Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 26
ntíln ht A&imi
Mun fleirri gámar hafa glatast af gámaskipum í Atlantshafinu á þessu ári en áður eru dæmi um.
Kyrrsetning
Hafnarríkiseftirlitið hefur án
efa gert mörgum útgerðar-
manninum erfitt fyrir að sigla
um heimshöfin á misvel
búnum skipum. í ágúst s.l.
voru fjórtán skip í kyrrsetningu
í breskum höfnum þar sem
þau höfðu ekki staðist skoðun
hafnarríkiseftirlitsins þar i
landi. Meðal þess sem að var
má nefna að skip skráð á St.
Vincent & Grenadines hafði
verið lestað yfir merki auk
þess sem hluta skipsskjala
vantaði. í Ijós kom að skip-
stjóri skipsins hafði hætt á
skipinu og tekið hluta skipssk-
jalanna með sér frá borði.
Annað tilfelli kyrrsetningar var
flutningaskip skráð í Tuvalu
skipa
þar sem hvorugum björgunar-
báta skipsins var unnt að
sjósetja þar sem allur búnaður
til þess var fastur. Eitt tilfelli til
viðbótar ætti að sýna okkur
hversu mikil þ"rf er á slíkum
skoðunum en lestarlúgur á
flutningaskipi skráðu í
Eistlandi héldu ekki vatni þar
sem mörg ryðgöt voru á þeim.
Þeir eru
ósáttir
með
niðurrif
skipa
Þeir eru óhressir niðurrifs-
karlarnir á Indlandi, Pak-
istan og Bangladesh eftir að
bandarísk yfirvöld bönnuðu
sölu á skipum úr varaflota
hersins og herskipum til
niðurrifs í þessum löndum.
Var gripið til þessa banns til
að styrkja aðila í niðurrifi
skipa þar í landi en bannið á
einungis að vara I eitt ár.
Sérstaklega eru menn
óhressir með þetta þar sem
180 skip flotans eiga að fara
I niðurrif á árinu en Indland
er stærsti niðurrifsaðilinn að
bandarískum herskipum og
hafa allt að 20 gömul her-
skip beðið niðurrifs hjá þeim
í einu. Samkvæmt nýjustu
tölum þá hafa 428 skip
verið rifin það sem af er
þessu ári, samtals 15,2
milljónir tonna á móti 440
skipum árið 1997 sem voru
14,9 milljónirtonna. Búist er
við að á næsta ári verði
aukning í niðurrifi skipa sem
gæti verið á bilinu 40 til 70
prósent aukning frá 1997. ■
klukkur sem hver um sig gaf
staðarlínu og þannig var stað-
ur skipanna fundinn en sér-
stök kort voru notuð, ekki
ósvipuð lorankortum, til að
lesa út staðarákvarðanir í
Decca keðjunni. Þetta stað-
setningakerfi var lítt notað í
íslenskum skipum en að vísu
voru nokkur kaupskip búin
slíkum móttökurum auk
fiskiskipa er stunduðu síld-
veiðar I Norðursjó hér á árum
áður. Einn var sá galli á þessu
kerfi en hann var sá að einka-
leyfi var á því og einungis var
unnt að fá móttakara leigða
en ekki keypta. Decca keðjan
náði ekki nema að suður-
strönd landsins og jafnvel þar
voru merkin veik og því ekki
nothæft hér á landi. ■
26
SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR