn stofnuðu til fyrir tíu árum
sem gerði ráð fyrir verulegum skattaíviln-
unum til islenskra sjómanna sem störf-
uðu á skipunum. Hættan yrði eftir sem
áður sú að skipin yrðu mönnuð údending-
um meira eða minna. Um slík markmið
hefúr ekki náðst samkomulag og eins og
málin standa núna verður þetta áfram til
athugunar. Menn verða að fikra sig áfram
með það markmið að finna lausn sem
tryggir að íslendingar geti mannað sín
skip sjálfir í það minnsta á öllum helstu
siglingaleiðum til og frá landinu. Mín
skoðun er sú að það sé mjög þýðingarmik-
ið að íslensk þekking haldist í þessari at-
vinnugrein og ungir menn sjái sér hag í
því að læra til skipstjórnar."
Ánægja með nýju Sæbjörgina
-Við ræddum í upphafi um þær breyt-
ingar sem gerðar verða á rannsóknum
sjóslysa. Hvað hefúr verið gert frekar í þá átt að
reyna að fekka slysum um borð í skipum?
„Sjómannsstarfið er mjög hættulegt og það
er bráðnauðsynlegt að gera allt sem við getum til
þess að draga úr slysahættu, minna menn á að
gæta sín og koma fræðslu til sjómannastéttar-
innar. Þar er Slysavarnarskóli sjómanna nauð-
synlegur þáttur. Þegar ég varð samgönguráð-
herra lá það ljóst fyrir að innan u'ðar yrði að gera
annað tveggja, endurbyggja gamla Þór eða
kaupa nýtt skip fyrir Slysavarnarskóla sjó-
manna. Að vísu vildu sumir að þessi kennsla
færi fram á landi og kennslugögn flutt í gám-
um milli landshluta. Það þótti mér vondur
kostur og vildi ekki sætta mig við hann. Það lá
líka fyrir að viðgerð á Þór yrði ógnarlega dýr og
ekki séð fyrir endann á þeirri tæringu sem var
í skipinu. Sú hugmynd kom upp að samnýta
ferjuna Fagranes og starfsemi Slysavarnar-
skólans en hún gekk ekki upp. Um leið og á-
kveðið var að ráðast í Hvalfjarðargöngin var á-
kveðið að kanna hvort Akraborgin hentaði
Slysavarnarfélaginu. Þegar félagið komst að
þeirri niðurstöðu að þetta skip hentaði vel og
yrði ekki of dýrt í rekstri fannst mér einsýnt að
Slysavarnarfélagið fengi skipið fyrir Slysavarn-
arskólann. Eg verð ekki var við annað en mönn-
um um land allt finnist þetta góð lausn og
mikil lultka er með skipið. Nú á að vera vanda-
laust að eyða biðlistum eftir inngöngu í skól-
ann. Einnig hefúr verið lögfest að sjómenn
skuli fá endurmenntun á nokkurra ára fresti.“
-Það hafa ýmis lög verið gefin út í Evrópu-
löndum og tilskipanir um öryggi sjómanna.
Eru þær sjálfkrafa teknar upp hér á landi?
„Þær lágmarkskröfúr sem gerðar eru innan
Evrópusambandsins eru einnig gerðar hér. Við
höfúm á hinn bóginn ekki viljað fallast á að við
megum ekki hafa okkar sérkröfur sem ganga
lengra. Dæmi um það er tilkynningarskyldan.
Fiskveiðarnar eru utan EES-samningsins og
við teljum að við höfúm fúlla heimild til að á-
kveða sjálfir hvernig öryggsmálum sjómanna
skuli skipað með því að við gerum ekki minni
kröfúr en Evrópusambandið. Þessi sérstaða
okkar er ljós og ég þekki ekki dæmi þess að við
göngum skemur."
-Vitavarsla er orðin sjálfvirk að mestu. Hafa
kornið upp nokkur vandkvæði varðandi þær
breytingar að hætta að manna vitana?
„Þessar breytingar hafa gengið á-
gætlega og gefist vel. Hins vegar
fannst mér álitamál hvort ætti að
leggja niður vitavarðarstöðuna á
Horni. Hún var dýr og aðhald var
mikið í ríkisfjármálum en við í
samönguráðuneytinu vorum reiðubú-
in að halda þeirri stöðu úti ef Veður-
stofan tæki þátt í kostnaðinum sem
ekki varð. Það hafá annað slagið komið
upp raddir að gott sé að hafa vitavörð á
Horni ef hafís kæmi að landinu en
hins vegar engin nauðsyn á vitaverði
þar í venjulegu árferði. Húsunum
verður samt haldið við. Því má svo
bæta við að Siglingastofnun setti upp
sjálfvirka veðurathugunarstöð á
Hornbjargsvita, Straumnesvita og
öldudufl út af Aðalvík Mér er sagt að
sjómenn séu mjög ánægðir með þessa
þjónustu og meti hana mikils.“
Nýjar vöruhafnir
-Þú ert einnig ráðherra hafnamála.
Eru óskir um úrbætur í hafnarmál-
um ekki alltaf meiri en hægt er að
verðavið?
„Þegar ég varð samgönguráðherra
voru að vísu gerð drög að eins konar
hafnaráætlun en hún var lögð upp
sem draumaáætlun sveitarfélaganna
víðs vegar um landið og aldrei sam-
þykltt af Alþingi. Hún hafði því ekki við rök að
styðjast og olli oft leiðindum því sveitarfélögin
höfðu tilhneigingu til að telja ríkið skuldbundið
til að standa við það sem stæði í drögunum. Ég
tók hins vegar þann háttinn upp að láta gera
hafnaráætlun sem væri innan þess fjárlagara-
mma sem ríkið vildi marka fram í tímann.
Þetta hefúr breytt mjög vinnubrögðunum og
gerir þessi mál miklu léttari viðfangs en áður
þó svo að þarfirnar séu gífúrlega miklar og að
sumu leyti vaxandi. Skipin eru að stækka og
djúpristan meiri. Nú er óhjákvæmilegt að
byggja nýja vöruhöfn bæði á Húsavík og
Höfit í Hornarfirði. Anægjulegt er að við sjáum
fram á að geta dýpkað innsiglinguna til
Grindavíkur á næstu árum og byggt þar nýja
varnargarða. Höfnin verður öruggari en áður
sem er afar mikilvægt því Grindavíkurhöfn
hefúr verið háskalegasta höfn landsins og því
stórkostlegt að geta gert þar úrbætur sem
duga. Svo ef horft er lengra fram í tímann sjá-
um við ffamá að Þorlákshöfn verði gerð að vöm-
höfn,“ sagði Halldór Blöndal. ■
Sjómannablaðið Víkingur
31