Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Blaðsíða 56
Grétar Mar Jónsson formaður Vísis undrast fullyrðingar
Jóhanns Sigurjónssonar forstjóra
Hafrannsóknarstofnunarinnar í Víkingi
Ekki tekið mið af
reynslu sjómanna
„Ég hef verið formaður Vísis, Félags skip-
stjórnarmanna á Suðurnesjum, í sex ár. A
þeim tíma hefur Hafrannsóknarstofnunin
aldrei hafi samband við félagið til að ræða nokk-
urt mál. Það kom mér því undarlega fyrir
sjónir í síðasta tölublaði Víkings að lesa viðtal við
Jóhann Sigurjónsson forstjóra Hafrannsókn-
arstofnunarinnar þar sem hann segir að stofn-
unin taki mið af reynslu sjómanna í rann-
sóknum sínum,“ sagði Grétar Mar Jónsson í
Sandgerði samtali við blaðið.
„Við höfum gert ýmsar athugasemdir við
vinnubrögð Hafrannsóknarstofnunarinnar án
þess að starfsmenn hennar hafi séð ástæðu til að
ræða við okkur eða leita nánari upplýsinga. Við
höfum bent á að hægt sé að veiða meira af
þorski en nú er leyft. Þá get ég nefnt út-
hafskarfann. Djúpkarfi er veiddur bæði innan
lögsögu og
utan en þeir
sætta sig við
að hann sé
veiddur af
úthafskarfa-
kvótanum
þótt út-
hafskarfi sé
sannarlega
af annarri
tegund en
djúpkarf-
inn. Þetta er
svona ámóta
og að veiða
þorsk en
kalla hann
ýsu ef hann
er veiddur
utan lög-
sögu. Það er
eins og það
passi ekki
stofnuninni
að hreyfá við
þessu. Svo
hefur þeim
verið bent á
að rækju-
stofninn er nánast hruninn en þeir vilja
hvorki sjá það né heyra. Þá er það síldin. Hún
er búin að vera í gjörgæslu Jakobs allar götur
síðan byrjað var að veiða síld aftur 1973 eða 74.
I fyrra bregður svo við að það veiðist ekki 53% af
úthlutuðum kvóta. Þarna hefur alltafverið far-
ið algjörlega eftir ráðgjöf Hafró. Það er fatt um
svör þegar við spyrjum þá hvar síldin sé,“ sagði
Grétar Mar ennfremur.
Ekki hlustað á sjómenn
Hann sagði að humar væri nú í sögulegu
lágmarki, bæði hvað varðaði úthlutaðan kvóta
og veiðar. Sama mætti segja um ufsa og ýsu.
Þar væri kvótinn í sögulegu lágmarki. Auk
þess væri það hald manna að allur flatfiskur
væri ofveiddur. Einkum rauðspretta, Ianglúra,
sandkoli og skrápur. Veiðin hefði dregist mjög
saman en Hafrannsóknarstofnun héldi því
fram að ástandið væri betra en það væri í raun.
Því væri að brenna inni mikið af kvóta sem
ekki veiddist vegna slæms ástands stofnanna.
Á sama tíma væri staðið á bremsunni með
þorskveiðar. Grétar Mar sagði að ráðgjöf Haf-
rannsóknarstofnunarinnar kæmi alltof seint.
Hún væri alltaf á eftir þróuninni sem sýndi að
fræðingarnir væru ekki að hlusta á það sem sjó-
menn hefðu til málanna að leggja í þessum
efnum.
Félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum,
Vísir, hefur oft efnt til funda um hagsmuna-
mál sjómanna og sjávarútvegs. Grétar Mar
var spurður hvort fulltrúum Hafrannsóknar-
stofriunar hefði verið boðið á fúnd til fræðast um
skoðanir sjómanna.
„Við buðum þeim gagngert á einn fund sem
við héldum en sá fundur snerist upp í
hnútuköst. Það mættu þrír fúlltrúar Hafró.
Við bentum þeim á með gildum rökum að að-
Gunnvör hf. sendir
sjómönnum og
f iskvinnslufólki bestu
jólu og nýárskveðjur
h.
Sjómannablaðið Víkingur