Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 51
Neptun skírður Arnar. Sigurður skipstjóri flytur raeðu. Rússarnir hirtu allt Sigurður skipstjóri og Siggi Bryn. voru á fullu við að fára yfir sín mál því af nógu var að taka. Voru þeir alltaf að spyrja mig hvort ég kæmi ekki bara með þeim í siglinguna og höíðu miklar áhyggjur af að hafa ekki ein- hvern sem þeir gætu treyst í vélinni. Voru farnar að renna á mig tvær grímur því eins og fyrr segir var ekki ætlunin að ég færi í sigling- una. Var ég búinn að hafa samband heim við Óskar framkvæmdastjóra út af þessu og heyrði ég á honum að óneitanlega liði honum betur að vita af heimamanni í vélinni á leið- inni. Var ég að veltast með þetta þessa dagana. Einn daginn er ég niðri í vélarúmi. Kemur þá þangað maður og ávarpar mig á nánast lýtalausri íslensku. Er þarna kominn færey- ingur, Morteinsen að nafni. Hafði hann með sölu skipsins að gera og var þarna kominn til að fylgjast með. Geklt Einar nú frá kaupsamningnum og þar með var Skagstrendingur orðinn eigandi að þessu skipi. Frekar illa gekk að losna við Rúss- ana og voru þeir að sniglast um borð í einn eða tvo daga á eftir. Eftir að þeir voru farnir þá var allt óþarfa drasl, sem skilið hafði verið eftir í klefunum, hreinsað í burtu og sluppum við auðveldlega frá því. Þannig stóð á því að við lágum, þá komnir á flot á ný, utan á einhvers konar skólaskipi, rússnesku. Hafði Sigurður samið við áhöfnina á því að þeir mættu eiga það sem við bentum á, en það voru aðallega gamlar dýnur og rúmföt. Einnig voru þarna gamlir ísskáp- ar sem lítill fengur var í en þetta hirtu Rúss- arnir allt. Var ótrúlegt að sjá hvernig viðskiln- aðurinn var eftir rússnesku áhöfnina. (Reynd- ar hafði hún verið svipuð hjá Grænlendingun- um þegar þeir afhentu rækjutogarann sem minnst var á fyrst í þessari greinj.Vorum við mjög fegnir að losna svona auðveldlega við allt þetta drasl og minntist ég hvernig áhöfnin á Arnari hafði hvítskúrað allt út úr dyrum áður en við afhentum hann. Allur rússneski kosturinn sem var urn borð var gefinn skipstjóranum enda höfðum við afar takmarkaðan áhuga á að lifa á því fæði á ferðalaginú. Var keyptur nýr kostur fyrir okk- ur en því miður gleymdist margt. Eitt vandamál var um borð sem við höfðum áhyggjur af en það var að skipið var undirlagt í óværu nokkuri sem ber nafnið kakkalaklti. Var þessi ófögnuður alls staðar og sérstaklega í borðsal og eldhúsi. Höfðum við pantað tugi lítra af eitri til að reyna að útrýma þeim. Hinn nýi Arnar Nú skyldu fara fram fánaskipti og hafði Sigurður mikinn viðbúnað f sambandi við það. Var öllum sagt að fara aftur á skutpall en þar var fánastöng með rússneska fánanum. Dró Vladimir hann niður og Sigurður dró svo þann íslenska að hún. Hélt hann stutta ræðu og nefndi skipið síðan Arnar og er þetta sá fjórði í eigu Skagstrendings sem ber þetta nafn. Eftir þetta fóru allir inn í skipstjóra- klefa og þar var skálað í kóresku kampavíni (dísætum fjanda). Þar hélt Sigurður aðra ræðu, sínu lengri en hina fyrri og tók ég vídeó- myndir af öllu saman. Stóð þá Vladimir upp og hélt ræðu á sinni sérstöku ensku og var gerður góður rómur að henni. Þegar þarna var komið var Einar búinn að ganga frá samningi við Vladimir og tvo aðra vélstjóra um að sigla skipinu heim. Konan hans Vladimir átti að koma með sem farþegi. Það breyttist svo seinna því hún var forkur duglegur til vinnu og fékk kaup fyrir sína vinnu við þrif. Þá kom að ráðningu kokksins og hafði kom- ið til tals að konan hans Vladimirs yrði kokkur en það vildi Sigurður eldd og réði kokkinn sem fyrir var en það var kona að nafni Valentína. Eftir á að hyggja var ráðning þessi umdeilanleg þar sem kona þessi kunni lítið til verka. Vél- stjórarnir tveir, sem ráðnir voru, heita Vla- dimir Kalygin og Anatoly Kopinov. Ágætis náungar þegar maður fór að kynnast þeim. Eftir að hafa ráðfert mig við fjölskylduna var ég nú ákveðinn í að fara þessa ferð en lengi var ég á báðum áttum. Tveir aðrir íslendingar höfðu bæst í hópinn en það voru 2. stýrimaður sem heitir Björn Þórðarson og maður ffá Siglingamálastofnun, Magnús Kristjánsson, sem skyldi skoða skipið og gefa út hafferiskírteini að skoðun Iokinni. Hafði Guðbjörg, konan mín, komið á þá pakka til mín sem í var íslenskur jólamatur og fleira. Ekki var þó ætlunin að Magnús sigldi með. Vorum við þannig níu alls, 4 ís- Iendingar og 5 Rússar sem sigldu skipinu heim. Eitt var það sem Sigurður skipstjóri lét út- búa á síðustu stundu en það var stimpill með Arnars nafninu. Var stimpill þessi afar mikil- vægur í sambandi við alla fyrirgreiðslu fyrir skipið þar sem kvitta þurfti á öll skjöl og stimpla hversu ómerkileg sem þau voru. Engar undirskriftir dugðu aðeins stimpillinn. PUSAN ER FALLEG BORG Lítill tími hafði gefist til að skoða sig um í borgini en Pusan er stærsta hafnarborg S- Kóreu með 5 milljónir íbúa. Þetta er falleg borg og er byggð í hæðum og nokkrum halla. Frekar kalt var þegar við vorum þarna eða 8 til 10 stig, enda desember. Fannst mér fólkið þarna vera mjög afskiptalaust. Það virtist hafa það nokkuð gott og var upp til hópa áberandi vel klætt. Ævintýralegur manngrúi var á göt- unum á kvöldin og tók ég eftir að mjög mikið var um handvagna sem voru útbúnir sem lít- 11 eldhús. Þar var aðallega eldað sjávarfang og fjölbreytnin ótrúleg. Leist mér alls eldti á suma réttina og guð má vita hvaða kvikindi þetta voru. Einhver órói var í mönnum þarna þar sem nýlega hafði komist upp um mútu- mál hjá æðstu ráðamönnum. Voru hermenn í 8-10 manna hópum á götuhornum, tilbúnir að skerast í leikinn ef eitthvað bæri út af. Við höfðum alltaf borðað á hótel Sorabol. Þar voru nokkrir veitingastaðir sem við prófuðum og mátti segja að maður hafi borðað allt frá uxa og niður í marglyttu úr sjó þó ekki hafi ég vilj- að borða hana í mörg mál. Alltafvar komið með prjóna með matnum, fylgdust þjónarnir með okkur og komu með áhöld ef þeim leist ekki á aðfarirnar við notkun prjónanna. Furðulega er þó auðvelt að nota þá. Allur rnatur var allt öðmvísi en við áttum að venjast. Fagrar meyjar á stjákli Eitt kvöldið fórum við út að versla og enduð- urn í neðanjarðar verslunarhverfi, óhemju Sjómannablaðið Víkingur 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.