Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 60
Karl Gunnarsson Gunnar Jónsson og Ólafur Karvel Pálsson hafa nýverið sent frá sér bókina Sjávarnytjar við ísland. Ekki er minnsti vafi á að sjómenn hafa gagn og gaman af lestri bókarinnar. Með leyfi höfunda birtist hér einn kafli bókarinnar. Hana prýðir fjöldi Ijósmynda Humarinn greinist í frambol og hala. Frambolurinn er hulinn einni skel, en halinn er liðskiptur með skel yfir hverjum lið. Undir halanum er skelin fremur lin, en harðir hrygg- ir með þykkari skel liggja þven á halann undir hverjum lið og halda löguninni. Fram úr frambolnum, ofan til, gengur tennt trjóna sem sveigir lítið eitt upp á við fremst og er um það bil helmingur af lengd frambols. Augun eru nýrnalaga (sbr. fræðiheiti tegundarinnar nephrops sem þýðir nýrnaaugu) og sitja á stuttum stilkum í krika fremst við rætur trjón- unnar sitt hvoru megin. Fram undan trjón- unni vaxa fjórir fálmarar. Tveir þeirra eru nærri jafn langir og dýrið allt en tveir eru styttri og eru tvískiptir, þannig að í raun standa 6 fálmarar fram úr dýrinu. Halinn er gerður úr 6 liðum sem hver um sig er hulinn hörðum skildi. Mynstur er í halaskjöldunum líkt og letrað sé í þá og er íslenska nafnið letur- humar dregið af því. Undir hverjum lið á hala eru tveir sundfætur sem hvor endar í tveimur blöðkum. Aftast á halanum eru 5 breiðar skel- blöðkur og er afturrönd þeirra hærð. Niður undan frambolnum ganga fjögur fótapör og enda fjórir fremstu fæturnir í lítilli gripkló. Fram úr dýrinu ganga tveir sterklegir griparmar sem enda í aflangri kló. Tenntir hryggir liggja eftir gripklónni endilangri og einnig eru efri liðir griparmanna flestir tenntir. Griparmarnir eru nærri jafnlangir og dýrið allt. Stundum er stærðarmunur á hægri og vinstri griparmi og einnig eru tennurnar inn- an í gripklónum misgrófar, öðru megin fáar og grófar en hinum megin er klóin fíntennt. Humarinn er rauðgulur eða rauður á lit, oft- ast þó hvítleitur að neðan. Fullvaxinn er hann 20 til 25 cm á lengd frá augnkrikum aftur fýr- ir hala. Kvendýrin eru að jafnaði minni en karldýrin og verða stærstu kvendýrin sjaldan meira en 18 cm á lengd. Humarinn verður kynþroska þegar hann hefúr náð um 8-9 cm lengd. Kynin má greina í sundur á mismun í lögun fremstu halafóta. Hjá kvendýrunum eru þeir þráðlaga og sveigjanlegir en hjá karl- 60 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.